Nýtt lag Ella prestsins. Rangfærsla um "öfugt misvægi" réði úrslitum.

Árið eftir að Elivs Presley lést spruttu upp eftirlíkingar um allan heim. Elli prestsins var einn þeirra og fór um allt land árið eftir.

Síðan tók hann sér hvíld í sex ár en tók síðan annan sprett þá.

Eftir það hefur hann aðeins komið einu sinni fram, í samkomu Presley eftirherma fyrir 20 árum og síðan aftur í Salnum í Kópavogi í hitteðfyrra.

Elli prestsins fór í hljóðver í dag og söng lagið "Nú eða aldrei..." og verður það væntanlega flutt á fundi í Iðnó nú á eftir. Fyrsta setningin segir eitthvað um efnið: "Nú eða aldrei, - ný stjórnarskrá! / Nýttu þér rétt þinn og segðu já!"

Það sem réði úrslitum um að Elli ákvað að syngja lagið var það sem hann orðaði þannig að "dropinn hefði fyllt mælinn." 

Það var grein í Fréttablaðinu í dag þar sem því er haldið fram að með nýjum ákvæðum um Alþingiskosningar mun myndast misvægi atkvæða, landsbyggðarkjördæmum í óhag.

Þetta er ótrúlegur misskilningur og rangfærsla því að allt að 30 bundnum þingsætum má ráðstafa í þeim tilgangi einum að ekki myndist misvægi atkvæða á milli kjördæma, og gætu þessi þingsæti þess vegna farið öll til landsbyggðarkjördæmanna ef það væri talið nauðsynlegt til að að tryggja "kjördæmaverið landskjör."  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er það að sönnu svo að sé málinu beitt að „viðurkenndum“ og „viðeigandi“ hætti er það kornið sem fyllir mælinn.  Dropinn gerir svo vafalaust eitthvað annað. 

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 19:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Dropinn holar steininn" og "kornið fyllir mælinn." Víst er það satt og rétt. Mér fannst  bara svolítið í stíl við kauðann, sem syngur lagið á tveimur tungumálum, að hann talaði svolítið í stíl við Bibbu á Brávallagötunni.

Ómar Ragnarsson, 18.10.2012 kl. 00:41

3 identicon

Er það þá ekki eins og skrattinn úr heiðskíru lofti?

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 10:13

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, eða frekar eins og Páll Zóphaníasson sagði hér um árið í fúlustu alvöru: "Eins og þjófur úr heiðskíru lofti" og ruglaði með því saman máltækjunum "eins og þjófur að nóttu" og "eins og þruma úr heiðskíru lofti."

Ómar Ragnarsson, 18.10.2012 kl. 11:37

5 identicon

Já, Páll þessi var  frægur málvöndunarmaður enda alinn upp í Skagafirði.  Hann sagði líka:  „Varast ber að setja á undan ám sem drepa undan sér á vorin.“

Þarf ekki fleiri orð um það.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband