26.10.2012 | 11:47
Hinn stóri vogunarsjóður: Ísland.
Íslenska hagkerfið í heild og hinn íslenski ríkissjóður voru stór vogunarsjóður í því sem ég vil nefna sínu rétta nafni, uppbyggingu Hrunsins.
Sú uppbygging fólst í fjárfestinga- og virkjanaæði sem smitaði út frá sér í ofurþenslu um allt hagkerfið, sem fjármálafyrirtækin stukku á með sköpun mesta og hraðasta lánafyllerís, sem um getur í sögu nokkurrar þjóðar, miðað við stærð hennar.
Allir létu sér góðærið (gróðærið) vel líka og þeir sem höfðu uppi aðvaranir voru kallaðir afturhaldsseggir, nöldrarar og andstæðingar atvinnuuppbygginar, sem þyrftu að fara í endurhæfingu ef þeir voru virtir erlendir sérfræðingar á þessu sviði.
Hágengi krónunnar gaf færi á að fá allt að þriðjung kaupverðs erlends varnings gefins og að halda uppi tilbúinni velmegun með tilheyrandi kaupæði.
Erlendir vogunarsjóðir voru fyrirferðarmiklir við að fjárfesta í íslensku krónunni, enda var augljóst að þeir sjálfir voru ekki aðal vogunarsjóðirnir, heldur var hið gróðasjúka Ísland stærsti vogunarsjóðurinn með langmestu áhættuna með sitt "íslenska efnahagsundur."
Nú súpum við seyðið af þessu öllu og enn eru það erlendir vogunarsjóðir sem spila upp á það að fá sitt út úr vogunarsjóðnum mikla, hinu íslenska hagkerfi, sem býr við sívaxandi "snjóhengju", hinni sömu og enginn hafði áhyggjur af þegar farið var með himinskautum í uppbyggingu Hrunsins með hugsunarhættinum "take the money and run!"
Þrátt fyrir Hrunið virðast menn elska vogun og áhættu með dýrgripi eins og Mývatn og mögnuðustu náttúruperlur Reykjanesskagans, bara til þess að gefa útlendingum orkuna á lægsta verði heims og ná í skammvinna þenslu vegna "mannaflsfrekrar framkvæmda" sem endast aðeins nokkur ár á hverjum stað.
Áhættan er gríðarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn - TRAUST efnahagsstjórn, stærsta velferðarmálið!
Framsóknarflokkurinn - ÁRANGUR ÁFRAM, ekkert stopp!
Þorsteinn Briem, 26.10.2012 kl. 17:26
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.
Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"You ain't seen nothing yet!""
Þorsteinn Briem, 26.10.2012 kl. 17:29
Já hátt hreykir heimskur sér.
pollus (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.