Vigdís stígur fram.

Nú er farin í loftið vefsíða á vef Framtíðarlandsins um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október.

Ég vek athygli á því, að á síðunni stígur frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fram og flytur örstutt hnitmiðað ávarp. Það sætir tíðindum þegar Vigdís stígur fram á þennan hátt og ég hvet fólk til að fara inn á vefsíðuna og sjá og heyra Vigdísi lýsa sinni skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar; jafnan !

Ævarandi skömm; Vigdísar Finnbogadóttur mun uppi verða, þegar við minnumst sviksemi hennar gagnvart okkur landsmönnum; Veturinn 1992 - 1993, þegar hún hafnaði beiðni fjölda okkar, um sjálfsagða þjóðaratkvæðagreiðsluna, um EES gjörningana, hverjir; m.a., leiddu til þess sem varð hér, Haustið 2008, ágæti drengur.

Þannig að; þú getur alveg sparað þér hrósyrðin, í garð þessarrar ómerku kerlingar, algjörlega, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum; samt, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 13:36

2 identicon

Sæll Ómar.

Við hjónin ætlum nú að skrá okkur af lista hjá Framtíðarlandinu eftir að hafa fengið áróðursbréf þeirra í morgun. Það er ekki viðeigandi að samtökin séu að lobbya fyrir pólitískum breytingum sem að mestu leyti snúa að öðru en náttúruvernd.

Dagga (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 13:48

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ekki fæ ég fyrir hjartað þó Vigdís Fimmbogadóttir sé að kvaka og það væri tímabært að hún hætti þessu gorti hér og þar þjóðin var ekki öll hrifin af henni og hefur álit á henni farið mjög minnkandi og Pólitíksafstaða hennar er ekki þjóðinni til framdráttar..

Vilhjálmur Stefánsson, 10.10.2012 kl. 14:25

4 identicon

Þessu þrennu viðbrögð hér að ofan eru lýsandi fyrir andstæðinga stjórnarskrárbreytinga. Málflutningur byggist mikið á stóryrðum og rangfærslum og stutt virðist í heift.

Er ekki vænlegra að ræða málin á yfirvegað hátt, hefja sig yfir argaþras á flokkslínum og velta því upp hvað kemur börnum og barnabörbum best þegar okkar nýtur ekki lengur.

Hér gildir að horfa til framtíðar en ekki að velta því upp hver sagði hvað og hvenar það var.

Úr greinagerð með þingsályktunartillögu um endurskoðun stjórnarskrár 1944:

[H]efur greinilega komið í ljós nú í umræðum þeim, sem fram hafa farið á Alþingi, í blöðum og víðar í tilefni þjóðaratkvæðagreiðslunni um lýðveldisstjórnarskrána, að brýn nauðsyn er til þess, að hinni almennu endurskoðun verði hraðað og til hennar vandað. Þjóðin virðist á einu máli um það, að stjórnskipunarlög þau, sem við nú búum við, séu á margan hátt svo gölluð og úrelt, að ekki verði við lengur unað. […] Má fullyrða að ekkert hefi hindrað almenning í að láta í ljós óánægju sína með stjórnarskrána við atkvæðagreiðsluna í s.l. mánuði annað en sú óhjákvæmilega nauðsyn, að þjóðin sýndi samhug sinn um stofnun lýðveldisins, en léti ekki óánægja með einstök atriði stjórnarskrárinnar sem ekkert stóðu í sambandi við við sjálfa lýðveldisstofnunina, verða til þess að tvístra þjóðinni. (Alþ.tíð. 1944, A. B.l.s 312-313.) [Gunnar Helgi Kristinsson. 2007. Íslenska stjórnkerfið. Útg. HÍ]

Gunnar helgi segir jafnframt í bók sinni [Íslenska stjórnkerfið b.l.s. 147]

Í samanburði Gunnars Helga Kristinssonar (1994) á íslensku stjórnarskránni frá 1991 og eldri dönskum stjórnarskrám kom í ljós að ríflega helmingur greina íslensku stjórnarskrárinnar var þýddur og staðfærður, ríflega þriðjungur merkjanlega skyldur, og einungis 13% greinanna ólíkar eða óskyldar greinum dönskum stjórnarskránna.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 15:06

5 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Sigurður Sunnanvindur !

Lítt ferst þér; nafnlausum manninum - að senda okkur tóninn; fólkinu, sem ÞORIR að benda á staðreyndir mála, og erum ekki haldin einhverri yfirskilvitlegri glýju, fyrir fólki eins og snobb- og einka hagsmunakerlingunni Vigdísi Finnbogadóttur, til dæmis.

Ykkur þýlindu; svíður eflaust SANNLEIKURINN, þegar hann er borinn fram, þó á kaldranalegan hátt þurfi að vera, að vísu.

Með; hinum sömu kveðjum á ný - þrátt fyrir ómerkt orðagjálfur Sunnanvinds /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 15:22

6 identicon

yfirskilvitlegri glýju,

snobb- og einka hagsmunakerlingunni,

Ykkur þýlindu svíður,

ómerkt orðagjálfur Sunnanvinds,

Ævarandi skömm,

þessarrar ómerku kerlingar,

Þetta eru orð Óskars Helga Helgasonar.

-Sunnanvindurinn er samt sem áður jafn þýður og endranær og hlakkar til að fá að láta ljós sitt skína í kjörklefanum

Góðar stundir.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 15:31

7 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Sigurður Sunnanvindur !

Njóttu; kjörstaðar heimsóknar þinnar til fullnustu aldeilis, mér, að meinalausu, ágæti drengur - þó hvergi muni ég fara, enda sé ég við vélráðum Jóhönnu og Steingríms, í hvívetna.

Og til hvers; svo sem ? Einungis; 6 liðir fram settir - og ráðgefandi, ekki bindandi atkvæðagreiðsla, aukinheldur.

Hinar sömu kveðjur; sem seinustu /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 18:10

8 identicon

Óskar Helgi,

Hefur þú eitthvað málefnalegt fram að færa?

Einar (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband