"Skjóta helvítin !"

Mér dettur oft í hug veiðimannstýpan sem Laddi gerð í ógleymalega hér um árið, sem hafði að orðtaki yfir allt kvikt sem hann sá: "skjóta helvítin!" þegar jarðýtufíklarnir fá í hnén yfir möguleikunum á að vaða á flest sem fyrir verður í nafni framfara og atvinnuuppbyggingar.

Ef ég væri ekki upptekinn á Akureyri á morgun myndi ég sem gamall Kaldæingur, sem kynntist töfrum hraunalandslags í þrjú heil sumur,  svo sannarlega vilja ganga með Jónatani Garðarssyni og fleirum Hraunavinum um vegstæði fyrirhugaðs Álftanesvegar á morgun til að vekja athygli á því sem til stendur að gera þar með lagningu nýs vegar og umturnun Gálgahrauns í stað þess að breikka og byggja upp núverandi veg.

Ég á oft leið um núverandi veg á öllum tímum dagsins og hef aldrei orðið þess var að þar væru einhver sérstök umferðarvandræði.

Þar að auki verður ekki betur séð en að hægt sé að breikka veginn upp í 3-4 akreinar án þess að ganga eitthvað óhæfilega á lóðirnar við veginn. Helsti flöskuhálsinn eru gatnamótin við Engidal, sem ætti að vera hægt að bæta.

Þau rök er einkennileg að vegna þess að til hafi staðið upphaflega að rústa hrauninu miklu meira sé það einhver réttlæting á því að skemma það meira.

En enn virðist rík sú skoðun hér á landi að hraun, klettar, sandar og öræfi séu eitthvað ómerkilegt og óæskilegt.

Minnir mig á ráðstefnu fyrir 12 árum um fyrirhuguð hervirki á öræfunum austanlands þar sem væri landslag sem ætti frekar erindi inn á heimsminjasrká UNESC0.

Upp stóð gamall maður og þrumaði yfir okkur: "Ég sit ekki lengur undir þessu kjaftæði um að öræfin séu einhvers virði. Ég er búinn að heima fyrir austan í hálfa öld og veit vel með hverju við getum helst lokkað útlendinga til landsins. Það er Hallormsstaðarskógur!"

Framundan getur hins vegar orðið erfið barátta við þá sem eru haldnir "skjóta helvítin!" heilkenninu, sem birtist í því að horfa á Gálgahraun og hrópa: "Brjóta helvítið niður!"


mbl.is „Viljum benda á það sem betur má fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á oft leið þarna og hef aldrei lent í vandræðum en hins vegar sé ég af hverju fólk telur þennan kafla hættulegan, við afleggjarann við Hrafnistu eru bílar að beygja inn og út og ef menn eru ekki með hugann við umhverfið, bílana sem stoppa og mótumferðina í beygjunni frá Álftanesi (sem sést ekki strax, er í hvarfi fyrst) og keyra hratt þá getur kaflinn verið hættulegur.  Af hverju er samt ekki hægt að leysa þetta með hringtorgi eins og nefnt er hér: http://www.hraunavinir.net/2012/10/sattahond-i-galgahrauni/ , nýlega voru menn t.d. að gera hringtorg austan við Selfoss og eina vandamálið er smá aðlögunartími þá er málið leyst, af hverju gildir ekki sama um afleggjarann við Hrafnistu, myndu menn ekki bara læra að hægja á sér og fara um hringtorgið, rétt eins og alls staðar annars staðar þar sem menn venjast hringtorgum.

Ari (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 00:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það furðulega er að þarna eru menn með stórbrotnar hugmyndir með mislæg gatnamót vegna 2500 manna byggðar á sama tíma sem fjölförnustu gatnamót landsins eru ekki mislæg.

Ómar Ragnarsson, 29.10.2012 kl. 01:46

3 identicon

Já það er furðulegt og vantar í raun ekki miðað við umferðina. Svo tekur þetta allsvakalega mikið pláss með sínum slaufum.

Ari (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband