Málamiðlun.

Fyrirsögn fréttar mbl.is um að Icesave hefði ekki verið knúið í þjóðaratkvæði á sínum tíma ef frumvarp stjórnlagaráðs hefði verið í gildi er röng, því að forsetinn heldur málskotsrétti sínum ótakmörkuðum í frumvarpinu. Ofan á það er bætt öðrum aðferðum, sem ekki eru núna, til þess að auka beint lýðræði sem samanlagt er stóraukið samkvæmt frumvarpinu.  

 Frumvarp stjórnlagaráðs hefur verið gagnrýnt fyrir það að vera of róttækt. Í ráðinu sátu 25 afar ólíkir fulltrúar hvað snerti aldur, búsetu, kjör og viðhorf, allt frá 24 ára aldri upp í 71 árs, allt frá nánast anarkistum til afar varfærins fólks, vinstri til hægri, frá afar fötluðum til ófatlaðra.

Við gerðum okkur grein fyrir því að ein þjóð getur aðeins haft eina stjórnarskrá og að við yrðum að ná samkomulagi. Hin varfærnari bentu á að víðast væru settar svipaðar takmarkanir fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum og eru í tillögum stjórnlagaráðs og deilt var um reynsluna í Kaliforníu.

Niðurstaðan var málamiðlun þess efnis að hinn þjóðkjörni forseti þyrfti engar takmarkanir, enda gætu komið upp aðstæður þar sem ekki ynnist tími til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þess vegna kom málskotsvald forsetans inn í lokin og með því er raunar tryggt að rétturinn fyrir þjóðina til að greiða atkvæði um mál væri meiri hér á landi en víðast annars staðar.

En skondið er að sjá að sumir, sem telja frumvarpið ganga allt of langt telja of skammt gengið í þessu máli.


mbl.is Icesave ekki knúið í þjóðaratvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 54 ÁR, 80% af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér.

Og þessi gríðarlega langi valdatíimi endaði með gjaldþroti íslensku bankanna og Seðlabanka Íslands haustið 2008.

Ríkisstjórnatal


Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis
1945-2009, í 65 ár??!!


Svar: ENGIN!!!

Þorsteinn Briem, 18.10.2012 kl. 18:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Þorsteinn Briem, 18.10.2012 kl. 18:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:


"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."

Þorsteinn Briem, 18.10.2012 kl. 18:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vil ég Andersen,
enda liggur hún með Ken,
öðruvísi Unnur Brá,
upp á fór ég hana smá.

Þorsteinn Briem, 18.10.2012 kl. 19:00

5 identicon

   gerðu svo vel

heri (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 19:37

6 identicon

Mér fynnst vanta úr þeirri gömlu, 2.mgr. 72gr. eignarétt útlendinga á landi og fl.

sömuleiðis 1.mgr. 74.gr. bann á glæpafélög.

Allavega fynn ég það ekki í ykkar tillögum.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 21:27

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, en þú finnur almennt ákvæði, sem leyfir takmörkun á eignarhaldi með lögum, ekki aðeins útlendinga ef svo ber undir, heldur líka eignarhald þar sem að landmestu jarðir landsins eða heilu sveitirnar kæmust í eigu eins eða örfárra aðila.  

Ómar Ragnarsson, 18.10.2012 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband