15.11.2012 | 00:25
Hluti af síbyljunni um "hreina og endurnýjanlega orku".
85% af orku háhitasvæðanna, sem virkjuð eru til rafmagnsframleiðslu, fer óbeisluð út í loftið. Að meðaltali reikna vísindamenn með því að orkan endist aðeins í 50 ár. Forráðamenn Hellisheiðarvirkjunar biðja um átta ára frest til að reyna að finna lausn á loftmengunar- og niðurdælingarvandamálum Hellisheiðarvirkjunar. Töldu sig þó fyrir tíu árum vera búnir að leysa þetta.
Er það furða þótt Elín Pálmadóttir blaðamaður furði sig á því í Morgunblaðsgrein í dag á því þessum kjarna málsins skuli sleppt í umræðunni.
En þeirri spurningu er auðsvarað. Það hefur skipulega verið að fela og er enn verið að fela þessar staðreyndir með síbyljutali um "hreina og endurnýjanlega orku" sem viðhaft er alls staðar þar sem því verður við komið, bæði hér á landi og erlendis.
Og um leið og vakin er athygli á þessu sér maður á blogginu hvernig menn koma fram og afgreiða þessar staðreyndir sem bull, af því að þær eigi uppruna sinn úr 101 Reykjavík.
Eftirtaldir vísindamenn og kunnáttumenn eru þar með vitleysingar: Guðmundur Pálmason, Jóhannes Zoega, Bragi Árnason, Sveinbjörn Björnsson, Grímur Björnsson, Jónas Ketilsson, Guðni Axelsson, Ólafur Flóvenz, Stefán Arnórsson, Sigmundur Einarsson o. s. frv.
Þeir eru allir sammála í meginatriðum um eðli jarðvarmans og styðjast við áratuga rannsóknir og mælingar út um allt land. Þekki engan vísindamann sem heldur öðru fram.
En, nei, bloggararnir og skoðanabræður þeirra vita þetta betur og maður sér því meira að segja haldið fram að orkan muni aukst, því meira sem af henni er tekið og álit og niðustöður rannsókna vísindamannana sé rugl, af því að það kemur úr "101 Reykjavik" frá "Lattelepjandi kaffihúsalýð" og þar með er það tóm tjara.
Á meðan umræðan öll er á þessu plani vanþekkingar, óskhyggju og þöggunar verður Elínu Pálmadóttur því miður ekki að ósk sinni að rætt verði um kjarna málsins.
Á að fullnýta orkuna...? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Að meðaltali reikna vísindamenn með því að orkan endist aðeins í 50 ár. "
Hvaða forsendur hafa menn til þess að halda þessu fram? Reynsluna frá 100 ára gamalli jarðvarmavirkjun á Ítalíu sem framleiðir meiri raforku en allar jarðvarmavirkjanir á Íslandi, samanlagt? Eða 50 ára reynslu frá Kaliforníu, þar sem svipað er upp á teningnum?
Fyrst áætla menn orkuna sem virkjunarstaðurinn hefur að geyma. Ef nýtingin reynist of ágeng þá er það virkjunaraðilanum í hag að stýra nýtingunni í átt að sjálfbærni. Hvernig fara þessir herramenn sem þú nefnir, að því finna út 50 ára endingartíma "að meðaltali" á virkjunum sem eru rétt að slíta barnsskónum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2012 kl. 01:47
HÉR er öfgalaus umfjöllun um fjölnýtingu jarðvarma. Fjölnýting lagar þetta 15% nýtingarhlutfall sem Ómar nefnir, töluvert.
Veistu hvað bílvél nýtir hátt hlufall af orkunni sem hún eyðir, Ómar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2012 kl. 01:52
Sæll Ómar
Þú skrifar "Eftirtaldir vísindamenn og kunnáttumenn eru þar með vitleysingar: Guðmundur Pálmason, Jóhannes Zoega, Bragi Árnason, Sveinbjörn Björnsson, Grímur Björnsson, Jónas Ketilsson, Guðni Axelsson, Ólafur Flóvenz, Stefán Arnórsson, Sigmundur Einarsson o. s. frv.".
Ég skil ekki hvað þú átt við með að skrifa svona um þessa heiheiðursmenn. Sveinbjörn og Bragi kenndu mér eðlisfræði og efnafræði, Jóhannesi kynntist ég á sínum tíma og Stefán þekkti ég á árum áður, og...
Þarna nefnir þú líka Guðna Axelsson og Ólaf Flóvenz. Haustið 2009 var haldinn opinn fundur um Sjálfbæra nýtingu jarðhitans. Mér þykir líklegt að þú hafir verið á þessum fundi sem fjöldi áhugamanna sótti. Ég fjallaði á sínum tíma um fundinn hér.
Frummælendur voru:
Fræðileg erindi:
Orkuforði og endurnýjanleiki jarðhitakerfa
............Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR – Íslenskra orkurannsókna
Sjálfbær nýting jarðhitakerfa
Guðni Axelsson, deildarstjóri ÍSOR
Sjálfbær nýting á Íslandi:
Lághitasvæði Reykjavíkur - sjálfbær vinnsla í 80 ár
Grétar Ívarsson, jarðfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur
Svartsengi – farsæl orkuframleiðsla í 30 ár
Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri HS Orku
Krafla – 30 ára barátta við náttúruöflin
Bjarni Pálsson, verkefnisstjóri Landsvirkjun Power
Glærur sem fyrirlesarar notuðu má nálgast með því að smella á krækjurnar.
Hér má lesa samantekt á erindum þessara heiðursmanna og er sérstaklega áhugavert að lesa hvað Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson lögðu til málanna, en þeir eru meðal þeirra sem þú nafngreindir hér að ofan.
Með góðri kveðju,
Ágúst H Bjarnason, 15.11.2012 kl. 06:39
Ágúst. Ef þú hefðir fyrir því að lesa færsluna hans Ómars í heild, þá er hann einmitt að gagnrýna þá sem segja þessa heiðursmenn vera vitleysinga.
Höskuldur Búi Jónsson, 15.11.2012 kl. 08:47
Umræddur fundur sem Ágúst vitnar til var sérlegur peppfundur orkugeirans, -haldinn til að andæfa laufléttri ábendingu Sigmundar Einarssonar um að "keisarinn væri berrassaður". Sigmundur þessi hafði tekið saman þau augljósu sannindi að ekki væri innistæða til að knýja álver á Húsavík og Keflavíka með raforku frá jarðhitavirkjunum.
Ekki ríkir vafi um að jarhitin er endurnýjanleg auðlind en Ólavur G.F. þurfti að teygja sig niðurfirir dýpt núverandi vinnsluhola til að fabúlera um að 1.200 MW viðbótarvirkjanir gætu verið sjálfbærar. (kanski verða þessar spjarir sýnilegar seinna)
Guðni Axelsson kom með nýstárlega skilgreinngu á sjálfbærni orkunýtingar og miðaði við 100 til 300 ára líftíma. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er það sjálfbært að kolaforði heimsins væri að klárast í dag eftir 300 ára námagröft og olían kláraðist á morgun, þ.e. hundrað árum eftir að boranir hófust.
Í máli Guðna og Gests kom kyrfilega fram samhengi nýtingar og sjálfbærni lághitasvæðanna og Gestur gerði grein fyrir þeirri vá sem Hitaveita Reykjavíkur stóð frammi fyrir rétt áður en viðbótarvatn fékkst frá Nesjavöllum:
"1960 - 1990
-Elliðaársvæðið virkjað
-Laugarnes og Reykir/Reykjahlíð
endurvirkjuð
-Dýpri holur og djúpdælum komið fyrir
-Náttúrulegt streymi í jarðhitageymana
hefur ekki undan dælingu.
