9.10.2012 | 18:48
Er lægsta orkuverð í heimi ekki nóg ?
Ég sé í bloggpistli að fyrrverandi ráðherra að hann hafi í samskiptum við Kínverja í orkugeiranum verið fræddur um það að sem orkuseljendur byðu Íslendingar lægsta verð allra þjóða.
En það virðist ekki vera nóg ef marka má kveinstafi álframleiðendanna vegna skattheimtu á stóriðju.
Sérkennileg röksemd fyrir skatti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er náttúrulega gert í von um að kaupendur komi hingað að fjárfesta og við það skapast tekjur náttúrulega og störf...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.10.2012 kl. 23:34
"Tekjurnar og störfin", stóriðjan, gefur meira en helmingi minni virðisauka af sér inn í þjóðfélagið en samsvarandi umfang í sjávarútvegi eða ferðaþjónustu.
Forstjóri Landsvirkjunar hefur upplýst að arðurinn af þeirri tröllaframkvæmd sé ekki viðunandi.
Við erum á svipuðu stigi og vanþróaðar þjóðir í þriðja heiminum sem við keppum við um orkukaupendur. Þær láta arðræna sig með því að sætta sig við lægsta þrep af "tekjum og störfum."
Og til þess að skapa þessar tekjur og störf stundum við rányrkju á jarðvarmanum og ætlum í hverri slíkri virkjun að klára alla orkuna á 30-50 árum með gríðarlegum óafturkræfum náttúruspjöllum.
Við ætlum að láta þá standa uppi síðar á þessari öld með ónýtt land á allan hátt.
Ómar Ragnarsson, 10.10.2012 kl. 10:27
Álkórinn á sér marga meðlimi.
Nú kemur í ljós að Alkóa græðir á tá og fingri. Er það ekki m.a. vegna þess að þeir eru með ófullnægjandi hreinsibúnað, kannski handónýtan. Þessu álveri var hlíft við vothreinsibúnaði sem talinn er vera mun betri en þurrhreinsibúnaðurinn. Allt í samræmi við kæruleysislega stefnu þáverandi yfirvalda gagnvart mengandi starfsemi.
Kannski hóta verði afturköllun starfsleyfis verði ekki bætt úr innan ákveðins tíma.
Kv.
Guðjón Sigþór Jensson, 10.10.2012 kl. 12:32
Það var fyrirsjáanlegt að Alcoa myndi græða á tá á fingri og borga álverið upp á innan við áratug á sama tíma og Landsvirkjun verður í skuldafjötrum í áratugi.
Reikningsglöggir menn hafa giskað á að árlegur gróði Alcoa sé varla minni en 30 milljarðar á ári, - peningar sem fara allir úr landi.
Ómar Ragnarsson, 10.10.2012 kl. 22:49
Skyldu einhverjir pólitíkusar njóta góðs af? Nógu áhugasamir voru þeir að fá allt svínaríið.
Víðast hvar erlendis hygla stórgróðamenn þeim stjórnmálamönnum sem sýnt hafa einstakan skilning á hagsmunum....
Guðjón Sigþór Jensson, 10.10.2012 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.