Dæmi um áhrif íslenskrar náttúru á hugmyndasköpun.

Það fer ekki á milli mála hvaðan hugmyndirnar að nýjasta myndbandi Bjarkar Guðmundsdóttur eru fengnar. Ekki þarf annað en að þekkja myndskeiðin frá Kröflueldum, Grímsvatnagosum, Surtseyjargosinu og Heimaeyjargosinu til sjá hvaðan þær eru sóttar, - í einstæða íslenska náttúru átaka íss og elds, bæði á jöklum, háfjöllum og í sjó og á nýjum ströndum eyju, sem er í sköpun í átökum sjávarins og hins nýja lands.

Þegar við þetta bætist einstök og heimsfræg rödd og raddbeiting í frumlegri sköpun og flutningi sérstæðs lags og texta þarf ekki að deila um útkomuna og athygli á heimsvísu, sem hefur fylgt Björk Guðmundsdóttur síðan hún skaust upp á stjörnuhiminninn fyrir bráðum 20 árum.   


mbl.is Svona er nýjasta myndband Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband