Óvenju skýrar merkingar. Ónýt afsökun.

Nú í haust hef ég átt leið inn á hálendisleiðir og séð að aldrei hefur áður verið hugað jafn vel að því að loka leiðum sem hafa orðið ófærar fyrir óbreytta bíla.

Við Kárahnjúkastíflu var lokunin sérlega vel grunduð, því að þar var keðja lögð yfir upphækkaðan veg þar sem voru of djúpir skalfar báðum megin til þess að hægt væri að komast yfir þá á óbreyttum bílum.

Það tryggði að ef einhver ætlaði að reyna við leiðina, festi hann bílinn strax en ekki langt inni á leiðinni.

Við töku myndar um akstur í óbyggðum sá ég útlendinga bruna fram hjá stórum upplýsingaskiltum við upphaf leiðar og kom síðan að þeim þar sem þeir óku´út fyrir leiðina og utan vegar og þóttust ekki vita neitt.

Afsakanir þessa fólks eru ónýtar og brýnt að reynt sé að koma því til leiðar að allir séu uppfræddir um lágmarks atriði aksturs út fyrir kerfi aðalvega.


mbl.is Hugleiddu að ganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem við erum svo heppin að búa á eyju, og hver svo sem kemur hingað til lands í þeim tilgangi að aka um landið þvert og endilangt þarf að sitja í flugvél eða skipi á leiðinni, ætti að vera létt mál að skylda alla til að skila inn undirskrifuðu plaggi um það að þeir hafi kynnt sér reglur um akstur, vegalokanir og annað þvílíkt. 

Þetta gera Ástralir (varðandi spurninguna um það hvort fólk sé að flytja með sér einhvern tollskyldan varning, plöntur, matvæli eða annað) og að ég held BNA líka.  Meö svona undirskrift í hönd, væri líka auðvelt mál að senda fólki reikning fyrir björgunaraðgerðum, þegar það hefur á heimskulegan hátt komið sjálfu sér og börnum sínum í vandræði.  Nokkuð sem í versta tilfelli getur kostað fólk lífið, og okkur ber því að taka alvarlega.

Birgir Birgisson (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband