9.10.2012 | 19:28
Svipuð umræða og upp úr 1950.
Ég man vel umræðuna upp úr 1950 þess efnis að kaupmáttur væri minni en fyrir nokkrum árum og þess krafist að hann væri meiri en þegar hann náði hámarki 1945.
En það að kaupmátturinn væri lægri var engin frétt, því að kaupmátturinn 1945 var fenginn með því eyða á aðeins tveimur árum miklum stríðsgróða í mestu neyslu og fjárfestingar í sögu þjóðarinnar fram að því, á sama tíma og samdráttarskeið í kjölfar stríðsins gekk yfir alla heimsbyggðina, líkt og nú gerðist í Hruninu.
Á sama hátt er það engin frétt nú að kaupmáttur sé minni en fyrir Hrun, - annað var óhjákvæmilegt eftir allt neyslu-, lána-, og fjárfestingafylleríið.
Á hitt þarf að líta, að hinar miklu skuldir heimilanna eru ekki teknar með í kaupmáttartölurnar, og því er ekki hægt að segja að "hagur heimilanna hafi vænkast" eins og ég heyrði sagt á ljósvakanum nú rétt áðan.
1945 var nefnilega ekki í gangi hið yfirgengilega lánafyllerí sem var í aðdraganda Hrunsins.
Kaupmáttur er minni en fyrir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frá ágúst 2007 til ágúst 2012 lækkaði vísitala kaupmáttar launa hér á Íslandi um 6,3%, úr 119,8 í 112,2.
En á sama tíma hækkaði hér vísitala neysluverðs til verðtryggingar um 46,6%, úr 273 í 400,1.
"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi.
Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 að nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."
Þorsteinn Briem, 9.10.2012 kl. 20:31
Frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hækkað um 9,23%.
En á sama tíma hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni hækkað um 111,75%.
Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.
Þorsteinn Briem, 9.10.2012 kl. 20:47
það sem er merkilegt og fréttnæmt er að kaupmáttur skuli vera þó þetta núna.
það að hann sé lærri en þegar allt var keyrt áfram af lánabólu er hvergi fréttnæmt nema þá hjá Mogga og Sjálfstæðisflokknum.
Bjarni Ben var nú að spurja Steingrím Sigfússon að því á Alþingi á dögunum, hvernig stæði eiginlega á því að gömlu bankarnir hefðu ekki átt fyrir skuldum sínum! þá átti Steingrímur að skýra það út fyrir honum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.10.2012 kl. 20:50
Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna í árslok 2008, sem er andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.
Og í árslok 2007 voru skuldirnar 15.685 milljarðar króna.
20.8.2009:
"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008] en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."
"Þannig er þetta hlutfall að meðaltali 134% í Bandaríkjunum, 180% á Írlandi og 140% á Spáni."
Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila
Þorsteinn Briem, 9.10.2012 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.