Kjördæmavarið landskjör

Um nokkurt skeið hefur því verið haldið fram að í tillögu stjórlagaráðs um nýja stjórnarskrá felist að svo geti farið að einstakir landshlutar eða kjördæmi geti orðið án þingmanna.

Þetta er ekki rétt.

Í frumvarpinu er heimilt að úthluta allt að 30 bundnum þingsætum til einstakra kjördæma. Þessi kjördæmi geta orðið allt að átta, eða tveimur fleiri en nú er. Það er leyft til að koma til móts við óskir um að bæta tengsl þingmanna og kjósenda sem hafa verið erfið í stórum kjördæmum. Atkvæði að baki bundnum þingsætum skulu ekki vera færri en meðaltalið að baki hverju þingsæti á landinu öllu.

Þetta er kjördæmavarið landskjör til að tryggja að hlutur einstakra kjördæma verði ekki fyrir borð borinn.

Því er haldið fram að nýja stjórnarskráin opni möguleika á að Alþingi ákveði að landið verði eitt kjördæmi. En þessi möguleiki er líka fyrir hendi samkvæmt núverandi stjórnarskrá. Meirihluti Alþingis getur hvenær sem er lagt fram frumvarp þessa efnis samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Ólíklegt er að Alþingi fari að fækka kjördæmum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hvernig væri að taka upp tvær deildir? efri og neðrideild eða öllu heldur landskjörna, Ísland eitt kjördæmi og hin deildin kosin af sveitastjórnarstiginu  og hefði neitunarvald þegar stefnt er á tvö stjórnsýslu stig þá þurfa bæði að hafa áhrif á lagasetningar það myndi gera það að verkum að öll lög yrðu vandaðri en nú er þar sem þingið valtar ítrekað yfir sveitarstjórnarstigið færir þeim verkefni sammþykkir tilskipanir ESB án þess að tekjur fylgi með.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 15.10.2012 kl. 14:08

2 identicon

Maður óttast að það sé full mikil eftirlátssemi við nátttröllið úr Reykjadalnum að halda í kjördæmaskiptingu. Alltof mikil hætta á því að það leiði til - jú - kjördæmapots. Landið á að vera eitt kjördæmi og einnig er algjörlega nóg fyrir 300 þús. hræður að hafa eitt stjórnsýslustig. Nota svo þjóðaratkvæði í miklu ríkara mæli hvað varðar ákvarðanatöku um mikilsverð mál.

E (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 16:03

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að í stað eins lítils ákvæðis í núverandi stjórnarskrá um sveitarstjórnir, er ítarlegur kafli í þeirri nýju til styrkingar þeim, þar sem meðal annars er svonefnd nálægðarregla.

Í nágrannalöndunum eins og Svíþjóð fara 70% opinberra útgjalda í gegnum sveitarstjórnarstigið en 30% í gegnum ríkissjóð.

Hér er þetta öfugt.

Ómar Ragnarsson, 15.10.2012 kl. 20:09

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í næstu Alþingiskosningum hlýtur það að verða eitt af aðalkosningamálum í Landsbyggðakjördæmunum þremur, sem ná yfir 98% af landsvæði Íslands.hvort fólk þar vilji verða svipt sjálfsforræði með því að fækka þingmönnum þar og færa í raun allt ákvörðunartökuvald yfir Landsbyggðinni til R.Víkur.Kjördæmapot höfuðborgarsvæðisins á umliðnum áratugum, sem fellst í því meðal annars að nú eigi allt Landsbyggðafólk að fara á sjúkrahús í R.Vík, er stöðugt og jafnt, og fer fram í því að allri ákvarðanatöku hjá ríkinu er stjórnað af embættismönnum ríkisins sem eru þar staðsettir.Í sjálfu sér gæti Landsbyggðin hæglega sett höfuðborgarsvæðið af og kosið sér nýja höfuðborg og yrðu þá kjördæmapotarar höfuðborgarsvæðisins að sjá um sig sjálfir.Hætt er við að lítið verði í gjaldeyrisbuddu höfuðborgarsvæðisins þá.Íbúar Landsbyggðarinnar eru fleiri nú en þegar Ísland varð sjálfstætt ríki.Það sem kjósa á um á laugardaginn er atlaga að Landsbyggðinni og landinu öllu og veitir öfgafólki í í því sem kallað er umhverfisvernd skotleyfi á nýtingu náttúruauðlinda.Vonandi bera sem flestir íslendingar gæfu til að mæta á kjörstað og hafna þessu rugli Samfylkingarinnar svo hægt sé að hafa frið í landinu og þá ekki síst milli Landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis.

Sigurgeir Jónsson, 15.10.2012 kl. 20:09

5 identicon

Sigurgeir, þér yfirsést eitt mikilvægt atriði. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu. Viltu sem sagt gera 9 af hverjum tíu íslendingum áhrifalausa um ráðstöfun á landinu öllu, sem og auðlindum þess? Er ekki kominn tími til að þessi örfáu prósent sem híma á hinum ýmsum fjörðum og skúmaskotum landsbyggðarinnar fari allavega að borga sjálf það sem kostar að hafa þau þarna, öllum til óþurftar?

E (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 20:54

6 identicon

Girðum þá bara af við litlu kaffistofuna og stofnum hið nýja lýðveldi Ísland. En hætt er við að hírelsið vari ekki lengdi með þau útflutningsverðmæti pr mann sem verða þarna til.
Það má svo gera verslunarsamning við Reykjavík....

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 07:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningstekjur eru ekkert síður skapaðar á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi en á landsbyggðinni.

Reykjanesskaginn, Landnám Ingólfs Arnarsonar, er einungis 1% af Íslandi og telst nú varla til landsbyggðarinnar, enda er Keflavíkurflugvöllur langstærsti millilandaflugvöllur okkar Íslendinga.

Og það væri nú harla einkennilegt ef menn héldu því fram að litlar eða engar útflutningstekjur séu skapaðar í París, höfuðborg Frakklands, mestu ferðamannaborg heimsins með öllum sínum kaffihúsum.

Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.

Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu
og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.

Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,2% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,6% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):

Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994-2009


Árið 2009 voru 62% af heildarfjölda hótelrúma hérlendis frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar en þá bjuggu þar 63% landsmanna.

Fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands er Hallgrímskirkja í Reykjavík og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í Landnámi Ingólfs eru til að mynda Bláa lónið og Þingvellir.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali.

Þeir gista langflestir á höfuðborgarsvæðinu og kaupa þar á ári hverju vörur og þjónustu fyrir marga milljarða króna, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík.

Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Og
bestu fiskimið okkar Íslendinga eru í Faxaflóa.

Við gömlu höfnina eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Landsvirkjun
, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu ríkisins, allra Íslendinga.

Og meirihluti Íslendinga býr á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki má nefna til dæmis Nesjavallavirkjun, sem framleiðir 120 MW af rafmagni og 300 MW varmaorku, en uppsett afl vatnsaflsstöðvanna þriggja í Soginu er samtals 90 MW.

Íslenskir bændur fá gríðarlega styrki frá íslenska ríkinu til að framleiða mjólk og lambakjöt
og þeir sem greiða hér tekjuskatt búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Ekkert íslenskt lambakjöt og mjólk yrði framleidd ef engir væru neytendurnir og þeir búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki er fjöldinn allur af útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, verksmiðjum og öðrum útflutningsfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 16.10.2012 kl. 16:11

8 identicon

Steig ég á skott Steina?

Hvaðan útflutningur er skráður er pappírsmál, - hvar verðmætasköpunin á sér stað er factum.
Útflutningur á þjónustu er að miklu leyti ferðamannaþjónusta, hvar mjaltamaskínan er Reykjavík, en getur fátt án landsins.
Útflutningur á sjávarafurðum er ca 85% tilorðinn af fangi af landsbyggðinni.
Og svo mærir þú allt í einu virkjanir sem eru jú....á landsbyggðinni. Meir að segja hina dásamlegu Kárahnjúkavirkjun, - eign allra landsmanna. Reyndar þá að mestu eign höfuðborgarbúa miðað við höfðatölu....
Og þá vatsaflsstöðvarnar í Soginu, hverjar höfðu forgang í orku til höfuðborgarsvæðisins á sínum tíma.
Og svo bændurnir greyin, sem veltast um í velmegun í styrkjabaði, sem er í raun bæði hortittur m.v. styrkjasystem esb., og svo dulbúin niðurgreiðsla til íslenskra neytenda. Enda eru bændur flestir á hausnum, og bara kátir að hitta núbóa svo að hægt sé að komast á pensjón.
Sjálfur er ég í búskap og styrkir síðasta árs eru uppgefnir skilmerkilega sem 0 kr.
En.....ég mjólka kýr.....
Tekjuskattur? Auðvitað borga þeir hann flestir hvar flestir búa.
Og önnur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu....þau gætu mörg hver verið annars staðar....

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband