Vísurnar byrja að fljúga!

Fréttin, sem þetta blogg er tengt við, heyrðist fyrst snemma í morgun. Við Kristján Hreinsson vorum þá á leið í Bítið á Bylgjunni til að fjalla um spurninguna: "Vilt þú að vægi atkvæða verði jafnt?" en ekki varð hjá því komist að minnast fyrst á fréttina.

Þrjár vísur flugu en ein þeirra var í þessa veru og fólust í henni rök fyrir því að fyrrnefnd lengd hefði átt óbeinan þátt í hruninu:

                              Efnahagshrunið varð algjört hér

                              og ekkert við því gert.  

                              Því að eiga mikið undir sér

                              var svo eftirsóknarvert.  

En dag bætti ég við teimur vísum undir heitinu:

                              SAMKVÆMT JAFNRÆÐISREGLUNNI:

Þeir kynntu sér lengd hjá körlunum

og kættust í alla staði.

Í dýptarmælingu´á dömunum

nú drífa sig með hraði.

                             Til þess þarf lipurð og liðugan smurning

                              og lagni að ota tota.

                              Og síðan er mikil og mögnuð spurning

                              hvaða mælitæki´á að nota.

Frá Hvolsvelli, þar sem ég er nú, hringdi ég í Kristján Hreinsson til að segja honum frá þessu. Hann svaraði að bragði:

                              Mælingin verður söm við sig

                              þótt sumir, þeir fari að væla.

                              Ég krefst þess að þeir kalli á mig

                              ef kvennanna dýpt skal mæla.  


mbl.is Íslendingar „stærstir“ í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar hefur tíu tær,
taldi allar þær í gær,
ljós í kolli skína skær,
skökull stór er honum kær.

Þorsteinn Briem, 1.10.2012 kl. 18:27

2 identicon

Sérstöðu nutum fyrr á öldum,

á okkur sláttur og mikill völlur.

En vitið er minna en áður við töldum,

og eina stoltið er böllur.

 

Alheimur segir  þjóðin er  sek,

staðfest og ritað í bækur.

Að lítið við höfum siðferðisþrek,

en fyllum nú vel útí brækur

sigkja (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 00:42

3 identicon

Ég lúri á kvæðabálki nokkrum leirkenndum sem á við erindið. Vantar reyndar endann á hann, en, hérna kemur hann, - og á sérdeilis vel við síðustu vísu. En viðfangsefnið er mælingaraðferðin,- vart er það sama hvernig er mælt og hver mælir?

Eyja-skeri nokkru á
Útí ballar-hafi
Milli fóta mælist hjá
Manna mestur klafi

En hvernig skal mæla
Þá neð-beltis náð
Ein himnesk sæla
Gefur gott ráð.....

Hupplega hjúkku að sækja
Málbandi vopnaðri með
Af henni leppunum krækja
Þá getur ýmislegt skeð

Er tauinu tekur að fækka
Í eina áttina fer
Dindillinn óðum að stækka
Daman er orðin allsber

Huppleg hjúkka erfitt á
Mátið á að skjóta
Viðfangsefnið fast er þá
Mitt á milli fóta

(Höfundur óþekkur)

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband