19.10.2012 | 16:30
Benti á Dacia fyrir fjórum árum.
Það eru fjögur ár síðan ég benti á það á blogginu að Daciabílarnir gætu verið góður kostur fyrir Íslendinga eftir Hrunið. Þá var verðlagning þeirra þannig, að sjö sæta bíllinn kostaði litlu meira en Toyota Yaris og það hlytu að vera barnafjölskyldur sem sá bíll gæti höfðað til.
Ég minntist á þetta auk þess við nokkra sem stóðu bílainnflutning nær en enginn sýndi áhuga.
Ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna í ósköpunum væri svona lítill áhugi á þessu. Sumir sögðu við mig: "Ég kaupi ekki bíl sem er framleiddur í Austur-Evrópu, heldur helst japanskan bíl eins og til dæmis Suzuki Swift eða Alto.
En báðir þessir bílar eru framleiddir utan Vesturlanda, Swiftinn í Ungverjalandi og Alto á Indlandi.
Nú hillir loks undir það að Dacia fari kannski loksins sams konar sigurför hér og um Evrópu. Ef ekki, var þá ekkert að marka það að hér væri kreppa og fjárhagsvandræði?
Dacia Sandero sá ódýrasti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
tekið til láns úr Wilkip... "Since 2007, Slovakia has been the world's largest producer of cars per capita,[61] with a total of 571,071 cars manufactured in the country in 2007 alone.[61] There are currently three automobile assembly plants: Volkswagen's in Bratislava, PSA Peugeot Citroën's in Trnava and Kia Motors' Žilina Plant. " tilvitnun endar .
Hörður Halldórsson, 19.10.2012 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.