Þjónusta við vilja kjósenda mikilvægari en hraður útreikningur úrslita.

Hér á landi hefur myndast hefð fyrir því að talning í alþingiskosningum sé kláruð á kosninganótt.

Samfellt kosningasjónvarp er keppikefli, bæði fyrir fjölmiðla og kjósendur.

Sú gagnrýni hefur komið fram að ef tillögur stjórnlagaráðs um kjördæmavarið landskjör, þar sem persónukjör er grunnurinn og kjósendur geti skipt atkvæði sínu á milli frambjóðenda og lista hvar sem er á landinu, að vegna þessa geti lok talningar dregist langt fram á daginn eftir kosningar og jafnvel lengur.

En þá vaknar spurningar um það hver sé tilgangur lýðræðislegra kosninga? Tvö atriði koma upp:

1. Að sem fljótlegast sé að reikna út úrslitin og birta allar lokatölur.

2. Að kjósandinn fá sem frjálsast val í kjörklefanum.

Miðað við tilgang lýðræðis hlýtur síðari kosturinn að teljast eftirsóknarverðari; - að hver kjósandi eigi það val, þegar hann fer inn í kjörklefann, að geti komið sem ánægðastur út, eftir að hafa nýtt rétt sinn sem best að eigin dómi.

Val hans getur verið misjafnlega einfalt:  

Kjósa hratt og sem allra einfaldast: X við eitt framboð og láta aðra kjósendur, sem kjósa það framboð, um að ákveða þingmenn listans.

Setja x við einn frambjóðanda á einum lista og gefa þar með frambjóðandanum og listanum atkvæði sitt óskipt.  

Eða að hafa þetta eitthvað flóknara, skipta atkvæðii sínu á milli flokka eða frambjóðenda eftir því sem kjósandanum finnst í mestu samræmi við vilja sinn.

Búast má við því að aðferðir við kosningar og talningar eigi eftir að verða tæknilegri en nú er á næstu árum og skapa möguleika á að telja og reikna út úrslit hraðar en með núverandi aðferðum.

Framkvæmd kosninga eiga að mínu mati að þjóna kjósendum þannig að númer eitt sé að þeir fái sem best tækifæri til að tjá vilja sinn en númer tvö að úrslitin liggi sem fyrst fyrir. Ekki öfugt.  s


mbl.is Búast við tímafrekri talningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Til að einfalda talningu verulega er best að setja NEI við fyrstu spurningunni og skila svo.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 17.10.2012 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband