14.11.2012 | 17:50
"Þú færð banvæna áunna sykursýki innan fárra mánaða ef..."
"Þú færð áunna sykursýki innan fárra mánaða ef þú gerbreytir ekki um mataræði". Þessi orð sagði læknir við mann einn, sem glímdi við offitu og þurfti að horfast í augu við hinn bitra sannleika.
Hvítasykurinn er sennilega miklu skæðara fíkniefni en mörg þeirra viðurkenndu fíkniefna, sem talin eru ólögleg. Neysla nútímafólks á honum að meðaltali er langt ofan við heilsuverndarmörk og framtíðin í heilsufari þjóðarinnar er ekki björt ef svo fer fram sem horfir.
Einn lúmskasti skaðvaldurinn felst í blöndunni koffein-hvítasykur eða koffein-hvítasykur-fita. Sem sagt: "Þjóðarrétturinn" Kók og Prinz, sem maður límdist á árunum 1957 og þar á eftir, þegar þjóðin tók ástfóstri við austur-evrópskt kommakex í bland við amarískan kapítalistadrykk.
Mér telst til að ég hafi innbyrt 50 tonn samtal af fitu í gegnum pólska kexið, sem ég ákvað í hitteðfyrra að taka út af fæðulista mínum og borða bara eitt stykki um hverja helgi til hátíðarbrigða.
Erfiðara er að minnka neyslu hinnar lúmsku blöndu koffeins og hvítasykurs í Koladrykkjum vegna þess að maður finnur alveg fráhvarfseinkennin ef neyslunni er hætt, rétt eins og gerist hjá fólki, sem getur verið án kaffis.
Líkamsþyngdin og fitan á skrokknum er augljósasta merkið um það að í óefni stefni. Lækningin er aðeins ein: Breytt og betra mataræði til að minnka orkuinnstreymið og hreyfing til að auka orkueyðsluna.
Sykursýki leggur fólk hljóðlega að velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mörlandinn með lengstan lók,
litla fékk sér oft hann kók,
líka prins og soldinn smók,
og sætar hann að aftan tók.
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.