Voru kosningarnar um fullveldisstjórnarskrána marklausar?

Því er haldið fram hér á blogginu að kjörsókn undir 50% þátttöku séu marklausar og að því aðeins eigi að taka tillit til þeirra ef þeir, sem segja já, eru yfir 50% allra á kjörskrá.

Samkvæmt þessu voru kosningarnar um fullveldisstjórnarskrána 1918 með 43,8% þátttöku marklausar. Er þá ekki kominn tími til að endurtaka þær og fá fullveldið loksins á hreint?


mbl.is Kjörsókn um fjörutíu prósent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta ár var frostaveturinn mikli og Spánska veikin í ofanálag. Kannski spilar það einhverja rullu í þáttökutölunni.

Sindri Karl Sigurðsson, 20.10.2012 kl. 21:21

2 identicon

Burtséð frá því að 1918 var spurt um upptöku sambandslaganna, en ekki um "fullveldisstjórnarskrá". 

Ég hef lært það núna á allra seinustu vikum fyrst og fremst á internetinu að þessi kosning 1944 var í besta falli vafasöm. Það las ég á bloggi Egils Helgasonar.

Guð minn góður: Þegar kosningayfirvöld sjálf gefa út leiðbeiningar til kjósenda um hvernig eigi að kjósa rétt. 

AE (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 21:37

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Stjórnvöld sögðu sjáklf að þetta væri bara skoðanakönnun.

Ég fór samt of tók þátt. Hey, ég þarf hvort eð er að borga fyrir þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.10.2012 kl. 21:55

4 identicon

Hér í Sviss þykir 35-40% kjörsókn vera í góðu meðallagi. Samt fáum við kjörseðlana senda heim og getum greitt atkvæði heima í stofunni.

40%+ kjörsókn við atkvæðagreiðsluna í dag á skerinu yrði sigur fyrir stjórnlagaráðið og alla þá sem skorað hafa á fólk að fara á kjörstað og kjósa um nýja stjórnarskrá. Ekki síst þegar stærsti stjórnmálaflokkur landsins með sitt própaganda apparat hvatti fólk til að sitja heima.

Yfir 50% kjörsókn er aðeins í Alþingiskosningum eða í átökum eins og um Icesave, þegar tækifæri gefst að spila á þjóðrembu strengi innbyggjara. Auðvitað yrði 60-70% kjörsókn rós í hnappagat þjóðarinnar, en það mun aldrei verða, því veldur lethargy og metnaðarleysi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 22:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.10.2012 (í dag):

"Eiríkur [Bergmann Einarsson, sem var í Stjórnlagaráði,] telur að til að fá raunhæfan samanburð sé æskilegt að líta til annarra landa.

"Í svona kosningum í löndunum í kringum okkur er kosningaþátttakan um fjórðungur til helmingur."

"Ef einhver vill mótmæla atkvæðagreiðslunni þarf hann að mæta á kjörstað og skila auðu.

Og sá sem ákveður að mæta ekki leyfir öðrum að ráða."

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 22:07

6 identicon

Þátttakan í stjórnlagaþingskosningum var með dræmasta móti
Atkvæðafjöldi bakvið þann fulltrúa sem flest atkvæði fékk var 3,1% kosningabærra manna.
Kosningarnar voru svo dæmdar ólöglegar
Farið var á svig við dóminn með þvi að skipa í ráð, þar með var klippt á lýðræðið.
Stjórnlagaráðið lagði svo fram tilllögur
Stjórnvöld völdu af geðþótta úr þeim til að láta kjósa um, en halda öðrum til hlés (t.d. hvort við viljum framselja fullveldi okkar til ESB).
Orðalag spurninga er loðið og býður upp á ýmsa túlkun.
Kosningarnar eru ráðgefandi
Forsætisráðherra lýsir því svo yfir að hún vilji breyta stjórnarskránni þó svo þjóðin segi Nei við því að veita stjórnvöldum opinn víxil á breytingar á stjórnarskránni.

Er ekki hægt að segja að það sé eitthvað óeðlilegt við þetta ferli?

Njáll (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 22:16

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskránni verður ekki breytt fyrr en eftir næstu alþingiskosningar.

"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.

Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.

Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 22:27

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþingismenn ráða því sjálfir hversu mikið tillit þeir taka til vinnu Stjórnlagaráðs og Alþingi hefur verið kosið af íslensku þjóðinni.

