Dökkur blettur á bloggheimum.

Búast má við að dómur yfir nigerískri konu sem dæmd var fyrir að falsa skilríki sín þegar hún kom til landsins verði mikill fengur fyrir bloggara einn sem bloggar ekki neitt annað en að Íslendingar, norrænir og hvítir menn séu æðri kynþátttur en aðrir jarðarbúar, bæði hvað snertir líkamsbyggingu og ekki síður hvað snerti andlega yfirburði og gáfur.

Ég sé að bloggari þessi er kominn langt upp fyrir aðra bloggara hvað snertir fjölda lesenda, svonefndar "vinsældir" en ekki þarf að fara nema einu sinni inn á bloggsíðu hans til að sjá að efni hennar er aðeins eitt dag eftir dag og mánuð eftir mánuð: Níð um aðrar þjóðir og kynstofna.

Ég rakti mig í fljótheitum aftur til júlí og af rúmum þrjátíu bloggpistlum mannsins fjallaði aðeins einn um annað málefni, og var þar um að ræða innhverfa frásögn frá lífsháttum hans sjálfs.

Hitler hélt því fram að aðrir kynþættir en hreinir aríar væru "óæðri" og aðeins til þess fallnir að vera vinnuafl fyrir þúsund ára ríki hinna miklu ofurmenna sem ríktu yfir jörðinni og svipaður söngur er kyrjaður hjá þessum bloggara, því slegið föstu að íbúar Asíu og Afríku  séu nánast fávitar og vitnað í vísindalegar kannanir sem sýni þetta. Samkvæmt þessu er forseti Bandaríkjamanna fjallheimskur og hættulegur.

Í framhaldinu er því haldið fram að á þessari öld verði Íslendingar orðnir að örlitlum minnihlutahópi í okkar landi en hinir heimsku og ófullkomnu blökkumenn orðnir af yfirstétt sem kúga muni sanna Íslendinga, sem verði 5-15% af þjóðinni.

Pistlar þessir skera sig úr í bloggheimum að tvennu leyti: Fyrir innihaldið og fyrir það að tróna langefst á toppi lista, sem ber yfirskriftina "vinsælast", en það orð er yfirleitt notað um það sem fólki hugnast best.  

Látum hið fyrrnefnda vera. Hitt er verra ef skoðanirnar sem þessi soraskrif túlka, njóta langmestra "vinsælda" á blog.is.

Nú kunna sumir að segja að ég sé að hygla þessum bloggara með því að benda á þetta. En ég held að hollt sé að við áttum okkur á því hvað miður fer í bloggheimum og í þjóðarsálinni.

Eftir að hafa farið í eitt skipti hratt yfir á fjórða tug bloggfærslna þessa manns, er séð, að hann mun halda áfram á sömu braut og því ástæðulaust að fletta upp bloggi hans daglega.

Ég reikna með að ég láti nægja í bili að tékka á honum einu sinni á þriggja mánaða fresti og sjá til.  


mbl.is Nígerísk kona með fölsuð skilríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Ómar, því miður þá eru skrif þessa „Bloggsóða ‟ honum til skammar, leit aðeins inná skrif hans í gær varðandi ættleiðinga og verð að segja eins og er, þetta hneykslaði mig. Held að slík skrif hafi ekki sést síðan 1935 -1945 hjá áróðurs og haturskrifum nasista. Merkilegt að Mbl.is skuli ekki sjá sóma sinn í að loka fyrir þessi skrif og fjarlægja. Skilst að fleirum en mér hugnist það.            

Kjartan (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 12:12

2 identicon

Mér heyrist að þessi bloggari sem þú talar um sé sá heimski, að reyna að leiða athyglina frá sjálfum sér.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 12:14

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Moggi virðist ekki sjá neitt athugavert við nefndan bloggara. Setja hann sjálfsagt bráðum í flaggskipaflokk sinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2012 kl. 12:21

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Útilokað er að þessi maður komist í efsta sæti „vinsælda“ á Moggablogginu. Fæstir hafa heyrt hans getið og hann bloggar almennt ekki með fréttum. Hann er ekki heldur það ritfær eða með svo brennheitt efni að ellefu þúsund manns lesi hann. Hér er einhver maðkur í mysunni og ástæða fyrir Moggabloggið að kanna málið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.10.2012 kl. 13:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 13:15

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að í sambandi við lög 233 a. sem Steini póstar - að mér finnst skrif umrædds bloggara vera kristaltært dæmi fyrir nefnd lög að taka á.

Ef lögin taka ekki á þessu - þá er þessi grein tilgangslaus, að mínu mati.

Almennt um bloggarnn, að þá,að mínu mati kann hann alveg að skrifa. þetta er yfirleitt skrifað hjá honum málfræðilega og setningaskipulag með ágætum.

Málið er að hann tekur allt sem getur stutt hans upplegg einhvernveginn. Vitnað í hina og þessa rannsóknina eða atburðinn o.s.frv.

Sú taktík er alþekkt í hatursáróðri td. gagnvart muslimum. Taka allt sem getur stutt það sjónarmið sem viðkomandi vill koma á framfæri eða í raun yfirleitt klæða einhverjar upplýsingar í þann búning sem hentar hatursáróðrinum o.s.frv. Eitthvað sem hann finnur á bandaríkskum öfgasíðum etc.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2012 kl. 13:25

7 identicon

Hvaða kauði er þetta? Það er nú alveg hægt að hrekkja svona kóna með orðlist, án þess að brjóta hegningarlög. Hlekkur?

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 14:29

8 identicon

Í eðli sínu eru Íslendingar engir rasistar. Alls ekki. En margir hafa aldrei kynnst útlendingum, eru kannski lítið spenntir fyrir því, vilja ekki leggja það á sig að þurfa að gera sig skiljanlega á erlendri tungu. Ekkert við það að athuga.

Þó má vel vera að “stórasta land í heimi” syndróminn einkenni suma, en ekki marga. Mér sýnist enginn flokkur vera með fordóma gegn útlendingun á sinni platform.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 15:12

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Veit það ekki. Umhugsunarverð pæling. Eru íslendingar meiri rasistar en gerist eg gengur?

Veit það ekki, en stundum held eg að það reyni bara ekkert á það. Vegna þess að svo fáir eru hér uppi sem eru frábrugðnir td. varðandi hörundslit. þetta er bara einhver einn og einn og þá aðallega íþrottamenn sem ílengjast hér. Innflytjendur eru mest frá Póllandi eða A-Evrópu.

Sko, td. ef maður fer til Kaupmannahafnar - þar eru bara heilu hverfin þar sem muslimar eða indverjar auk fólks frá Norður -Afríku eru mjög áberandi. Eg held að íslendingar myndu ekki þola slíkt. það væri bara tú much.

þ.a.l. ef maður ber saman Kaupmannahöfn og Reykjavík - þá er til staðar miklu meira frjálslyndi og umburðarlyndi í Kaupmannahöfn en Reykjavík. Að því leiti sko, að það reynir ekkert á þetta í Reykjavík.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2012 kl. 15:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 16:01

11 Smámynd: Jack Daniel's

Ómar. Ég held að vinsældirnar séu að mestu komnar til vegna þess að það hefur verið mikið hlekkjað inn á bloggið hjá honum af Facebook en þar hefur fólk almennt verið að ,,Tagga" hann til að gera grín að honum en ekki til að vera sammála honum enda er það algerlega kristaltært að þessi maður gengur ekki heill til skógar.

Jack Daniel's, 3.10.2012 kl. 16:50

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bloggari þessi hlýtur að vera Evrópumaður og vill sjálfsagt ganga í ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.10.2012 kl. 17:35

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evrópumaðurinn er ofurmenni, og allt er betra hjá honum.Er það ekki boðskapurinn sem dynur þjóðinni.Hver er þá andlega heibrigður.Sá sem flytur boðskapinn eða sá sem trúir honum.Nei við Evrópumannsáróðri ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.10.2012 kl. 17:44

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Pan and Pfeil (2004) count 87 distinct "peoples of Europe", of which 33 form the majority population in at least one sovereign state, while the remaining 54 constitute ethnic minorities."

Ethnic groups in Europe

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 17:58

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anders Behring Breivik er norskur ríkisborgari sem framdi fjöldamorð í Noregi.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 18:06

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nazismi,rasismi og dýrkun á Evrópumanninum hefur vaxið í Evrópu í réttu hlutfalli við stækkun ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.10.2012 kl. 18:11

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 18:17

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skrítið með þessa öfgaþjóðrembinga, að það sem þeir í raun segja beint eða óbeint er að snúa skuli aftur til eins og þetta var fyrir tíma byltinga í samgöngum og viðhorfum ýmiskonar. Snúa aftur til 1950 eða eitthvað. Þetta kemur td. vel fram hjá Breivik í hans manifesto. Hann málar eftirstríðsárin rósrauðum litum.

það væri nú kannski ráð að þessir peyjar töluðu við fólk sem upplifði þá tíma. það var svoleiðis langt í frá að lífið þá væri dans á rósum.

Allur þessi þjóðrembingur sem birtist í einu eða öðru formi td. hjá andstæðingum ESB - þetta er allt af sama meiði. Af þeim meiði að hvíti ,,kynstofn" sé öðrum æðri og alveg sér í lagi ,,kynstofn" hverrar þjóðar eftir atvikum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2012 kl. 18:21

19 identicon

Ómar/Lyga-Mundi, nú er nafni þinn Ragnarsson sennilega ánægður með þig. ESB andstæðingar eru kynþáttahatar og líklegir fjöldamorðingjr, eins og Breivik.

Ef þú værir ekki hreinræktaður fáviti, þá myndu aðrir en nafni þinn, vera ánægðir með þig.

Líklega er brottrekni blaðamaðurinn Steini Briem bærilega sáttur við þig.

Njótið kvöldsins, þið ofstækismenn.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 19:15

20 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hver er þessi bloggari sem svo mikið er rætt um hér? Samkvæmt ykkar lýsingum er um einhvern sjúkann mann að ræða. Það er lágmark að vísa til bloggs þessa manns, svo hægt sé að dæma skrif hans.

Hitt er svo annað mál að þetta er eina bloggið sem er tengt þessari frétt.

Gunnar Heiðarsson, 3.10.2012 kl. 19:47

21 identicon

Mér er sama hver þessi bloggari er

þakka bara fyrir að við erum ekki öll eins

Finnst satt að segja allt of mikið um skoðanakúgun

Að allir eigi að vera svo "góðir"

þó svo þessir "góðu" hiki ekki við að sparka í þann sem ekki er "góður"

Grímur (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 20:36

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar nú skáldskapinn í mörlenskum hægriöfgamönnum.

Halda því jafnvel fram að Sandgerðismóri sé með lengsta skökulinn í allri Evrópu.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 20:39

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bloggari þessi er reyndar á móti ESB vegna þess að það fóstri "hættulegustu öfgastefnu" allra tíma sem er fjölþjóðahyggja.

Ómar Ragnarsson, 3.10.2012 kl. 22:22

24 identicon

Á maður að giska á Hilmar?

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 11:28

25 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Öfgar leiða ekki til neins annars en siðleysis og afglapa. Auðvitað er ámælisvert að framvísa fölsuðum skilríkjum og fyrir það ber viðkomandi að sæta refsningu. En á það ekki að vera nóg? Þessi öfgamaður í blogginu byggir vinsældir sínar á ómerkilegu lýðskrumi sem því miður alltaf margir virðast vera hrifnir af. Líkingin við Hitler og nóta hans á því vel við.

Því miður hafa þessir skammsýnu huglitlu karlar of mikil áhrif.

Góðar stundir, - en án öfga!

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2012 kl. 12:16

26 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég hef átt mikil samskipti við þennan einstakling undanfarið, bæði á hans bloggi og annarra, og það er mín einlæga skoðun að þessi maður þarf á aðstoð að halda.

Það er mín sannfæring að blogg hans trónir ekki á toppi vinsældarlista blog.is vegna einstaklinga sem sammælast honum, heldur vegna þess að ég sem og aðrir vöktum athygli á skrifum hans. Hann er sannfærður um að það standi á bakvið hann "þögull meirihluti", en ég held að hið gagnstæða hafi sannað sig í umræðum undanfarinna daga.

Honum hefur margsinnis verið bent á að skrif hans eru brot á bæði hegningarlögum sem og stjórnarskrá Íslands, en hann hefur ekki gefið mikið fyrir það. Hann trúir því kannski að hann sé að vara við einhverju sem við hinir, eða meðvirknisjúklingarnir eins og hann kallar það, sjáum ekki.

Ég tel að það sé fyllilega rétt að benda á svona, við búum í litlu þjóðfélagi sem auðveldlega gæti talist til fjölmenningar. Og því lítið pláss ef eitthvað fyrir fordóma af þessu tagi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 4.10.2012 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband