15.10.2012 | 20:42
Vélhjól er ekki það sama og bíll.
Bílar hafa þá eiginleika að hægt er að hemla þeim snöggt og af alefli og einnig hægt að beygja þeim bæði snöggt og skarpt.
Öðru máli gegnir um vélhjól. Ekki er hægt að beygja þeim snöggt og eingöngu hægt að taka mjög takmarkaða beygju og nánast enga á fullri ferð. Það er heldur ekki hægt að hemla þeim snöggt og af alefli nema ökumaðurinn fljúgi af hjólinu.
Vélhjól er líka mun minna um sig en bíll og því er meiri hætta á að ökumenn bíla geri þau mistök að sjá þau ekki
Okkur, sem ekki erum á hjólum eða vélhjólum, er það hollt að íhuga þetta vel með sjálfum okkur.
Lagði okkur hreinlega í lífshættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.