Ekki í fyrsta sinn sem svona aðgerð blandast inn í kosningar.

Osama Bin Laden var morðóður glæpamaður og því nauðsynlegt að hann yrði láta bera ábyrgð á voðaverkunum, sem hann stóð fyrir.

Samt finnst mér það dapurlegt þegar kosning valdamesta manns heims ræðst af hernaðaraðgerð á borð við þá  sem fólst í drápi Osama Bin Ladens.

Auðvitað er það engin tilviljun að hasarmynd um þetta dráp verði sýnt tveimur dögum fyrir kosningar og það eitt myndi gera mér erfiðara að kjósa Obama væri ég Bandaríkjamaður, jafnvel þótt ég telji hann mun betri kost en Mitt Romney.

Jimmy Carter var óheppinn og tapaði í kosningum fyrir bragðið. Hann gaf grænt ljós á glæfralega aðgerð til þess að bjarga bandarískum gíslum í Íran, sem mistókst hrapallega.

Komið hafa fram gögn sem benda til þess að Íranir hafi launað Carter lambið gráa með því að stuðla að kjöri Reagans á þann hátt að láta gíslana ekki lausa fyrr en eftir kosningar.

Það er gömul aðferð æðstu ráðamanna að hanna aburðarrásum þannig, að þær þjappi þjóðum þeirra saman gegn utanaðkomandi óvinum og fylki sér á bak við ráðamanninn.

Mér hefur aldrei fundist slíkt stórmannlegt, sama hver í hlut á.


mbl.is Sýna dráp Bin Ladens fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandaríkin eru herþjóð og stríðsmenn. Því miður er þessi þjóð búinn að valda dauða saklausra borgara sem er ekki fyndið. Obama er djöfull í mannsmynd. Er hann Antikristur sem bíblían segir að muni koma fram. Held ekki en það er stutt í hann.

Bjarni Hjartarson (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 08:07

2 identicon

Ross Perot stóð á bakvið ákveðna björgunaraðgerð frá Íran, og sú tókst alveg. En ekki var honum launað fyrir það þegar hann var í forsetaframboði.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 08:30

3 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 11:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf ekki bandaríkjamenn til að "hanna atburðarrás" það hefur verið gert hér margoft af stjórnvöldum þegar þeim finnst henta þeirra málflutningi og þar er enginn undanskilin og því miður hoppa bæði fjölmiðlar og almenningur á þann vagninn og láta endalaust plata sig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2012 kl. 12:19

5 identicon

Þetta er stjórnmálafræði andskotans!
Með sama hætti er hægt að færa líkur að því að
stórsigur Ólafs Ragnars í forsetakosningunum
hafi verið tilkominn vegna sekúndubrots er munaði
á norður- og suðurfalli við Geirfuglasker.

Ólafur, Reagan og Obama hafa allir persónutöfra
sem ekkert fær staðist.

Og eftir 50 ár og einn milljarð í stjórnmálaskýringar og rannsóknir
þá kæmi í ljós að sekúndubrotið var ekki rétt útreiknað!

Húsari. (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 12:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í forsetakosningunum 30. júní síðastliðinn fékk Ólafur Ragnar Grímsson 52,78% atkvæða eða 35,68% sem voru á kjörskrá.

Forseti Íslands er valdalaus að öðru leyti en því að hann getur vísað lagafrumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Forseti Bandaríkjanna hefur hins vegar gríðarlega mikil völd.

Þorsteinn Briem, 6.10.2012 kl. 14:57

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stærstir í hergagnabraski eru BNA um þessar mundir. Satt best að segja er skelfilegt hvernig þeir hyggjast byggja upp „vopnaðan frið“ í Austurlöndum nær. Þjóðir hallar undir BNA eru núna „gráar fyrir vopnum“ og það sér hver heilvita maður að lítið má út af bera að fari úr böndum, kannski af litlu sem engu tilefni. Þannig varð fyrri heimsstyrjöldin og reyndar sú seinni einnig að óstöðvandi hernaðaraðgerð sem tók ár að stoppa af með hrikalegum afleiðingum.

Friður kemst aldrei á með vopnabraski eingöngu.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.10.2012 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband