6.11.2012 | 17:24
Hraunin segja ekki alla söguna.
Hraunstraumar hafa runnið eftir ísöld ofan í þrjú bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfjörð. Þegar fólk horfið á þessi hraun nú, ályktar það sem svo að ný hraun gætu runnið sömu leið og áður á öllum þessum stöðum.
En þetta er ekki svona einfalt. Eftir að tveir af þessum hraunstraumum, Garðahraun og Hafnarfjarðarhraun runnu, féll jörð niður austan svonefnds Hjallamisgengis, svo að hraun kæmust ekki yfir það nú, nema misgengið gengi til baka eða að hreinlega gysi á misgenginu sjálfu.
Á hinn bóginn er engin fyrirstaða sem stöðvað gæti hraun, sem rynni að nýju niður í Elliðavatn og um Elliðaárdal til sjávar. Nýtt hraun, sem rynni þessa leið myndi hugsanlega búa til nýja Rauðhóla í stað þeirra sem eyðilagðir voru af mannavöldum og nýtt hraun í Elliðaárdal í stað þess sem menn eru nú að þekja skógi og gróðri.
Og byggðin í Hafnarfirði og öll mannvirki, sem reist hafa verið á sléttunni suðvestan við Hvaleyrarholt og Ásfjall yrðu berskjölduð fyrir nýjum hraunstraumum.
Nóg gæti orðið af nýjum eldstöðvum til að leggja til þessi nýu hraun í Bláfjöllum og á svæðinu frá Búrfellsgjá til Óbrynnishóla þar sem ummerkin um umbrotin eftir ísöld blasa við.
Rætt við Harald vegna eldgosahættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni
Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga, sjá bls. 6 (pdf)
Reykjanesskagi
Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 17:41
"Reykjaneskerfið (vestast) er um 35 km langt og 5-15 km breitt. Það nær frá Reykjanesi að Grindavíkursvæðinu og að svæði suðaustan við Voga á Vatnsleysuströnd í NA.
Síðasta eldgosahrina varð á fyrri hluta 13. aldar, þ.e. Reykjaneseldar, u.þ.b. 1211-1240.
Trölladyngjukerfið er 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Það teygir sig frá Krísuvík og norður í Mosfellsdal í NA-SV stefnu.
Síðustu gos eru talin hafa átt sér stað á 12. öld, í Krísuvíkureldum, u.þ.b. 1151-1180.
Brennisteinsfjallakerfið er skilgreint 45 km langt og og 5-10 km breitt og teygir sig frá Geitahlíð í suðri, yfir Bláfjöll og að Mosfellsheiði í NA-SV stefnu.
Síðustu gos eru talin hafa orðið á 9.-10. öld (Bláfjallaeldar). Óstaðfestar heimildir greina einnig frá gosum á 13. og 14. öld sunnarlega í kerfinu.
Hengilskerfið er um 100 km langt og 3-16 km á breidd. Síðustu eldgos eru talin vera frá fyrir 2000 árum, á gossprungu sem náði frá Sandey í Þingvallavatni og suður fyrir Skarðsmýrarfjall og er m.a. Gíghnúkur á þeirri sprungu."
Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga, sjá bls. 5-6 (pdf)
Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 17:48
Eldgos í Heimaey "hófst skyndilega aðfaranótt 23. janúar 1973, þegar jörðin rifnaði austur af Kirkjubæ og tæplega 2 km löng rifa opnaðist, þar sem áður voru tún, um 200 metra frá næstu húsum.
Það sem engan hafði órað fyrir var orðið! Eldgos á Heimaey eftir 5.000 ára goshlé.
Uppaf sprungunni teygðu logandi eldstólpar sig til himins. Hraun vall upp úr sprungunni, sem náði frá flugvellinum á miðri háeynni og norður að innsiglingunni við Ystaklett."
Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 17:50
Flesta óraði ekki fyrir þessu. En - það voru jarðskjálftar á undan sem dýr skynjuðu vel, og ein ung stúlka sá þetta fyrir skömmu nokkrum dögum áður, það er staðfest.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 18:05
Á þessari vefsíðu http://www.eldgos.is/reykjanesskagi/ hef ég tekið saman yfirlit yfir Reykjanesskagann.
Persónulega botna ég ekki í að íbúðabyggð hafi verið leyfð í Vallahverfinu á sínum tíma og enn er verið að teygja hverfið suður og austurátt yfir hraun sem runnin eru eftir landnám. Mér skilst að talað hafi verið við 80 sérfræðinga þegar hverfið var hannað en enginn af þeim var jarðfræðingur! Þetta hverfi mun fara undir hraun, spurningin er ekki hvort heldur hvenær.
Elliðaárvogurinn er ólíklegri, í fyrsta lagi þyrfti mjög stórt gos til að hraun færi alla leið en hitt hef ég heyrt frá jarðfræðingum að ástæðan fyrir því að nánast engin byggð er í Elliðaárdalnum sé einmitt sú að halda honum opnum fyrir mögulegum hraunstraum. Það er skynsamlegt jafnvel þó líkurnar séu ekki miklar. En spurningin er þá hvort Norðlingaholtið sé ekki á hættusvæði, hef ekki kynnt mér það.
Óskar, 6.11.2012 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.