Frumvarp Stjórnlagaráðs


"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 22:29

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þjóðfundur um stjórnarskrá var haldinn í Laugardalshöll 6. nóvember 2010.

Fundinn sóttu 950 manns af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs, og kynjaskipting var nánast jöfn.
"

Niðurstöður Þjóðfundar 2010

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 22:34

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þá ekki kominn tími til að endurtaka þær og fá fullveldið loksins á hreint?

Jú.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2012 kl. 22:37

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaða stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Íslenska ríkið tekur nú þegar upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.

Það er nú allt fullveldið!

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 22:37

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Frumvarp Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 22:40

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 22:49

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekki gleyma Kötlugosinu 1918. En í sambandi við þáttökuna, að þá minntist Mogginn ekkert á spænsku veiki, frostavetur eða Kötlugos. Hann segir svona frá á sinn hátt:

,,Þó eigi viti menn með vissu enn hve margir kjósendur hafí greitt atkvæði um sambandslögin í fyrradag, þá þykjast menn þess fullvissir, að kjörfundur hafi verið ilia sóttur. Það er gizkað á, að tæpur helmingur allra kosningarbærra manna hafi greítt atkvæði og verður ekki annað sagt en að það sé höfuðstaðnum og Islandi öllu til háborinnar skammir. Vér áttum um daginn langt viðtal við greindan og reyndan borgara þessa bæjar, m. a. um hina væntanlegu atkvæðagreiðslu um sambandsmálið. Hann kvaðst mundi greiða lögunum atkvæði, en þó ekki nema með hálfum hug. Ekki af því, að hann væri óánægður með simninginn, heldur vegna hins, að hann óttaðist að íslendingar væru ekki nægilega þroskaðir til þess að vera þegnar fullvalda rikis*. Hann benti á stjórnmálabaráttuna undanfarin ár,

hina gegndarlausu eiginhagsmunapólitik margra stjórnmálamannavona, það væri spilling i þjóðfélaginu islenzka, sem komin væri ofan frá

og sem tseki mörg ár að uppræta."

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=98486&pageId=1203330&lang=is&q=Sambandsl%F6gin

Eg kíkti á hvað Ísafold sagði - og hún minnist heldur ekki á veikina, frostið og gosið.

Niðurstaðan varð að um 39% atkvæðabærra manna samþyggtu fullveldið. Athygli vekur að mun minni þáttaka var hjá konum en körlum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2012 kl. 23:59

15 identicon

Þetta með miklu minni kosningaþátttöku hjá konum 1918 kemur ekki á óvart og skýrist verulega af þeirri staðreynd að þá voru aðeins liðin rétt rúm 3 ár síðan konur fengu kosningarétt og aðeins 35 ára og eldri konur fengu að kjósa.  Því hefur hefðin ekki verið búin að ryðja sér til rúms hjá þeim og alkunnugt að eldri eru íhaldssamari en yngri.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 00:29

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hér á moggablogginu hefur verið ótrúlega lágkúruleg umræða um stjórnarskrána nýju , samfélagssáttmálann okkar íslendinga.

Það hefur greinilega ekki tekist að taka eigið læsi og könnun frumtexta frá íslendingum :-). Til hamingju!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.10.2012 kl. 00:46

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já. Konur voru nýbúnar að fá kosningarétt. Athygli vekur samt að þáttaka var heldur meiri í þjóðaratlvæðinu um þegnskyldyvinnu 1918. Ennfremur vekur athygli að þáttakan er svo að segja sú sama 1933 um afnám áfengisbanns. Má sjá þetta hér fyrir áhugasama:

https://notendur.hi.is/gylfason/pdf/alit2.pdf

Vekur sérstaklega athygli þetta með afnám áfengisbannsins, því konur voru mjög virkar í baráttu gegn áfengi.

Sennilega hafa karlarnir bara bannað þeim að kjósa alveg framundir stríð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2012 kl. 01:11

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,, í þjóðaratlvæðinu um þegnskylduvinnu 1916"

En sú kosning var samhliða alþingiskosningum, að vísu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2012 kl. 01:13

19 identicon

Góður dagur fyrir þjóðina. Mikill sigur fyrir Stjórnlagaráð, ekki síst fyrir Ómar og Þorvald.

 

Kveðja frá Sviss og “have a nice day”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband