Norðurljósin við Grímsstaði á Fjöllum.

Það þurfti ekki linsublossa til að framkalla þá tignarlegu upplifun sem Norðurljósin eru á Mývatnsöræfum í fyrrakvöld.

Á leiðinni fram hjá Grímsstöðum á Fjöllum logaði himinninn í allar áttir, til vinstri, fram, upp og til hægri.

Við vorum á gamla bílnum, sem var næstum stútað í þjófnaði í fyrra en á honum er sóllúga með gleri.

Ekki síst í gegnum hana hrópaði himinninn líkt og í ljóði Davíðs Stefánssonar: "Nóttin logar af Norðurljósum!"

Okkur er gjarnt að einblína á sumarið, hæð yfir sjó, hitastig og sól í heiði. En vetrardýrðin íslenska gefur því ekkert eftir.

Einar Ben ku hafa selt Norðurljósin. Örfáar hræður nutu ljósasýningarinnar við Grímsstaði í fyrrakvöld. 

Þetta langt inni í landi er ekkert sem hindrar að þau hellist yfir mann. Það ætti heldur ekki að þurfa Kínverja til að opna fyrir okkur og öðrum dýrð lands okkar yfir veturinn, sem er slík, að sagan um Einar Ben getur orðið að veruleika ef sá er gállinn á þjóð, sem virðist ekki getað metið neitt nema til peninga.

"Pósturinn gisti sð Grímsstöðum á Fjöllum. /  Gaman er þar um sumarkvöldin löng..." orti Nóbelskáldið 1926.

Hann hefði líka getað haft það svona: "...gaman er þar um vetrarkvöldin löng."


mbl.is „Linsublossinn“ dularfulli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Einar Ben hefur eflaust meint það "að selja Norðurljósin"... að selja ferðamönnum ferðir til Íslands til að skoða Norðurljósin eins og nú er gert. 

Kristinn Pétursson, 16.10.2012 kl. 09:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frú Valgerður Benediktsson [eiginkona Einars Benediktssonar] segir:

"Margar fáranlegar sögur gengu um Einar [Benediktsson] á þessum árum. Gengu þær flestar í þá átt að sýna hve slyngur kaupsýslumaður hann væri og laginn að vefja útlendingum um fingur sér í fjármálum.

Sú saga var mjög útbreidd meðal almennings að hann hefði selt útlendum auðmönnum bæði norðurljósin og jarðskjálftana á Íslandi og fengið stórfé fyrir.
""

Væringinn mikli - Ævi og örlög Einars Benediktssonar, útg. 1990, bls. 319.

Þorsteinn Briem, 16.10.2012 kl. 13:43

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tók eitt sinn þátt í því að selja norðurljósin erlendis, það gekk afar vel. Það byggðist á grasrótarstarfi og klasasamstarfi ferðaþjónustuaðila. Sá góði árangur sem náðist fór ótrúlega í taugarnar í ákveðnum stjórnmálaflokki sem nú orðið leggur aðaláherslu á að 1. Öll frumkvöðlastarfsemi verði að gerast innan hins opinbera. 2. Að selja Kínverjum stóran hluta af landinu 3. Að afsala fullveldi landsins í hendurnar á útlendingum.

Í Yellowknife í Kanada sem við höfðum sem viðmið, er verið að gera stórkostlega hluti til þess að nýta norðurljósin sem auðlynd. Þessi ríkisstjórn vill frekar atvinnuleysi, eymd og volæði, og auðvitað stóriðju, þess vegna telja þau einu leiðina til þess að styðja við bakið á ferðaþjónustunni sem rétt er að taka við sér sé að skattleggja  hana upp í rjáfur. 

Sigurður Þorsteinsson, 16.10.2012 kl. 21:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.10.2012:

"Fimmföldun hefur orðið á fjölda þeirra ferðamanna sem fara í sérstakar norðurljósaferðir til Norðurlands á vegum Icelandair, samanborið við veturinn í fyrra, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa.

Búið er að selja á fjórða þúsund norðurljósaferða í vetur og ferðirnar eru enn að seljast."

Norðurljósaferðir seljast vel

Þorsteinn Briem, 17.10.2012 kl. 01:19

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.9.2012:

"Árið 2009 var kostnaður við gistingu að jafnaði um 11% af heildarferðakostnaði útlendinga.

Ef gert er ráð fyrir að verð á gistingu hækki um 17,3% vegna þess að virðisaukaskattur sé hækkaður en ekkert annað breytist myndu heildarútgjöld því hækka um 1,9%."

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands - Áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu, bls. 4

Þorsteinn Briem, 17.10.2012 kl. 01:49

6 identicon

Þetta hækkar gistinguna per se um töluvert, og verst er að þurfa að gefa út verð með fyrirvara

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband