Ójafn leikur íslenskra fyrirtækja?

Það er víðar en í Frakklandi þar sem spurning vaknar um réttmæti þess að fjármunum ríkisins sé eytt í eina bílaverksmiðju umfram aðrar.

Þessi spurning var líka uppi í Bandaríkjunum þegar hinum "þremur stóru" var mismunað þannig að þeir fengu stórar fúlgur sem höfðu verið með versta reksturinn og var því í raun umbunað fyrir það.

Við þekkjum þetta hér á landi á ótal sviðum fyrirtækjareksturs.

Hér hefur til dæmis milljörðum verið eytt í stærstu bílaumboðin á sama tíma og upp í hugann koma umboð fyrir Suzuki, - Honda/Peugeot - og Chevrolet, sem ekki ekki hlotið umbun fyrir rekstur sem hélt þeim frá gjaldþroti.

Lengst af á síðustu öld var sagt að það sem væri gott fyrir General Motors væri gott fyrir Bandaríkin og þar með slegið föstu að GM væri of stórt til þess að það mætti láta slíkt ofurfyrirtæki rúlla.

Þetta virðist vera eins konar lögmál í bæði stórum og smáum ríkjum gagnvart stórum fyrirtækjum, sem talin eru of stór til þess að þau megi verða gjaldþrota.


mbl.is Ójafn leikur bílaframleiðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband