21.10.2012 | 01:10
Átti ekki að breyta 1918 og1959? Forsetum hafnað í hrönnum ?!
Nú benda andstæðingar frumvarps stjórnlagaráðs á vegna þess að kosningaþátttakan var ekki nógu mikil og vegna þess að þriðjungur þeirra sem kusu greiddu atkvæði gegn spurningunni sé ekki að marka þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Jón Magnússon segir meira að segja að vegna þess að helmingur kjósenda fór ekki á kjörstað hafi þjóðin hafnað tillögum stjórnlagaráðs með yfirgnæfandi meirihluta og virðist Jón geta lesið hugsanir þessa helmings þjóðarinnar léttilega!
Samkvæmt þessari túlkun Jóns hafa Bandaríkjamenn hafnað öllum forsetum sínum frá upphafi vega ! Og Íslendingar höfnuðu Ólafi Ragnari Grímssyni afgerandi í sumar af því að 64% kjósenda samanlagt sátu heima eða kusu aðra. Kanntu annan?!
Bjarni Benediktsson var reyndar í mótsögn við sjálfan sig í útvarpsviðtali nú rétt áðan þegar hann sagði að þriðjungur landsmanna hefði verið á móti, rétt eftir að hann er búinn að segja að vegna lítillar þátttöku séu höfðatölur þeirra sem kusu svo lágar að ekki sé mark á þeim takandi.
Skoðum fyrst fullyrðinguna um litla þátttöku. Kosningaþátttakan nú er þó öllu betri en í þjóðaratkvæðagreiðslum erlendis og talsvert meiri en þegar þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um fullveldisstjórnarskrána 1918 og enginn hefur efast um að úrslit þeirra kosninga hafi verið marktæk.
Bjarni telur að ekki sé rétt að breyta stjórnarskrá þegar óeining ríki um það. Samt voru það Sjálfstæðismenn sem stóðu ásamt tveimur öðrum flokkum að því 1959 að gera mestu breytingu á lýðveldisstjórnarskránni sem gerð hefur verið gegn hatrammri andstöðu Framsóknarflokksins og fleiri, tæplega 30% kjósenda.
Málið var sem sé afgreitt í bullandi óeiningu í baráttu fyrir tvennar alþingiskosningar sem tók lungann af árinu og er mér enn í fersku minni vegna þess hve hörð baráttan var.
Það sumar og haust var ég á öllum héraðsmótum og aðalsamkomum Sjálfstæðisflokksins og vann á aðalskrifstofu hans í Reykjavík og var því á púlsinum.
Í báðum tilfellum, 1918 og 1959, var um að ræða breytingar sem sannarlega voru nauðsynlegar, en svo er að heyra á sumum að alls ekki hefði verið réttlætanlegt að gera þessar breytingar.
Sýnir mikla óeiningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
20.10.2012 (í gær):
"Eiríkur [Bergmann Einarsson, sem var í Stjórnlagaráði,] telur að til að fá raunhæfan samanburð sé æskilegt að líta til annarra landa.
"Í svona kosningum í löndunum í kringum okkur er kosningaþátttakan um fjórðungur til helmingur."
"Ef einhver vill mótmæla atkvæðagreiðslunni þarf hann að mæta á kjörstað og skila auðu.
Og sá sem ákveður að mæta ekki leyfir öðrum að ráða."
Þorsteinn Briem, 21.10.2012 kl. 01:22
Hvaða sambærilegu kosningar erlendis ert þú að tala um? Einu kosningarnar um stjórnarskráskipti í vestrænu lýðræðiríki sem ég þekki voru í Frakklandi 1958 og kjörsókn var þá 80%.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 01:27
Ég er að tala um þjóðaratkvæðagreiðslur almennt víða um lönd, en þátttakan er yfirleitt miklu minni í þeim en þingkosningum af svipuðum ástæðum og hér á landi, að í þingkosningum er samanlagt áróðursmagn flokksmaskínanna með öllum sínum frambjóðendum og málefnum miklu meira en í þjóðaratkkvæðagreiðslum um almenn málefni.
Ástæðurnar fyrir lítilli þátttöku 1915, 1918 og 1933 skipta ekki máli; hinar lágu tölur eru staðreyndir.
Ómar Ragnarsson, 21.10.2012 kl. 01:36
Sæll Ómar.
Þú vísar í annað skiptið í dag í þessar kosningar 1918 og segir að þá hafi kjörsókn verið rúm 40% og réttlætir dræma kjörsókn nú með þeirri tilvísun. Þú lætur ekki fylgja þeim samanburði aðstæður fólks þá, hörmungar búnar og að dynja yfir og hitt að ef ég man rétt þá fengu ekki allir að kjósa líkt og nú. T.d. þeir sem ekki höfðu borgað opinber gjöld og kosningaaldursákvæðið ekki það sama og nú.
Að bera saman appelsínur og epli er gamalt og ofnotað "trix" sem mér finnst að geri þig að "kallinum á kassanum" með tilheyrandi ályktunum okkar sem hlýðum á.
Sindri Karl Sigurðsson, 21.10.2012 kl. 01:40
"Þjóðaratkvæðagreiðslur almennt víða um lönd" eru ekki sambærilega við þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárskipti (og reyndar eru forsetakosningar í Bandaríkjunum ennþá fáránlegri samanburður þar sem þeir búa við kjörmannakerfi og úrslitin í flestum fylkjum ráðin löngu fyrir kjördag).
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 01:44
Í hverjum forsetakosningum í Bandaríkjunum eru birtar heildartölur og nær undantekningarlaust fékk sá, sem kjörinn var fleiri atkvæði en hinn. Samanburðurinn við það er ekki "fáránlegur"heldur fyllilega raunhæfur.
En samkvæmt röksemdafærslu Jóns Magnússonar og kó fékk Ólafur Ragnar Grímsson ekki rúmlega 52% atkvæða í síðustu forsetakosningum eins og sagt er og ég tel, heldur hafnaði yfirgnæfandi meirihluti kjósenda honum, því að 64% þeirra sem voru á kjörskrá ýmist kusu aðra eða kusu ekki !
Ég ætla samt ekki að hafna því að Ólafur Ragnar hafi fengið afgerandi kosningu þótt þeir, sem sumir þeirra sem voru mér sammála í því þá, virðist hafa skipt um skoðun nú.
Ómar Ragnarsson, 21.10.2012 kl. 02:08
Afsakið orðabrengl hér að ofan þar sem orðunum "...þeir, sem..." er ofaukið. Setningin á að vera svona:
"Ég ætla samt sem áður ekki að hafna því að Ólafur Ragnar hafi fengið afgerandi kosningu, þótt sumir þeirra, sem voru mér sammála í því þá, virðist hafa skipt um skoðun nú.
Ómar Ragnarsson, 21.10.2012 kl. 02:10
Það er eins og að sumir haldi að það hafi aðeins verið einn svarmöguleiki við hverri spurningu. Ef við tökum fyrstu spurninguna sem dæmi þá voru tveir svarmöguleikar við henni, já og nei. Já sögðu um 70% og nei sögðu um 30%. Kjörsókn var um 50%. Það er því afar lágt hlutfall þeirra sem voru á kjörskrá sem hafnar stjórnarskrártillögunni. Hvers vegna í ósköpunum ætti þessi litli hópur að ráða því hvort frumvarp stjórnlagaráðs verði að lögum eða ekki? Rök andstæðinga frumvarpsins hitta þá sjálfa fyrir.
Gísli (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 02:23
Rutherford B. Hayes, Grover Cleveland og síðast George W. Bush voru kjörnir forsetar með minnihluta atkvæða.
Annars var það ekki punkturinn heldur að í 48 ríkjum fær sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær í viðkomandi ríki alla kjörmenn þess. Í ríkjum þar sem ljóst er að annar famjbóðandinn mun sigra er ekki mikill hvati til að mæta á kjörstað. Yfirleitt eru það innan við 10 ríki þar sem úrslitin eru óráðin.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 02:26
Meiri hluti þjóðarinar hefur engan áhuga á þessu frumvarpi til stjórnlagaráðs, þetta er staðreind.
Það eru margir enn þann dag í dag af þessum lattelepjandi kaffihúsalýð 101 Reykjavík sem héldu því fram að fyrri Icesave kosningin væri ekki gild.
Bara yfir 90% með tvöfalt meiri þáttöku en í gær og Jóga og hundurinn hennar Steingrímur tóku ekki þátt í kosningunum þess vegna gat þetta ekki verið viðurkent.
Hvað eru margar fjölskyldur sem eru að missa heimili sín á hvejum degi, í hverri viku eða í hverjum mánuði?
Kanski að það hefði verið hægt að bjarga einu eða tveimur heimulum með þeim peningum sem var eitt í þetta stjórnarskrár rugl?
Eða hvað heldur þú Ómar?
Hvernig væri að nota lifrina og nýrun til að hreinsa ógeðslegar hugsanir úr heilanum?
Hvað er meira virði, líf fjölskyldu eða stjórnarskrár tillaga sem hefði getað verið gerð með Gallup skoðunarkönnun?
Spyr sá sem skilur ekki svona rugl.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 21.10.2012 kl. 02:31
Ég er sammála "nafnlausa" Gísla í því sem hann telur til að ofan og tel að þetta sem hann ýjar að komi til með að verða talað um og túlkað á Alþingi framundir páska, hið minnsta. Nákvæmlega þetta er það sem á ekki að gera þegar verið er að spyrja fólk um afstöðu. Byrja á já eða nei og síðan kemur en ef þetta og hitt.
Sindri Karl Sigurðsson, 21.10.2012 kl. 02:35
Hér er um að ræða ráðgefandi kosningu sem meirihluti á einu þingi heldur um ákvörðun sem hann hefur ekki vald til að taka, því tvö þing þarf til að breyta stjórnarskrá. Tilgangurinn var að binda hendur næsta þings með því að sýna fram á sterkt fylgi við breytingarnar. Það mistókst.
Þeir sem ekki greiða atkvæði í bindandi kosningu fela öðrum vissulega að ákveða fyrir sig en í þessu tilviki heldur meirihlutinn - sem mætti ekki - valdi sínu. Þannig er gildandi stjórnarskrá.
Á endanum voru þeir sem komu og lýstu yfir stuðningi bara álíka margir og stuðningsmenn stjórnarflokkanna (og líklega mest sama fólkið). Sá stuðningur mun ekki duga til þingmeirihluta í næstu kosningum og þ.a.l ekki til að knýja fram stjórnarskrárskipti.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 02:48
Þetta er eitt mesta rugl sem hefur farið fram á Íslandi, og Jóga og hennar hirðfífll eru að koma því sem máli skiptir út af málskrá næstu 6 mánuði.
Hvernig væri að einbeita sér að efnahagsmálum landsmanna?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 21.10.2012 kl. 03:01
Hvort var meira virði 1851 að halda stjórnlagaþingkosningar um allt land (stjórnlagaþingið hét Þjóðfundur) eða að nota þetta fé til að huga að fólki í torfkofum í vegalausu landi með hungurvofuna við dyrnar í fátækasta landi Evrópu?
Samt er Þjóðfundurinn 1851 talinn einn af fyrstu áföngunum á langri leið i sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og vandfundinn sá Íslendingur sem hefði viljað að aldrei hefði komið sú stund þegar Jón Sigurðsson og þjóðfundarmenn stóðu upp og sögðu: "Vér mótmælum allir!"
Endurskoðun stjórnarskrárinnar nú er eitt af þeim atriðum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem var einróma talið nauðsynlegt að taka fyrir til þess að hamla gegn því að aftur yrði Hrun sem hefði þær afleiðingar sem þú lýsir, Hans.
Ómar Ragnarsson, 21.10.2012 kl. 03:03
Sýnist að Hans Harladssyni hafi sést yfir það sem Ómar er að reyna að koma á framæri. Almenn þátttaka í forsetakosningum í Bandaríkjunum hefur sveiflast milli 50 og 60 af hundraði undanfarna öld eða svo. Kjörmenn eru kjörnir í ríkjum og auðvelt að leggja saman öll atkvæðin. Þannig má halda því fram að Kennedy hafi aðeins haft 32% þjóðarinnar á bak við sig 1960. Svipað hlutfall kaus Reagan 1980. Árið 2000 voru um 24,5% kjósenda að baki sonar fyrrum forseta Bandaríkjanna er hann var fyrst kjörinn. Fræðast má um þetta allt á:
http://www.infoplease.com/ipa/A0781450.html
og
http://en.wikipedia.org/wiki/Voter_turnout_in_the_United_States_presidential_elections
Í stuttu máli virðast þjóðir lifa það af þótt kosningaþátttaka sé dræm.
Emil Bóasson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 03:06
Ekkert skemmtilegra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn skælir úr sér augun.
Meira að segja í Las Vegas.
Þorsteinn Briem, 21.10.2012 kl. 03:07
Ómar: Sagði rannsóknarnefnd Alþingis að við þyrftum nýja stjórnarskrá (bara hvaða nýju stjórnarskrá sem er) annars kæmi nýtt hrun!?
Mér þykir þú segja fréttir.
Emil: Punturinn er að ef þú býrð í rauðu eða bláu ríki, líkt og meirihluti Bandaríkjamanna gerir, hefur það nákvæmlega engin áhrif á niðurstöðuna hvort þú ferð á kjörstað eða ekki. Þ.a.l hefur fólk ekki sterkan hvata til að fara.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 03:21
Staðreyndin er að kosningaþátttaka var afar slök. Ástæðan er einfaldlega sú að helmingur þjóðarinnar var nákvæmlega sama um þessar tillögur að nýrri stjórnarskrá.
Helmingur þjóðarinnar nennti þessu ekki. Eftir allt bramboltið, þjóðfundinn, stjórnlagaráðskosningarnar og allt hitt kjaftæðið sem kostaði hundruði milljóna, þá var helmingi þjóðarinnar nákvæmlega sama. Svo þegar upp er staðið virðist sem megnið af þeim sem kusu með tillögum stjórnlagaráðs, hafi gert það til að koma höggi á sjálfstæðisflokkin, ekki til að velja sér nýja stjórnarskrá.
Maður spyr sig, til hvers var farið í þessa ferð? Bara af því bara?
Bjarni (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 03:21
Tek undir með Hans - hvar kemur það fram í skýrslu RA að við þurfum nýja stjórnarskrá?
Það hefur algjörlega farið framhjá mér - og hvað er það í nýju stjórnarskránni sem fyrirbyggir annað hrun?
Bjarni (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 03:26
17.6.2004:
"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."
"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."
"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum niður í fimm.
Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."
Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940
Þorsteinn Briem, 21.10.2012 kl. 03:26
Í þjóðaratkvæðagreiðslu hér um þegnskylduvinnu árið 1916 var kosningaþátttakan 53%, um Sambandslögin árið 1918 43,8% og um afnám áfengisbanns árið 1933 45%.
Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:
"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."
"43,8% kjósenda greiddu atkvæði [um Sambandslögin 1918]."
Þorsteinn Briem, 21.10.2012 kl. 03:32
svartnættið 1918 hér og forsetakosningar í USA kemstu aftar í fyrringunni. Maður fær bakföll af hlátri eða vorkunn.
Ketilbjörn (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 05:02
Ég er bit á sumum skrifunum hér, eru menn eitthvað þroskaheftir, hvernig dettur mönnum í hug að halda því framm að þeir sem ekki mætu á kjörstað voru allir á móti nýrri stjórnarskrá, orðnir þreyttir á öllu bröltinu, er þá ekki þessum þreyttu 50% þjóðarinnar bara þeim sjálfum að kenna hvernig fór fyrir að mæta ekki og kjósa ef að þeir voru svona mikið á móti, er þá nokkuð að marka kosningar alment ef að stór hópur mætir ekki (gæti allur hópurin verið með eina skoðun) þetta eru lélegustu afsakanir sem maður hefur heyrt og greinilega einhverjir verulega vonsviknirm sem reyna að klóra einhverju bulli upp hér, ég kaus EKKI en tel mig samt ekki tilheyra þessum ofur þreyttu sem hefðu sagt nei, ég hafði mínar ástæður sem gerðu það að verkum að ég gat ekki mætt, er ekki að tíunda það hér, það er mitt prívat mál
ég held að menn ættu bara að fá sér stóran vasaklút til að þerra tárin eða leita til einhvers fullorðins til að hugga sig og hætta að bulla bara einhveri þvælu af því bara
Siggi (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 05:04
Það er bara ekkert skrýtið að það hafi verið dræm þáttaka,meira að segja ég sem aldrei hef farið á kjörstað án þess að vita nákvæmlega hvað ég vil verð að viðurkenna að ég var efins, kannski er það vegna vantrausts á flestum þeim sem á þingi sitja. Tók t.d. engin eftir því havð Jóhanna sagði fyrir kosningarnar, hún sagði það skiptir ekki máli þó þjóðin hafni tillögum stjórnlagaráðs stjórnarskránni verður samt breitt. Hvað þýðir þetta? Fyrir mig þýðir þetta að Sf vill breytingar á Stjórnarskránni aðalega til að auðveldara sé að koma þjóðinni í ESB. Hins vegar tel ég að Sjálfstæðismenn hafni tillögunum vegna auðlinda í þjóðareign sem þeir hafa aldrei getað túlkað. ÞJÓÐAREIGN ER HÆGT AÐ HAFA ORÐIÐ SKÍRARA?
Sandy, 21.10.2012 kl. 06:14
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Já sögðu sjálfstæðismennirnir: Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.
Einnig þeir sem nú eru framsóknarmenn: Ásmundur Einar Daðason, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Hauksdóttir.
Samtals 20 þingmenn, eða 42% þeirra sem sögðu já.
Þorsteinn Briem, 21.10.2012 kl. 07:25
Það sem er að er ekki núgildandi stjórnarskrá heldur að hún sé í heiðri höfð enn ekki brotin trekk í trekk og þó svo komi ný mun það ekkert breitast að stjórnmálamenn munu halda áfram að setja lög í trássi við þá nýju .
Það er því tilgangslaust allt þetta brölt í kringum þetta mál meðan að hér setja á alþingi fólk með afar lágt siðferði og hugsa aðeins um að higla sér og sýnum það er meinið enn ekki sú stjórnarskrá sem nú gildir nær hefði verið að hlúa að sjúkrahúsum landisins fyrir þess aura sem þetta brambolt kostar og er aðeins til friðþægingar einhverjum sem hafa vonda samvisku.
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 09:01
Formaður Sjálfstæðisflokksins margítrekaði þá áskorun sína til stuðningsmanna flokksins, sem hafa mælst vera um 40% kjósenda í skoðanakönnunum, að þeir færu á kjörstað og segðu nei.
Dettur engum í hug að fjarvera þessa fólks hafi stafað af því að það vildi hunsa þessa skipun flokksforingjans og vildi ekki fara á kjörstað til að segja nei.
Hvernig er hægt að túlka þetta þannig, að þetta fólk hafi allt verið svo mikið á móti nýju stjórnarskránni að það hafnaði beiðni síns foringja um að kjósa gegn henni?
Ómar Ragnarsson, 21.10.2012 kl. 09:29
Engin stjórnarskrá í heimi hefur komið því til leiðar að ekkert fari úrskeiðis í þjóðfélaginu. En þegar litið er á nýju stjórnarskrána sést glögglega hvernig þar eru ný og skýr ákvæði um gleggri valdmörk, valdtemprun, valddreifingu, gegnsæi og ábyrgð sem alveg vantaði í þá gömlu, allt atriði sem mikil áhersla er lögð á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Ómar Ragnarsson, 21.10.2012 kl. 09:34
Í spurningunni nr. 6 um þjóðaratkvæði er afstaðan svona:
,,6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já: 70,5%
Nei: 29,5%" (RUV)
Að þó ekki sé tekið þarna fram 10% þá er talað um 10% í tillögunum og 66% vill að tillögur stjórnlagaráðs verði grunnur að nýrri stjórnarskrá o.s.frv. - að þetta er athyglisvert að mínu mati.
Ísland er að fara að setja þetta inní sín Grunnlög, býst maður fastlega við.
Ok. þessvegna er athyglisvert að sjá fólk nefna þetta með kosningaþáttökuna. Að það þurfi einhverja ógurlega þáttöku til að þjóðaratkvæðagreiðsla gildi etc.
þetta er bara algjör misskilningur á eðli þjóðaratkvæða. Eðli þjóðaratkvæða hlýtur alltaf að vera að þeir sem mæta á kjörstað og kjósa - þeir ráða þessu.
það er eins og sumt fólk hafi lítið sem ekkert hugsað útí að það er ekkert garantí að allir mæti alltaf til að greiða atkvæði. það er ekki hægt að skylda fólk til að kjósa sko.
Hérna hefur fólk yfirleitt síðustu misseri verið að tala um að fá þjóðaratkvæði hægri vinstri - og það er eins og sumir hafi alls ekkert hugsað útí hvað þjóðaratkvæðagreiðsla þýðir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2012 kl. 09:49
Ertu svo mikið barn Ómar að halda það virkilega að ný stjórnarskrá breytti einhverju ?
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 10:01
Já, Jón Magnússon lögmaður telur að þjóðin hafi hafnað tillögum stjórnlagaráðs þó tvöfalt fleiri hafi greitt þeim athvæði en verið á móti. Samkvæmt skilgreiningu Jóns hafa Garðabæingar hafnað sameiningu við Álftanes þó 53% þeirra sem kusu hafi samþykkt hana. Að allir þeir sem sátu heima séu á móti sameiningunni.... Það verður að hringja í Gunnar bæjastjóra Garðabæjar, sem er sjálfstæðismaður - svo hann geti hætt að fagna úrslitunum.
Atli Hermannsson., 21.10.2012 kl. 10:10
Þessi kosning var ráðgefandi ekki ákvörðun hvernig stjórnarskráin skulli vera. Alþingi Íslendinga þarf á endanum að taka ábyrgðina í þessu máli og fylgjast með púlsinum hjá þjóðinni til að tryggja að gerð verði stjórnarskrá sem þjóðin fær svo að kjósa um þegar forsetinn væntanlega vísar endanlegum lögum um óbreytta eða breytta stjórnarskrá og eða alveg um nýja stjórnarskrá frá grunni. Ég vil fá val um þessi atriði í þjóðaratkvæðagreiðlu þegar alþingi hefur ákveðið með auknum meirahluta hvernig stjórnarskráin eigi að vera frá þeim bæjardyrum séð. Þetta er vinna og tekur tíma ef það á að gera þessa vinnu svo vel sé fjögur til átta ár þá ætti að liggja fyrir niður staða sem þjóðin gæti sætt sig við í 100 ár.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 10:32
Egill Helgason á að hætta að bjóða þessum Jóni Magnússyni í Silfrið.
Maðurinn er rugludallur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 10:35
Stjórnarskrármálið er komið í ferli. Nú verður það stjórnmálamanna að taka það til efnislegrar meðferðar og virða þær niðurstöður sem fengust í kosningunum. Mér sýnist nú flestir formenn flokkana ætla að virða þá niðurstöðu nema Bjarni Ben.
Nú er þessu atriði í ferlinu lokið og við þurfum að horfa til framtíðar. Sætta okkur við niðurstöður. Ég álít að hér hafi verið vel að verki staðið, og vona að framkvæmdin verði áfram jafn vel heppnuð. Held að þetta mál allt verði okkur til góðs.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 14:51
Heima sat hann Bjarni Ben.,
binders had of women Ken,
á átta síðum Andersen,
í engu var hún, kæri ven.
Þorsteinn Briem, 21.10.2012 kl. 15:34
Að telja alla þá sem ekki kusu, vera á móti, er einhver furðulegasti rökstuðningur sem unnt er að hugsa sér. Um Jón þennan Magnússon sem hefur sett þetta fram, er fyrrum formaður Neytendasamtakann og má sitthvað rifja upp. Meðan hann var slíkur kom maður til hans og kærði galla í steypu. Húsið sem hann byggði var stórskemmt. Auðvitað hvatti Jón manninn í mál en hver skyldi hafa tekið að sér málsvörn fyrir steypusalann annar en þáverandi formaður Neytendasamtakanna!
Óhætt má segja að Jón eigi skrautlegan feril en sennilega slær sonur hans föður sinn í því þegar hann virðist hafa verið steinsofandi í vinnunni sem forstjóri Fjármálaeftirlitisins í aðdraganda hrunsins. Líklega hefur hann með því valdið fleirum meira tjóni en faðirinn.
Í kosningum eiga allir rétt á að greiða atkvæði. Ef þeir mæta ekki á kjörstað, þá er litið svo á að þeir vilji ekki eða kæra sig ekki um að taka þátt. Það er því gróf fullyrðing að telja þá vera á móti enda tóku þeir ekki afstöðu í málinu.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 21.10.2012 kl. 16:16
Langar að setja á link þar sem Elvis tekur eitt flott lag sem tengist stjórnaskrá U.S.A.
Væri gaman ef Ómar gæti gert úr þessu eitthvað íslensk og gott eins og honum er einum lagið
http://www.youtube.com/watch?v=P8xUqKDYkw4
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 17:51
Því miður óttast margir að kosningaþátttaka hérlendis fari að verða í prósenttölum svipuð því sem þekkist í USA og víðar. Þátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær komi til með að vera dæmigerð frekar en eitthvað annað. Hitt má á móti fullyrða, að það fólk sem kom á kjörstað, sé einmitt sá hópur sem lætur sig samfélagsmál einhverju varða og vilji hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Næst held ég að þessi hópur, sem Ómar er einmitt einn helsti málsvari fyrir, þurfi að taka til varna fyrir frumvarp stjórnlagaráðsins til að koma í veg fyrir að Alþingi fari að krukka í það og breyta því á ýmsa lund í þágu sérhagsmunaaflanna. Við þurfum að gera því ágæta fólki sem þar situr ljóst, að þjóðin hefur ekki gefið þinginu neitt leyfi til að gera breytingar á frumvarpinu. Alls ekki.
E (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 18:28
Niðurstöður kosninganna í gær er ekki hægt að lesa öðruvísi en sem ósigur fyrir Bjarna Ben. Það sem hann hafði upp úr krafsinu var sem sagt að veikja stöðu sína ennfrekar sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Túlkun hans á niðurstöðum kosninganna er ótrúverðug. Í gær upphófst nýr kapítuli í sögu lýðveldisins. Í stað þess að taka þátt og nýta sér pólitískt sóknarfæri ákvað Bjarni að mála sig út í horn. Megi hann hvíla þar í friði! Við hin höldum ótrauð áfram á vit spennandi framtíðar og breyttra tíma.
Sigrún Páls (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 18:44
Sammála Sigrún.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 18:59
Hvernig væri að núverandi stjórnvöld einbeittu sér að því að leysa vanda heimilanna og atvinnulausra í stað þess að horfa alltaf í aðrar áttir
fyrst átti að bjarga öllu með ees og núna á fólkið að éta nýja stjórnarskrá í öll mál
Hvað hafði stjórnarskráin með hrunið að gera????
sæmundur (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 19:38
Metnaðarleysi virðist hrjá marga hér enda leggja menn að jöfnu árangur þjóðaratkvæðagreiðslna um áfengi og stjórnarskrá og telja það jafngilt. Sannleikurinn er sá að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunar um stjórnarskrá Íslands árið 2012 er sú næst versta í rúmlega 100 ára sögu slíkra atkvæðagreislna og hefur aðeins einu sinn mælst verri en það var um afnám innflutningshafta á áfengi 1933 (Sic!).
Stórt mál eins og stjórnarskrá Íslands verðskuldar að um hana ríki breið samstaða og að meirihluti kosningabærra manna á Íslandi séu sáttir eins og gerðist um niðurfellingu sambandslagana og um nýja stjórnarskrá 1944, meira að segja Icesave2 var hafnað með atkvæðum 60% atkvæðabærra manna þótt kjörókn hafi bara verið 63%.
Að reyna að selja fólki þá hugmynd að koma þeirra á kjörstað skipti engu máli er vísasta leiðin til að grafa undan lýðræði.
Gleypugangur í breytingum á stjórnarskrá í stjórnlagaráði hefur kannski verið ofar hugmyndinni um breiða samstöðu með þjóðinni, þeim er kannski vorkunn ef uppleggið frá þjóðfundinum var óraunhæft og ekki vænlegt til samstöðu, kannski var uppleggið frá þjóðfundi gott en túlkun stjórnlagaráðs óraunhæf?
Allavega hefur þjóðin talað og engin sátt virðist ríkja um framhaldið eða niðurstöðuna.
http://www.thjodfundur2010.is/other_files/2010/gogn/Samantekt-Thjodfundur-2010.pdf
Eggert Sigurbergsson, 21.10.2012 kl. 20:26
Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:
"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."
"43,8% kjósenda greiddu atkvæði [um Sambandslögin 1918]."
Þorsteinn Briem, 21.10.2012 kl. 20:36
Hvað gerði Sjálfstæðisflokkurinn eftir að Viðreisnarstjórnin féll vegna stefnu hennar í landhelgismálinu?
Í stað þess að halda áfram við að draga lappirnar í útfærslu landhelginnar ákvað flokkurinn að taka forystu og yfirbjóða vinstri stjórnina sem færði landhelgina úr 12 mílum út í 50.
Sjálfstæðisflokkurinn tók upp þá stefnu að færa landhelgina enn frekar út, út í 200 milur og sigur í því máli vannst vorið 1976, aðeins tveimur árum eftir að flokkurinn komst í stjórn.
Ómar Ragnarsson, 21.10.2012 kl. 20:43
Staðreyndin er einföld í þessu kjörsóknarmáli: Þáttaka var bara álíka og í öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum á Íslandi og almennt í heiminum. Svona virka þjóðaratkvæðagreiðslur. þáttakan 1944 var nú alveg sérdæmi og ber að taka útfyrir sviga.
það er de faktó búið að samþyggja nýja stjórnarskrá með þessum kosningum. Tal um eitthvað annað er bara ga ga. Og nýja Skráin verður í öllum meginatriðum á þann veg sem Stjórnlagaráð sagði til um.
það var kosið um þetta sko. Í gær. Tillögur Stjórnlagaráðs samþyggtar. Punktur og basta.
Eins og eg þreytist ekki að benda á er meginbreitingin ákvæði um einmitt þjóðaratkvæði. 10% geta sett mikið til allt í þjóðaratkvæði. Og ennfremur geta menn samið eigin lög og sett í þjóðaratkvæði.
Eg segi þð alveg hreint út að eg hef áhyggjur af hvernig innbyggjarar munu höndla þessi réttindi eða löggjafarvald. Við erum að tala um að lög verða sett og afnumin í þjóðaratkvæði.
Já já, eg veit vel að það er ekki inn akkúrat núna þessi misseri að vara við þessu. En ei veldur sá er varar. Eg hef áhyggjur af þessu. Verð að segja það.
það liggur við að eg mundi frekar vilja bara að kastað yrði tenging til að ákveða hvort lög verði samþyggt eða hafnað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2012 kl. 21:16
Rök um dræma þáttöku er líka hægt að nota á síðustu forsetakosningar, en þar mættu aðeins 70% kosningabæra manna. Af þeim 69% kusu aðeins 53% Ólaf Ragnar. Þar með kaus 1/3 þjóðarinnar ólaf.
Lítur það ekki svolítið ósanngjarnt út að svo lítill hluti geti kosið fulltrúa fyrir alla hina?
Ég kaus ekki Ólaf. En ég lít frekar svo á að það er okkar sem mæta á kjörstað að ráða úrslitum en ekki þeirra sem sita heima. Ég uni við niðurstöðu kosninga hvort sem það er 40% eða 90% sem kýs, og þó niðurstaðan sé mér í hag eða ekki.
Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 22:23
Í bindandi kosningu felur þú vissulega öðrum að ákveða fyrir þig.
Það gildir hinsvegar allt annað um ráðgefandi kosningu, sérstaklega í ljósi þess að valkostirnir voru ekki skýrir og að ákvörðunin verður ekki tekin á þessu kjörtímabili.
Sitjandi þing var í raun að reyna að sækja sér umboð til að taka ákvörðun fyrir það næsta.
Í komandi Alþingiskosningum munu þeir sem heima sátu mæta á kjörstað og hafa þeir ekki afsalað sér rétti sínum til að hafa áhrif á framgang málsins. "Meirihlutinn" úr þjóðaratkvæðagreiðslunni mun ekki duga til að knýja það fram og það er þess vegna sem áhugamenn um stjórnarskrárskipti eru að reyna að tala upp úrslitin og stilla hlutum þannig upp að þingið sé siðferðilega bundið af þeim.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 00:42
"Í bindandi kosningum felur þú vissulega öðrum að ákveða fyrir þig ef þú situr heima", átti að standa.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 00:43
Ó hvað þetta eru hallærisleg rök. Hvernig veist þú að þeir sem sátu heima núna geri það ekki næst?, hvers vegna "ef að það fólk fer nú að kjósa" hvers vegna ætti það að kjósa öðruvísi en það fólk sem kaus núna? og hvers vegna eru áhugamenn um stjórnarskrárskipti að reyna að tala upp úrslitin en öfugt "að þú og þínir að tala þau niður?" og hvers vegna mætti þetta fólk ykkar bara ekki á kjörstað núna?, hvað var það að hugsa?
eru þetta þessir ábyrgu aðilar sem að við eigum að hengja traust okkar á sem mætu ekki á kjörstað núna? og hvað gerir það þá svona ábygt og gáfaðara en þeirra sem mættu?
Fólkið sem mætti ekki er 1. sumir fara aldrei á kjörstað 2. sumir fara bara og kjósa til alþinggis 3. sumir komust ekki vegna einhverra aðstæðna (ég meðal annars) 4. sumir höfðu ekki áhuga á þessu málefni (það fólk mun ekki bjarga ykkur anyway) 5. sumir voru ekki vissir um hvað þeir vilja og láta þá öðrum um valið
ég held að ekki hafi verið einhver stór hópur af einhverju athvæði þarna og spyr þá HVERS VEGNA Í ANSK..... MÆTI ÞETTA F'OKL YKKAR ÞÁ EKKI OG KAUS?
Siggi (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 01:30
Kannski af því að þetta var ekki bindandi kosning?
Annars þarft þú ekki að hafa áhyggjur af neinu ef þessi ríki þjóðarvilji sem kosningin mældi er raunverulega til staðar.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 01:37
En hvað seigir þér að þetta fólk sem sat heima hefði kosið eitthvað öðruvísi en það sem fór á kjörstað þó þetta hafi ekki verið bindandi kosning :)
er hættur þessu samt núna, þú mátt trúa því sem þú villt í þessu og það angrar mig ekki, við sjáum bara hvernig það fer svo síðar þegar það verður kosið um sjálfa stjórnarskrána og þá mæta bara allir þínir menn og gera út um þetta :)
Siggi (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 02:24
Hvet þá alþingismenn sem eru á móti tillögum stjórnlagaráðs að gera sjálfstæðar tillögur sem þá væri hægt að kjósa á milli Og leyfa hinum að klúðra málinu.
Þetta er lýðræðislegaata tilhögun á þessu klúðursmáli. En næstu kostningar meiga þó ekki snúast um stjórnarskráina heldur lélegn árangur núverandi ríkisstjórnar.
Hörður Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 13:58
"Starfandi Íslendingum hefur fjölgað um 7.500 á einu ári.
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nú í september var atvinnuleysi komið niður í 5% (en mældist 6% fyrir ári) og skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun nú í september var 4,9% (en var 6.6% fyrir ári).
Og samkvæmt könnun Hagstofunnar fyrir september síðastliðinn hefur starfandi fólki fjölgað um 7.500 frá september í fyrra."
Þorsteinn Briem, 22.10.2012 kl. 18:03
Svo er að sjá að sumir telji alla þá sem ekki kusu hafa með því lýst yfir andstöðu við frumvarpið með því að vilja ekki styðja það með atkvæði sínu. Þessir menn leggja saman þá sem sögðu nei á kjörstað og þá sem ekki kusu og fá út að 2/3 hlutar þjóðarinnar hafi sýnt andstöðu sína við frumvarpið.
Samkvæmt þessu ætti sem sagt að vera hægt að búa til tvenns konar kjósendur:
1. Þeir sem eru meðmæltir og fara á kjörstað til að segja já og hafa áhrif.
2. Þeir sem eru á móti og þurfa ekki að fara á kjörstað til að segja nei.
Og nú spyr ég: Af hverju þarf bara jáfólkið að fara á kjörstað en ekki þeir sem eru á móti? Er það jafnræði?
Ómar Ragnarsson, 22.10.2012 kl. 22:33
Verðbólgan hér á Íslandi var 4,3% í september síðastliðnum og stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75% en í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans, var verðbólgan hér 18,6% og stýrivextir Seðlabankans 18%.
Og árið 2006, í miðju "góðærinu", var 2,9% atvinnuleysi hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 23.10.2012 kl. 02:43
Ómar: Það eru tvö atriði sem þú horfir ekki á:
1) Þjóðaratkvæðagreiðaln var ekki bindandi.
2) Það er ekki hægt að ljúka málinu fyrir þingkosningar.
Það er tómt mál að tala um að sá helmingur þjóðarinnar sem ekki kaus hafi sagt pass því að það lá alltaf fyrir að ekki væri um lokafgreiðslu að ræða. Af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær eru,ákvað fólk í þessum hópi að taka ekki þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um óbirt plagg en það mun koma að málinu áður en því lýkur.
Þú verður að spyrja Jóhönnu og félaga ef þú vita nákvæmlega hvað þeim gekk til með að halda þessa atkvæðagreiðslu en það var alltaf ljóst að hún myndi ekki gera út um málið eða ramma umræðuna inn á einhvern hátt nema stuðningsmenn stjórnarskráskipta gætu sýnt rækilega fram á styrk sinn. 70 þ. "já" eru ekki nóg til þess.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 03:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.