Belti og axlabönd.

Ég tel rétt að kvitta og þakka fyrir hugulsemi Jóns Loga Þorsteinssonar bónda á Vestri-Garðsauka við Hvolsvöll bæði fyrr og nú og lýsir sér í myndum hans.  

Stundum er talað um að notuð séu bæði belti og axlabönd. Glögg augu hans tóku eftir því að þar sem bandið í krók á vinstri væng Frúarinnar á túninu hans var farið að verða svolítið nuddað eftir að hafa oft verið með sama hlutann á sama stað í króknum á vængnum, þar sem vélin var bundin í festingar sem hann og vinir hans höfðu útbúið með því að grafa ankeri niður í túnið. (Sjá fyrra blogg)

Því taldi hann ekki verra að tryggja það enn betur en áður, að bandið héldi, úr því að það hafði gert það mestallan tímann, sem óveðrið gekk yfir. Hvolsvöllur var besti staðurinn utandyra, stöðugastu og jafnastur vindur og minni og jafnari en til dæmis í Reykjavík.  

Í dag er blíða og nú stendur til að nýta hugsanlega síðasta daginn, sem allt Suðurlandsundirlendið er marautt í glaða sólskini og taka loftmyndir af akstri Helgu minnar á jeppa sínum á Landmannaleið fyrir myndina "Akstur í óbyggðum".

Nú fer í hönd dimmasti hluti ársins og snjóalög óviss á sunnlenskum túnum. Þess vegna er ætlunin að fara með Frúna til Reykjavíkur, þar sem flugvellinum er alltaf haldið opnum með mokstri.

Verður það í fyrsta sinn í tvö ár sem báðar frúrnar mínar verða nálægar mér dag og nótt.


mbl.is Frúin ekki haggast í óveðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Leiðinlegt að þið séuð að fara, hefur verið gaman að hafa hana þarna.
Verið velkomin aftur :)

Teitur Haraldsson, 4.11.2012 kl. 17:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir. Vonast til að geta tekið aftur upp þráðinn þegar vorar.

Ómar Ragnarsson, 4.11.2012 kl. 22:28

3 identicon

Mér þykir orðið það vænt um FRÚna að ég hlakka til að hitta hana aftur, og lofa því að passa upp á að hún strjúki ekki og sé vel girt, - þótt bæði kunni að þurfa belti og axlabönd. Mætti gera vísu um þetta, - hmmm...

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband