27.10.2012 | 23:48
Stefnt að því að svara þessum 87% næsta vor.
87% aðspurðra í könnun um utanvegaakstur sögðu að fræðslu um hann væri ábótavant.
Ég hef nú lokið myndatökum sem staðið hafa yfir í sumar og haust fyrir ítarlega fræðslukvikmynd um akstur í óbyggðum, sem ég stefni að að klára næsta vor ef mér tekst að klára að klára að fjármagna gerð hennar.
Þar mun geta að líta slíkan akstur á mismunandi aldrifsbílum á 33ja ára tímabili, allt frá Snæfellsnesþjóðgarði austur á öræfin fyrir austan Snæfell og frá Mývatnsöræfum suður í Skaftártungu. Myndirnar hér á síðunni eru teknar í ferðum á þessu ári á leiðinni inn í Öskju og upp í Hrafntinnusker.
![]() |
Spennandi að spæna upp gróður? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott framtak hjá þér Ómar og hlakka til að sjá þá mynd. Þú hefðir kannski mátt fara lengra aftur í tímann, allt aftur til þess er frumkvöðlar fóru að aka bílum um hálendið og búa til nýja vegi. Sýna hvernig þeir lásu landið og völdu sér leiðir svo minnst mætti skaða náttúruna.
En það er kannski önnur saga, saga veglagninar á landinu, og þó. Áðr en vegir voru lagðir var öll umferð utanvega og því brýnt að varlega væri stigið til jarðar.
Gunnar Heiðarsson, 28.10.2012 kl. 08:13
Ég stefni að því að nota búta úr fræðslumynd um þetta efni sem ég gerði í ferð með Guðmundi Jónassyni árið 1979.
Ómar Ragnarsson, 29.10.2012 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.