-Vatnsborð fellur og vatnshiti lækkar.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 09:06
(fyrri færsla hljóp í loftið ókláruð og óyfirlesin)
Við þessu er að bæta að Landsvirkjun hefur dregið verulega í land með orkugetu háhitasvæða í Þingeyjarsýslum og var í raun búin að blása af raforkusölu til álvers við Húsavík, -ÁÐUR en krafa Landverndar um sameiginlegt MÁU fékkst samþykkt í tíð fyrri ríkisstjórnar.
Kæra landverndar byggðist annarsvegar á því að þessar framkæmdir væru algerlega samhangandi og hinsvegar var Landvernd fyrir löngu búin að átta sig á að ekki væri grundvöllur til að vinna alla þessa orku á umræddum háhitasvæðum.
Þetta var vandræðalega áberandi í þessu svokallaða "sameiginlega mati" þar sem teflt var saman álveri með 600MW aflþörf (sú tala kom ekki fram í MÁU skýrslunni!) og 200MW frá Þeystareykjumog 150 MW stækkun Kröfluvirkjunar.
-Fróðir menn bentu reyndar á að 200MW+150MW væru ekki nema 450MW og því vantaði 150MW uppá að þetta teldist gefa heildarmynd af umfangi framkvæmdanna og jafnvel þó að 90MW Bjarnarflagsvirkjun yrði bætt við (sem var ekki hluti af sameiginlega matinu) þá væri talan aðeins komin uppí 540MW!
Hinn harði veruleiki er hinsvegar sá að LV ræður ekki við að stækka Kröflu um eitt einasta MW! Vestursvæið gaf ekkert og eldsúr gufan af norðursvæðinu er ekki nýtingarhæf.
LV viðurkennir að ekki er innistæða til að virkja meir ein 100MW á Þeystareykjum nema í ljós komi að þrýstifall kerfisins verði hóflegt.
Í fyrravetur sagðist forstjóri LV geta boðiðW 100MW frá Þeystareykjum og 90 MW frá Bjarnarflagi og etv allt af 200MW eftir allmörg ár, EF áðurnefnd svæði svöruðu nýtingu vel og EF þeir næðu tökum á sýrunni í Vítismó.
Eftir að umræða fór á stað um gríðarlega eiturgasmengun frá Bjarnarflagsvirkjun hefur LV einungis talað um hana sem 45MW því þar með helmingaðist mengunin sem þeir ráða ekki við að meðhöndla í dag.
Þar með er málflutningur LandsVIRKJUNAR um orkugetu jarðhitasvæðanna fyrir norðan farinn að bergmála málflutning LandVERNDAR fyrir hrun.
Þeir virðast því vera betur jarðtengdir í dag en áður.
s (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 09:36
Án þess að vera vísindamaður þá var þetta má mér hugleikið þegar fólk fór að kvarta í grafarholti og silfur fór að dökkna. Ég bloggaði um þessa hellisheiða virkjunarmál og reiknaðu út að CO2 frá þessari virkjun voru tugi tonna á sólarhring miðað við fulla getu í dag. Þetta var bara CO2 mengun sem allt var að verða vitlaust út af hér um árin vegna grænhúsaáhrifa. Við vitum öll sem viljum vita um vatnsmengunina ekki satt. Já cadmíum mengun og hver veit hvað. Það er hægt að finna allar þessar upplýsingar á OR.is en það er mengun gefin upp í grömmum á sekúntu en það er miklu vísindalegri tölur enda skilur fólk þer ekki eins vel og vísindi eru ekki fyrir fólk að skilja.
Valdimar Samúelsson, 15.11.2012 kl. 12:03
Hér að ofan fór fram sú skapandi samlagning að 200+150 var reiknað uppí 450 í stað 350.
Húsvíkingar og ójarðtengdir kjördæmapotarar og áltrúarmenn töluðu reyndar áfram um álver á Bakka þó svo að Landsvirkjun væri búin að kippa að sér höndum.
Að endingu mátti forstjóri LV og iðnaðarráðherra halda opin fund á Húsavík og hreinlega tyggja það ofaní fundarmenn að ekki væri til raforka til að knýja álverið og að slíkt hefði legið fyrir í 3 ár!
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 12:05
"Gríðarleg viðbótarorka er á 3-5 km dýpi • Flest bendir til þess að hitinn á 3-5 km dýpi í gosbeltinu sé 300 – 500°C. • Í gosbeltinu ríkir togspenna og jarðskjálftavirkni. • Varmaorkan yfir 130°C sem fólgin er í bergi á 3 - 5 km dýpi er um 1,2 milljónir TWh. Ef við náum 10% af orkunni og nýtin í rafmagnsframleiðslu er 15% svarar þetta til u.þ.b. 40.000 MW rafmagns í 50 ár. • Ekki tekið tillit til þess varma sem berst að neðan. • Beita þarf nýrri vinnslutækni til að ná þessari orku (EGS tækni) og sú tækni er í þróun."
Úr einni krækjunni sem Ágúst bendir á Hér
Við sjáum að þarna er um gríðarlega orku að ræða og öllum ætti að vera ljóst að hægt er að stýra nýtingunni þannig að hún verði sjálfbær. Þarna er talað um:
Ef við náum 10% af orkunni og nýtin í rafmagnsframleiðslu er 15% svarar þetta til u.þ.b. 40.000 MW rafmagns í 50 ár.
Það er einungis verið að benda á orkumagn miðað við tilteknar forsendur en ekki verið að segja að nýtingin eigi að vera með þessum hætti. Getur verið að Ómar og fylgismenn hans misskilji málið?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2012 kl. 12:14
Hérna fann ég upplýsingar úr gömlu bloggi.
Gufuorka mengar 100% meira af Co2 vatnsfalls virkjun. (Koltvísýring) Gufu virkjun sendir 122 kíló af CO2 fyrir hvert MW klukkutíma en Vatnsafls virkjun ekkert. Hellisheiðin er ca 400MW Það er alveg stórfurðulegt hvað er hægt að ljúga í pólitískum tilgangi og engin fattar neitt enda sýnir það hverskonar diplómatar þetta eru.
Er þá nokkuð annað en að margfalda 122 kg með 400 eru rúm 48 tonn sinnum 24 klukkutímar eru tæp 1200 tonn. Nú finnst mér þetta alltof ótrúlegt svo ef einhver er þarna með góðan reiknishaus tá væri ánæjulegt ef hann gæti fundi betra dæmi.
Valdimar Samúelsson, 15.11.2012 kl. 12:16
Til að setja þetta orkumagn í samhengi þá samsvarar 40.000 MW, 66 Kárahnjúkavirkjunum!
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2012 kl. 12:22
Um grein Sigmundar Einarssonar, jarðfræðings, þar sem hann segir: "Því miður er það svo að stóri sannleikurinn um hinar miklu orkulindir Íslands er tómt plat", segja aðrir jarðvísindamenn að byggist á misskilningi og segja:
Þessi fullyrðing er röng.
• Réttara væri að segja að við búum enn
aðeins yfir tækni til að nýta hluta hennar á
hagkvæman hátt.
• Þess vegna er svo mikilvægt að byggja
jarðhitavirkjanir upp í áföngum og vinna
markvisst að rannsóknum og þróun á
tækninýjungum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2012 kl. 12:36
Það er einskis virði að benda á að að á 3-5 Km dýpi sé falin mikil varmaorka. Tæknin og þekkingin til að vinna þá orku er einfaldlega ekki til og margir eru búnir að átta sig á því að ekki er vænlegt að gera orkusölusamninga sem byggja á því að hægt verði að leysa áður óleyst vandamál.
Við getum alveg eins skuldbundið okkur til þess að leggja óbyggðum álverum til raforku sem við ætlum að vinna með köldum samruna við eldhúsvaskinn! eða þá orkunni sem við fengummeð því að kæla allan sjó í landhelginni um eina gráðu!
Skv E=mc2 er líka gríðarleg orka í Gunnari en því miður þá held ég að hann kveiki ekki á ljósaperum eða knýji rafskaut á þessari öld.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 12:40
Í grein Sigmundar segir hann einnig:
“Þetta eru skýjaborgir sem byggðar eru á
raupi óábyrgra manna sem ógerlegt er
að vita hvort eða hvað hugsa.”
• Það er mjög dapurlegt að sjá á hvaða
plani umræðan liggur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2012 kl. 12:46
Samantekt úr krækjunni sem ég vísa í ofar:
Samantekt - I
• Endurnýjanleiki er eðli orkulindar, sjálfbærni
vísar til orkuvinnslu.
• Jarðhiti er mun nær því að vera
endurnýjanleg orkulind en óendurnýjanleg.
• Pólitískt sé þjónar það mest hagsmunum
jarðefna- og kjarnorkuiðnaðar að draga
þessa flokkun í efa og er andstætt náttúruverndarsjónarmiðum.
Samantekt- II
• Orkan sem fólgin er í jarðhita undir Íslandi er
gríðarmikil og ekkert plat.
• Aðeins lítill hluti hennar næst með ódýrum
og hefðbundnum aðferðum jarðhitavinnslu.
• Til að ná stærstum hluta orkunnar þarf að
þróa nýja tækni til varmavinnslunnar (EGS).
• Mikið skortir á almennan skilning á eðli
jarðhitaauðlindarinnar og hvernig standa þarf
að virkjun hennar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2012 kl. 12:51
Þeir Guðni Axelsson og Ólafur Flóvenz skrifuðu fróðlegar greinar í Morgunblaðið um þessi mál. Lykilssetningin er sú, að hægt sé að gera orkunýtinguna sjálfbæra og endurnýjanlega með því að minnka hana jafnharðan eftir því sem í ljós kemur að um ofnýtingu sé að ræða.
Menn henda þetta á lofti og segja: Þarna sjáið þið, jarðvarmi háhitavirkjana er endurnýjanleg orka og stenst kröfur um sjálfbæra þróun.
Þetta er hálfsannleikur, sem er verri en lygi, því að forsendan er hófleg orkunýting sem er þannig skipulögð, að hana sé hægt að minna eftir þörfum. En núverandi orkusölustefna gerir þetta ómögulegt af því að búið er að selja alla orkuna fyrirfram til langs tíma.
Lækkun í jarðvarmahólfinu Svartsengi-Eldvörp bendir til þess að þar klárist orkan á 50 árum. Þetta eru tölur HS orku, ekki einhver tilbúningur í mér.
Nú er því slegið föstu í rammaáætlun að virkja Eldvörp. Þar með mun jarðvarmahólfið klárast á 30 árum og þessu halda menn blákalt fram að sé "endurnýjanleg orka" enda á að fremja þennan glæp til þess að seðja hungur risaálvers í Helguvík, sem verður að fara upp í 360 þúsund tonn til þess að verða arðbær.
Í nýútkomnu tímariti Háskólans í Reykjavík segir forstjóri Landsvirkjunar orðrétt: "Við byggjum á góðum grunni álfyrirtækjanna, sem öll munu þurfa að stækka í framtíðinni..."
Ómar Ragnarsson, 15.11.2012 kl. 16:29
Það er nógur jarðhiti um alla hnattkúluna ef nógu djúpt er farið. Er reyndar að sumu leiti takmarkandi þáttur gagnvart því hversu djúpt er hægt að bora....sums staðar.
Og Gunnar......bílvél brennir reyndar meiri part af þeirri orku sem hana nærir, - en bara ca 20% nýtast til hreyfiafls.
Jón Logi (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 22:44
Ég var ekki að spyrja um hvað hún brennir, heldur nýtir og svar þitt er rétt
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2012 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.