Hrunfóðrið steypu klætt.

Fylleríð sem stór hluti þjóðarinnar stóð fyrir í aðdraganda Hrunsins var ekki aðeins lána-, neyslu-, áhættu- og fjárfestingafyllerí, heldur einnig orkufyllerí.

Í viðbót við stærstu framkvæmd Íslandssögunnar á Austurlandi voru öll loforð um að auka ekki þensluna annars staðar þverbrotin.

REI-klúðrið svonefnda var útnefnt stærsta klúður ársins 2007 og var þó aðeins angi af brjálæðinu sem rann á þá sem þar réðu ferðinni.

Mörg dæmi eru nefnd í skýrslu nefndar um hana varðandi fjárfestingar og kaup hennar út um allar koppagrundir en ég vil bæta einni við: Orkuveitan lagði fé og fyrirhöfn í stofnun félags um virkjun Skjálfandafljóts með tilheyrandi uppþurrkun Aldeyjarfoss og fleiri fossa auk þess að drekkja á þar 25 kílómetra löngum að miklu leyti grónum dal, sem skerst eins og vin inn í hálendið.

Orkuveitan fór líka af stað til þess að undirbúa það að fara hamförum um Kerlingafjöll og nágrenni þeirra.

Ég hef áður birt myndir og frásagnir af þeim áformum varðand Skjálfandafljót, sem enn hafa ekki verið slegin af.

OR var stór þátttakandi í því að fóðra Hrunið, og í stað þess að segja að hún hafi að nokkru leyti verið Hrunfóðrið holdi klætt, má með tilvísun í monthúsið uppi í Árbæ orða það þannig að hún hafi verið Hrunfóðrið steypu klætt.   


mbl.is Fjárfesting stóð ekki undir vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er málið Ómar Ragnarsson?

Neytendur borga brúsann og rölta síðan á kjörstað og kjósa sjallabjálfana aftur og aftur, trekk í trekk.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 21:50

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þessir bjálfar sem þú, sem hálft í hvoru kemur fram undir nafni, voru í minnihluta stjórnar orkuveitunnar árið 2002, 2003, 2004 þar sem þetta var samþykkt:

Tillaga.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir, með vísan til raforkulaga nr.

65/2003, laga um þjóðlendur nr. 58/1998 og laga nr. 57/1998 um rannsóknir

og nýtingu á auðlindum í jörðu, að sækja um rannsóknaleyfi og fyrirheit um

forgang að nýtingarleyfi vegna vatnsaflsvirkjunar í Skjálfandafljóti.

Forstjóra er falið að ganga frá formlegri umsókn til iðnaðarráðuneytis.

Annars er sagan svona, til upprifjunar fyrir þá sem vilja ekki muna:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir19942003Reykjavíkurlistinn
Þórólfur Árnason20032004Reykjavíkurlistinn
Steinunn Valdís Óskarsdóttir20042006Reykjavíkurlistinn
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson20062007Sjálfstæðisflokkurinn
Dagur B. Eggertsson20072008Samfylkingin
Ólafur F. Magnússon20082008F-listinn
Hanna Birna Kristjánsdóttir20082010Sjálfstæðisflokkurinn
Jón Gnarr2010 Besti flokkurinn

Fyrsti stafurinn í nefni þess sem setti OR á hausinn er Alfreð Þorsteinsson, það verður ekki tekið af honum, hvorki með köldum né heitum töngum.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.10.2012 kl. 22:14

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þarf ekkert að hressa upp á minni mitt varðandi það að þrjár konur tóku það að sér fyrir Davíð og Halldór að standa að mesta umhverfishervirki allra tíma:

Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ómar Ragnarsson, 11.10.2012 kl. 00:28

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ómar minn vinur þessir sem voru á fjarfesstingarfyllíi voru margir,þar á meðal þú sjalfur,þú sagðir einu sinni í mín eyru að éf ég hefði drukið vín væri ég eflaust ALKI !!! En öfganara eru alstaða þvi miðu bæði í umkverfiniu og öðru/Kær kveðja til ykkar!!!

Haraldur Haraldsson, 11.10.2012 kl. 00:37

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þarf ekkert að hressa upp á minni mitt varðandi það að þrjár konur tóku það að sér fyrir Davíð og Halldór að standa að mesta umhverfishervirki allra tíma:

Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Í nafnalistanum þínum, Sindri Karl, er Ólafi F. Magnússyni ofaukið. Á stuttri borgarstjóratíð sinni tókst honum að stöðva Bitruvirkjun og gerði ævinlega það, sem í hans valdi stóð til að andæfa, en um leið og Framsóknarmenn voru aftur komir í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, fóru þeir í virkjanafarið.

Ómar Ragnarsson, 11.10.2012 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband