4.10.2012 | 15:43
Eru þær fullyrðingar "fráleitar" sem felast í öllum forsetagreinunum?
1849 tók gildi dönsk stjórnarskrá sem gilti fyrir Danaveldi, þar með talið Ísland, með hátt í tvo tugi greina, sem fjölluðu um að konungur gerði þetta og hitt og hefði þessi og hin völdin, þótt jafnframt væri sagt að hann léti ráðherra fara með vald sitt.
Þessar greinar voru settar fram á þennan hátt til að blíðka dönsku konungsfjölskylduna og fá hana til að sætta sig við að raun hafði konungurinn afsalað sér einveldinu sem hann hafði haft fram að því.
1851 stóð til að íslenskt stórnlagaþing, sem sérstaklega var kosið til, svonefndur Þjóðfundur, semdi stjórnarskrá fyrir Ísland. Trampe greifi sleit því starfi í umboði hins danska valds.
1874 afhenti Danakonungur sem sendimaður hins danska valds Íslendingum stjórnarskrá, sem var samin í Danmörku og engu líkara en að "syfjaður embættismaður í kansellíinu hefði gert það" eins og Jón Sigurðsson komst að orði, og í henni voru enn greinarnar um konunginn.
1904, 1918 og 1944 var stjórnarskrá þessari breytt eins lítið og hægt var til að heimastjórn, fullveldi og síðast lýöveldi rúmuðust innan hennar. 1944 voru enn í stjórnarskránni greinarnar um konunginn á sínum stað, en stað konungs settur inn forseti og eru í gildi enn þann dag í dag.
Ofangreint eru ekki "fráleitar fullyrðingar, misskilningur, einfaldanir og rangfærslur" eins og Birgir Hermannsosn heldur fram heldur viðurkenndar staðreyndir sem blasa við hverjum þeim sem les núgildandi stjórnarskrá og ber hana saman við fyrri stjórnarskrár, sem hafa verið í gildi á Íslandi.
Fráleitar fullyrðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904.
Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:
"15. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti [Íslands] skipi ráðherra verður að skoða í ljósi þingræðisreglunnar.
Því er það Alþingi sem ræður því í raun hverjir verði skipaðir ráðherra, þótt formlegt skipunarvald sé hjá forsetanum.
Skipun eins ráðherra í ríkisstjórn fer eftir tillögu forsætisráðherra.
Við myndun nýrrar ríkisstjórnar ber forseta að kanna vilja Alþingis áður en ákvörðun er tekin um skipun ráðherra."
Alþingismenn ráða því svo sjálfir hversu mikið tillit þeir taka til vinnu Stjórnlagaráðs og Alþingi hefur verið kosið af íslensku þjóðinni.
Frumvarp Stjórnlagaráðs
"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Þorsteinn Briem, 4.10.2012 kl. 17:46
þegar það stóð konungur áður í Stjórnarskrá landsins - þa hefur það sennilega átt við Sjallakónginn og þssvegna al-íslenskt að uppruna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2012 kl. 19:36
Þessi grein ætti að vera með smá viðbætir "48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína (og stjórnarskránni sem þeir sóru eið að). og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."
Þetta á að vera algjört meginatriði en þeir allir hafa hunsað stjórarskránna.
Valdimar Samúelsson, 4.10.2012 kl. 21:51
Það er margt rétt í þessu hjá Ómari. Stjórnlagaráð strikaði mikið út af "konungsfærslunum" í tillögugerð sinni og svipti þar með forsetann hlutverki sínu í framkvæmdavaldinu. Þó stendur enn í annarri grein frumvarpsins að forsetinn sé hluti af framkvæmdavaldinu. Stjórnlagaráð felldi út úr annarri grein það ákvæði að forsetinn værfi hluti af löggjafarvaldinu. Að öðru leyti hélt það eftir öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár um að forsetinn væri hluti af löggjafarvaldinu. Voru stjórnlagaráðsmenn undir áhrifum vímuefna þegar þeir sátu á rökstólum eða voru þeir einfaldlega ekki starfi sínu vaxnir?
Sigurbjörn Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 11:39
Málið er þetta. ,,Konungsgreinar" stjórnarskrár hafa verið frá árinu sirka 1900 algjörar proxy greinar. Ómar segir að greinarnar hafi haldið sér þannig í dönsk/íslensku skránni ,,til að hafa konung góðann".
En það er líka meira í því. Menn vildu líka halda forminu uppá hefðina og söguna. Menn vildu tengja það gamla og nýja.
De faktó hefur konungur engu ráðið síðan sirka 1900. þetta kom afar vel fram í þingrofinu 1931. þá stafaði Kristján konungur fram fyrir íslendinga hvað konungsgreinar merktu. Að þær væru proxy og Ráherrans væri valdið.
Ok. síðan heldur þetta sér þegar íslendingar hentu upp skránni 1944 þegar þeir Sjallar hlupu uppí kjöltu Bandaríkjamanna og fengu þar bei að naga. Kemur bara forseti í staðinn.
það er af og frá, af og frá, að tilgangur manna hafi verið á þeim tíma að forseti hefði í raun þau völd sem mætti lesa úr einstökum greinum. Af og frá. Sögufölsun að halda því fram. Og ef einhver forseti færi að beita því núna á þann hátt eins og hann hefði slík völd - það héti bara valdarán og ekkert annað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.10.2012 kl. 12:47
Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra 6. febrúar 2004 - Aldarafmæli þingræðis á Íslandi:
"Þingræðið er ekki varið beinum ákvæðum í stjórnarskrá og hefur aldrei verið.
Á hinn bóginn er óumdeilt að sú hefur alltaf verið ætlan manna að hér ríkti þingræði, – eins og aðdragandinn að heimastjórninni og skipun fyrsta ráðherrans ber með sér, – og víst er að þeir stjórnarhættir hafa fyrir löngu öðlast venjuhelgaðan sess, sem í raun skapa þeim stjórnarskrárvarða stöðu."
Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 13:48
Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:
"Reglur um störf forseta [Íslands] sem handhafa framkvæmdarvalds verður að skoða í ljósi annarra ákvæða stjórnarskrárinnar um það hvernig meðferð valdsins er háttað.
Þessi ákvæði hafa áhrif á inntak 2. gr. og leggja grunninn að þeim skilningi að völd forseta sem handhafa framkvæmdarvalds séu formlegs eðlis.
Samkvæmt 13. gr. stjórnarskrárinnar skal forsetinn láta ráðherra framkvæma vald sitt og í 19. gr. kemur fram að undirskrift forseta veiti stjórnarathöfnum gildi þegar ráðherra ritar undir þau með honum.
Sem áður segir er forsetinn ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum en hins vegar bera ráðherrar ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum samkvæmt 14 gr. og er ráðherraábyrgð ákveðin með lögum.
Þegar ákvæði stjórnarskrárinnar eru skoðuð í þessu samhengi er ljóst að raunverulegt vald til þessara athafna er að öllu leyti í höndum ráðherra og að sama skapi bera þeir ábyrgð á þeim."
(Um lög og rétt, 2. útg. 2009, bls. 44.)
Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.