4.11.2012 | 19:56
Sést varla út fyrir saltslikju.
Reykjavík er að mestu leyti afar vel sett veðurfarslega. Í júlí mælist hvergi hærri meðalhiti á landinu en við Elliðaárstöð.
En vestar á Seltjarnarnesi er furðu mikið svalara og það stafar af því, að að austast í borginni nýtur skjóls af Esjunni í norðanátt, en í vesturborginni er þá norðanstrengur, sem kemur út Hvalfjörðinn og nær alla leið suður á ytri hluta Reykjanesskagans.
Reykjavík nýtur líka góðs af Reykjanessfjallgarðinum í rökum sunnan- og suðaustanáttum. Úrkoma er næstum tvöfalt meiri árlega í austurjaðri hennar, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar en í gömlu miðborginni.
Ingólfur Arnarson valdi staðinn vel, enda nákvæmlega sama útsýni yfir Kollafjörð og yfir Dalsfjörð í Noregi og landshættir jafnvel betri hér en þar í árdaga.
En einn galli er á veðurlaginu í Reykjavík. Í miklum vindi ber stormurinn saltstorku yfir borgina í meira en helmingi vindátta, allt frá norðaustri til suðsuðvesturs.
Þótt ég eigi heima í íbúð í blokk sem liggur í um 35 metra hæð yfir sjó og allnokkra vegalengd frá Laugarnesi, eru gluggarnir í henni svo mattir af salti eftir óveður undanfarinna daga, að varla sést út um þá.
Verra er að bílar eru ataðir þessum óþverra og því bráðnauðsynlegt að þvo þá eins fljótt og auðið er.
Ég var suður í Hafnarfirði í fyrrakvöld og þar var greinilega minna saltrok.
FRÚin var að vísu brúnlituð af moldroki þegar ég kom að henni við Hvolsvöll í dag, en það var "hreinn" skítur, mold ofar af Suðurlandsundirlendinu og afréttum Hreppamanna, en ekkert salt.
Brimrótið jós grjóti á land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Vindrósir innan höfuðborgarsvæðisins eru nokkuð breytilegar eftir því hvar mælt er.
Ráða því væntanlega bæði mannvirki næst mælistað og landslag [þar á meðal gróður].
Þannig mælast norðanáttir (NNV, N og NNA) í um 17% mælinga á Einarsnesi í Rvík [við Reykjavíkurflugvöll] en mældust vart í Jaðarseli í Rvík og á Marbakkabraut [í Kópavogi] (1%) á sama tímabili."
Vindrósir í Reykjavík
Einarsnes í Skerjafirði -Meðalvindhraði hverrar vindáttar, m/sek
Árlegur hvassviðrastundafjöldi á nokkrum veðurstöðvum á höfuðborgarsvæðinu 2002-2005, sjá bls. 10
Þorsteinn Briem, 4.11.2012 kl. 21:03
Ómar. Mér fannst þetta veður líkjast því að í gangi væru margir hvirfilvindar. Ég er enn að velta fyrir mér, hvers vegna svona vindar eru mögulegir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.