Eitt besta tvíeyki grínkvikmyndanna.

Samleikur þeirra Herberts Lom og Peters Sellers í einhverri bestu grínmyndaröð kvikmyndasögunnar var það sem lyfti þessum myndum upp og gerði summuna af leik þessarar tveggja snillinga stærri en ef þeir voru lagðir saman einn plús einn.

Tvíeykin voru raunar bráðnauðsynleg bæði í tvíeykjum leikara og hlutverka.  Ég var til dæmis að kíkja á YouTube á nokkur atriði hjá Abbott og Costello svo sem það frægasta: Who´s on first?", og sameiginlega kitluðu þeir hláturtaugarnar ekki síður nú en fyrir hálfri öld og lyftu hvor öðrum upp með samleik sínum.

Laurel og Hardy, Dean Martin og Jerry Lewis, Litli og stóri, Burton og Taylor, Jean Valjean og Javert, Puntilla og Matti - og hér heima, Gunnar og Bessi, Árni og Klemenz, Róbert og Rúrik, Davíð Þór og Steinn Ármann, Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson.

Svona var þetta líka á öðrum sviðum, jafnt í átökum sem samvinnu, - í átökum;  Hafliði og Þorgils, Snorri og Gissur, Ólafur og Hermann, Gunnar og Geir,  - í samvinnu: Davíð og Halldór, Jóhanna og Steingrímur J.


mbl.is Herbert Lom látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband