Þarf svo lítið til að breyta svo miklu.

Tölurnar um örlög barna meðal fátækasta fólksins í þriðja heiminum eru svakalegar. Dánartíðnin er ekki aðeins vegna hungurs og skorts á vatni heldur er skelfilegt hve mörg börn og unglingar deyja úr alnæmi.

Eftir þrjár ferðir víða um Eþíópíu og um Mósambík verður maður ekki samur. Á einum staðnum var ég með í því að afhenda fólki í afar afskekktu þorpi í El-kere héraði lítið tæki, sem malar korn, sem Akureyringar gáfu, og þetta tæki olli lífskjarabyltingu í þorpinu, þótt eftir sem áður ríkti þar örbirgð.

Í bænum El-Kere blöstu við grafir barna sem ég hafði hitt rúmum tveimur árum fyrn og sögðu sína sögu.

Þannig mætti lengi telja, en hjá Rauða krossinum í morgun mátti sjá körfu með mat, sem nægir afrískri fjölskyldu í heila viku.

Það þarf svo lítið til að breyta svo miklu og árangurinn af því að ganga til góðs er eftir því.


mbl.is 1 af hverjum 8 ná ekki 5 ára aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband