Ekki þess virði fyrir nokkrar sekúndur.

Flest þau svæði í borginni þar sem er 30 km/klst hámarkshraði eru ekki stærri en það að aksturinn í gegn tekur aðeins hluta úr mínútu.

Ég vil taka eitt nærtækt dæmi:

Forðum daga brunuðu bílar eftir Háaleitisbraut milli Árnmúla og Miklubrautar á 50 km hraða og þar yfir og á götunni urðu mörg slys, sum þeirra banaslys.

Í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar var götunni loks breytt á róttækan hátt og stærstur hluti þessa kafla er með aflíðandi beygjum með hraðahindrunum, og umferðarljósum og gangbrautum þannig komið fyrir, að síðan breytingin varð að veruleika fyrir fimm árum hafa engin slys orðið.

Breytingin kostaði 30 milljónir þá sem samsvarar um það bil 50 milljónum nú. Til voru þeir sem fannst þetta alltof dýrt þótt í beinhörðum peningum sé hvert íslenskt mannslíf að meðaltali metið peningalega á minnst 300 milljónir króna. Er þá ekkert tillit tekið til þjáninga og sorgar.  

Það kemur fyrir að ökumenn böðlast þessa leið langt yfir hámarkshraða en þeir hinir sömu ættu að gæta að því, að ávinningurinn mælist aðeins í sekúndum á sama tíma og valdið er stórhættu með svona akstri. Ef þessi kafli er ekinn á 30 km hraða tekur tæplega 50 sekúndur að fara þessa leið, en sé farið í loftköstum yfir hraðahindranir á 50 km hraða tekur aksturinn um 20 sekúndum lengri tíma.

Á 40 km hraða græðast 15 sekúndur. Það er nú allt og sumt. Og er það þess virði?   


mbl.is Bílstjórar í Baughúsum til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Háaleitisbrautin er til mikillar fyrirmyndar og eiginlega ekkert annað en þægilegt að aka hana. Sama á við með Ægissíðu sem hefur verið breytt að hluta til, þ.e. frá Hofsvallagötu í suður. Þórsgata var nú aldrei hraðakstursgata að því er mig minnir, en þar er ekið mjög rólega eftir breytingarnar fyrir um 15 árum. Man í augnablikiu ekki eftir fleiri „breyttum“ götum.

Mestu skiptir að umferðin sé greið og öryggi gangandi og akandi tryggt. Tvöfaldar akgreinar hafa nú misst gildi sitt því meirihluti fólks dólar á vinstri akrein sem veldur því að þeir sem hraðar aka taka að stunda stórsvig. Þú hefur raunar bent á þetta, Ómar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.10.2012 kl. 00:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2006:

"Í skýrslunni voru færð rök fyrir því að kostnaður vegna umferðarslysa á Íslandi væri mun meiri en eldri kannanir höfðu leitt í ljós og að kostnaðurinn næmi um 11-15 milljörðum íslenskra króna árlega á verðlagi ársins 1995.

Á verðlagi ársins 2005
samsvarar þetta 21-29 milljörðum íslenskra króna árlega, ef núvirt er með hliðsjón af meðalvísitölu launa 1995 og 2005."

Kostnaður umferðarslysa eftir alvarleika

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 04:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband