18.11.2012 | 17:54
Hún gaf tóninn og gefur hann vonandi áfram.
Það má segja að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi gefið tóninn um það sem koma skyldi þegar hún sagði sig úr bankaráði Seðlabankans og varð þar með fyrst til að gera upp við þau vinnubrögð sem mótuðu aðdraganda Hrunsins.
Ef hún heldur áfram að gefa þennan tón um nýja tíma og nýtt forystufólk blasir við "skriftin á veggnum", sem meðal annars sést á því hve háar atkvæðatölur hennar eru í næstu sætin við fyrsta sætið og hve litlu munaði að hún færi upp fyrir Össur í fyrsta sætið.
Það er rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni að hann kostaði ekki miklu til kosningabaráttu sinnar, en hins vegar höguðu atvikin því svo til á síðustu dögum hennar, að hann var í sviðljósi fréttanna dag eftir dag sem utanríkisráðherra og það eitt var að sjálfsögðu honum til framdráttar auk þess sem langur stjórnmálaferill hans er öllum kunnur.
Staða Sigríðar Ingibjargar er sterk sem oddviti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og hún hlýtur að íhuga næstu skref sín í pólitíkinni út frá því.
Líklega er of snemmt fyrir hana að taka ákvörðun nú, heldur skynsamlegra að bíða og sjá hver úrslit verða í Norðvesturkjördæmi.
Það kjördæmi er hins vegar næstum helmingi fámennara en hvort Reykjavíkurkjördæmanna um sig og Reykjavík er í sögulegu samhengi afar sterkur vettvangur fyrir hvern þann, sem kemur til greina til að fylla það skarð, sem brottför Jóhönnu Sigurðardóttur skilur eftir sig.
Því fyrr sem nýtt og öflugt fólk kemur til endurnýjunar eftir Hrunið, því betra.
Gerði ráð fyrir að merja það | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr.
Sigurður Haraldsson, 18.11.2012 kl. 18:12
Verst að "venjulegt" fólk getur ekki hegða sér eins
klúðrað öllu og bara svo sagt af sér og þar með "axlað ábyrgð"
líkt og stjórnarmenn í EIR og Sigga þegar hún var í SÍ
Grímur (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 18:48
Ef ég man rétt, sagði hún sig úr stjórn SÍ á þeim tíma þegar enginn annar var neitt á því róli að gera svipað í opinbera kerfinu eða stjórnum stórra fyrirtækja, enda fáheyrt að "víkjast undan merkjum" eins og litið var á slíkt athæfi á þeim tíma.
Síðast þar á undan sem einhver gerði slíkt var þegar einn hinna "innvígðu" sagði sig úr nefndinni sem sá um einka(vina)væðingu bankanna fyrir áratug.
Ómar Ragnarsson, 18.11.2012 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.