Þarf að skoða allan pakkann.

Ég hef ekki kynnt mér þær forsendur sem bílatímaritið Green Car Journal gefur fyrir vali sínu á grænustu bílum ársins, en það eitt að tala um grænan bíl er vafasamt út af fyrir sig, því að engir af þeim bílum, sem nefndir taldir eru líklegir til að hreppa hnossið er algrænir, heldur kannski mismunandi grágrænir, þar sem grái liturinn er grunnliturinn og hinn græni aðeins slikja.

Á bak við hvern bíl, sem framleiddur er og notaður liggur miklu meira en hrein eldsneytis- eða orkueyðsla, heldur einnig sú orka, útbrástur, hráefni, fjármunir og vinnuafl, sem að baki framleiðslu hans liggur og síðan einnig hvað verður um bílinn og efnin í honum, þegar hann hefur lokið hlutverki sínu.

Ef bíll með grænni slikju, sem endist aðeins nokkur ár, er borinn saman við miklu minni bíl, sem að vísu skilar tiltöluleg meira af koldíóxíði út í andrúmsloftið, miðað við stærð, en er látinn endast í tvöfalt eða jafnvel þrefalt lengri tíma, þarf að taka þann sparnað á orku, hráefnum, fjármunum og vinnuafli, sem fæst með því að draga það að láta bílinn enda sinn feril, svo að framleiða þarf annan bíl í staðinn.

Það fer allt eftir forsendunum og mati á þeim hver útkoman verður, og með ákveðnu spili með forsendurnar fékkst sú furðulega útkoma fyrir nokkrum árum að tiltölulega þungur amerískur bíll var talinn grænastur.

Mér fannst hún geta lyktað af því að rannsakendurnir hafi gefið sér forsendur sem réttlættu stærri bíla en flestir ímynda að gætu verið svona grænir.


mbl.is Grænustu bílarnir valdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þótt þetta passi ekki alveg inn hér þá langaði mér að beina þessu að þér og stjórnlagaráði og spyrja. hvaða hugmyndafræði var á bak við að 15% þjóðarinnar þyrfti að byðja um þjóðarkosningar þegar aðeins þarf 1.5% í Sviss. og eða 0.75%.

Það mætti kannski bæta við hér en í bloggi mínu í dag set ég smá skýringu og slóð að Svisslenskri grein. En Þar er talað um þjóðarkosningar. 1.5% Svisslensku (ca.100.000) þjóðarinnar getur komið af stað þjóðarkosningar ef þau vilja koma tillögu um einhvað málefni.

Ef þau vilja Breytingar á nýjum lögum þá er það hægt innan 100 daga frá því að þingið samþykkti lögin með aðeins 0.75% af þjóðinni. (ca.50.000)

Hvaðan er þessi hugmyndafræði sem stjórnlagaráð okkar kom með sem segir að við þurfum 15% undirskriftir til þess að krefjast þjóðarkosningar.???

Valdimar Samúelsson, 28.10.2012 kl. 17:50

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í upphaflegum tillögum stjórnlagaráðs var gert ráð fyrir 10% en í þeim löndum, sem hafa líkast lagaumhverfi og við er talan í kringum 15%

. En það má ekki einblína á prósentutölurnar. Tveir fulltrúar úr stjórnlagaráði, Salvör og Nordal og Þorkell Helgason, fóru sérstaka ferð til Sviss til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslu þar og kynna sér fyrirkomulagið þar í landi út í hörgul.

Þá kom í ljós, að kröfurnar um þær eru svo strangar að að meðaltali líða 3-4 ár frá því að fyrst er farið af stað með málin þangað til greidd eru atkvæði um þau.

Ef menn halda að þetta séu einhver facebook-dæmi í öðrum löndum, þá er það mikill misskilningur.  

Ómar Ragnarsson, 29.10.2012 kl. 01:43

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta með "allan pakkan" á einnig við um sparperurnar svokölluðu. Ýmsir hafa bent á að þær séu ekkert sérlega grænar þegar nánar er skoðað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2012 kl. 09:52

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka fyrir Ómar. Það er þá satt að það er Þingmanna túrismi til Sviss en það var sagt í þessari ummræddu grein sem ég las. Ég myndi settla á að það yrði 10% sem mættu koma af stað þjóðarkosningum. Ég hefði vilja heyra meira frá þér í þessum efnum en þú hefir verið alveg lokaður á pólítísk comment að einhverjum ástæðum. Þú t.d. hefir aldrei sagt orð á móti eða með ESB.

Valdimar Samúelsson, 29.10.2012 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband