Fokker F50 á 5 ára fresti eða Flateyri á 4ra ára fresti.

Það myndi ekki þykja viðunandi ef Flugfélag Íslands missti eina flugvél með 25 farþega innaborðs á hverjum fimm árum. Eða að hér yrði mannskaðasnjóflóð sem tæki líf 20 manns á fjögurra fresti.

En þetta er sú tala sem ferst á hverju ári í umferðarslysum, bara vegna þess að bílbeltin eru ekki spennt.

Þessi tala hefur verið nokkurn veginn óbreytt í áratugi, sem sýnir það að litlu skiptir þótt komnir séu líknarbelgir í bíla, jafnvel allt að níu í hverjum bíl. Framleiðendur belgjanna hafa marg ítrekað að forsendan fyrir því að þeir geri gagn er sú að beltin séu spennt, - við það sé hönnun þeirra miðuð.

Enda geta engir belgir komið í veg fyrir það að fólk kastist út úr bílunum í veltum og við árekstur ef það er ekki spennt.  

  


mbl.is Dauðinn flókið hugtak fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.fib.is/?FID=3303

Þarna kemur fram að öryggiselti og hnakkapúðar séu mikilvægasti öryggisbúnaðurinn og jafnframt mælir sá norski með 4-punkta beltum.

Þetta er í fullu samræmi við reynslu akstursíþróttamanna en keppnisbílar eru ekki búnir loftpúðum en þar er að finna sæti sem veita mjög góðan stuðning og 4 og jafnvel 5 punkta belti.

Alltaf vinalegt að sjá ökumenn veifa hraustlega eftir kollsteipur í torfærukeppnum.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 11:16

2 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þetta er líklega erfiðasti hjallinn að komast yfir í slysavörnum: Hirðuleysi og kæruleysi mannsins sjálfs.

Við höfum samt náð undraverðum árangri í fækkun slysa á vegunum. Það eru ekki mörg ár síðan 20 til 30 látnir á ári var normið. Einn frystitogari á ári! Nú virðumst við vera farin að halda okkur innan við tuginn. Ætli það sé ekki fyrst og fremst að þakka betri bílum og betri vegum. Enn má þó gera mun betur, sérstaklega vegina.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 19.11.2012 kl. 13:56

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hygg að þetta sé nær eingöngu að þakka betri bílum. Mér er enn í minni, að hér um árið þegar ég keppti í ralli og hafði setið í fjögurra punkta belti í þriggja daga keppni, fann ég fyrir mikilli öryggisleysistilfiningu þegar ég settist á ný inn í bíl með 3ja punkta belti.

Ómar Ragnarsson, 19.11.2012 kl. 14:07

4 identicon

Ósköp er þessi umræða á einföldu plani, og þér varla sæmandi Ómar sem mikill bílaáhugamaður.

Bílbelti geta oft bjargað mannslífum og gera það iðulega, en þau geta líka verið lífshættuleg.  Íslenskir vöruflutningabílstjórar á langkeyrslu, sem til dæmis fóru um Hvalnes-eða Þvottárskriður og álíka staði í hálku sáu að eina leiðin til þess að bjarga lífi sínu var að vera EKKI í bílbeltum við slíkar aðstæður og fleygja sér nógu fljótt út úr ökutækinu áður en það fór fram af hengifluginu. Hinir lentu niðrí fjöru eða úti í sjó.

En þeir eru ekki þeir einu sem eru í hættu í bílbeltum heldur einnig bílstjórar og  

 framsætisfarþegar í öðrum bílum þegar ökutæki þeirra fer út af vegi og veltur. Þá leggst

þakið saman og hálsbrýtur þá auðveldlega  þar sem þeir eiga sér enga undankomu auðið vegna bílbeltanna.  Nýleg dæmi un þetta er slys á Jökuldalsheiði rétt fyrir ofan brekkuna við Skjöldólfsstaði, þar sem lítill bílaleigubíll, Toyota Yaris minnir mig, sem eldri hjón erlend óku, hitt íslenskur upphækkaður LandRover "fjallajeppi" í Þjórsárdal: báðir ultu á hvolf og í bæði skiptin lagðist húsið saman og banaslys hlaust af.

 Allskonar "árkestrarprófanir" eru gerðar í bílum frá öllum hliðum og þeir vottaðir í bak og fyrir en enginn rannsakar hvað gerir ef þessar tíkur velta á hvolf. Reyndar má segja að öryggi farþega í þessum farartækjum, ef þeir velta, sé ekkert betra en í gömlu opnu blæjubílunum.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 15:33

5 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Af hverju fara bílar útaf og á hvolf utanvegar og hvernig eiga menn að velja um hvort beltin eigi að vera spennt eða ekki, í miðju slysaferli?

Þetta er þvæla.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 19.11.2012 kl. 15:58

6 identicon

Þið ágæta áhugafólk um umferðaröryggismál, sem lýsið hér skoðunum ykkar og reynslu, sem er vissulega þess virði að það sé þakkað sem þið hafið til málanna að leggja, getið þið upplýst okkur hin um það hver sé ástæða þess að yngri fólk er svona óskaplega mikið í nöp við bílbelti? Ungt fólk, t.d. innan við 25 ár aldurinn, telur sig "missa kúlið" ef það setur á sig bílbelti og maður heyrir oft kommentið "af hverju ertu að setja á þig belti, treystir þú mér ekki sem ökumanni" ef einhver sest inn í bíl hjá sumum ökumönnum og það er óháð aldri hans. 

E (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 17:35

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hélt að rök eins og Björn Jónsson heldur fram, hefðu aðeins verið uppi fyrir 30 árum og heyrðust ekki lengur.

En nei, þau eru höfð hér uppi enn í dag! Enn er því haldið fram að "séríslenskar aðstæður" valdi því að beltin eigi ekki við hér og því líka haldið fram að ekkert sé að marka erlendar rannsóknir, af því að þær byggist á árekstraprófunum.

Þetta er ekki rétt. Hinar viðurkenndu alþjóðlegu niðurstöður byggjast á rannsóknum á raunverulegum bílslysum í hundraða þúsunda tali.

Þegar ég var að rökræða um þetta hér heima fyrir 30 árum voru "séríslensku aðstæðurnar" vinsælastar og rötuðu meira segja inn í fyrstu löggjöfina um beltin.

Var þá gert leyfilegt að vera óbundinn þar sem hinar "séríslenskku aðstæður væru."

Sá, sem ég reifst einna mest við eftir bílbeltin voru lögleidd með ofangreindri undantekningu, var í karlakór sem fór til Noregs. Þegar hann kom heim sagðist hann hafa áttað sig á því að "séríslensku" aðstæðurnar væru ekki bara hér, heldur lika í Noregi og þar væru þær miklu víðar og í miklu meira brattlendi en hér.

Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju Norðmenn tækju sér ekki Íslendinga til fyrirmyndar og bönnuðu bílbeltin við þessar aðstæður. Þegar ég benti honum á að í landi, sem þar sem þessar aðstæður væru miklu algengari en hér og norska þjóðin auk þess næstum 20 sinnum fjölmennari en sú íslenska, hefði reynslan sýnt að skilyrðislaus notkun bílbeltanna væri stórkostlegt öryggisatriði, sem hefði bjargað fjölda mannslífa, sagði hann, að samt gætu þær aðstæður komið upp þar sem beltin gætu verið til vandræða!  

Á einum af stöðunum, þar sem það var fyrstu árin löglegt að aka án bílbelta vegna bratta, varð banaslys nokkrum árum síðar þar sem tveir fórust, af því að þeir köstuðust út úr bíl sem var alveg heillegur eftir veltuna.

Þegar Bakkabræður veltu hrísknippum niður brekku og vildu að fylgst yrði með þvi hvert þau færu, létu þeir einn bróðurinn inn í eitt knippið svo að hann gæti orðið samferða niður og fylgst með hinum knippunum.

Ef þeir hefðu látið þennan bróður verið allan inni í knippinu hefði hann vafalaust komist alla leið niður ómeiddur. En þeir létu höfuðið standa út úr og auðvitað fékk það högg á sig og fauk af.

Hundruð þúsunda bílslysa um allan heim sýna, að það ræður úrslitum að ökumaðurinn eða farþegarnir haldist fastir á sínum stað inni í bílunum, varðir af líknarbelgjum og sterkbyggðri yfirbyggingu, þegar bílarnir lenda í árekstrum eða velta og kastast út af vegunum.

Þetta sýna þúsundir dauðaslysa sem verða á þann hátt að fólk kastast út úr bílunum og verða undir þeim eða fá á sig dauðahögg.

Þessar rannsóknir og niðurstöður sem allri bílaframleiðendur, tryggingarfélög og herskarar sérfræðinga og kunnáttumanna hafa komist að, segir Björn Jónsson að séu "á einföldu plani" og mér "ekki sæmandi" að taka mark á þeim.

Sem þýðir, að ég á að skammast mín fyrir mín ósæmilegu skrif og umfjöllun um þessi mál í 30 ár og á Björn þá sennilega við það að ég hafi mannslíf og örkuml fólks á samviskunni fyrir að hafa haft áhrif í þessu máli. Það hlýtur að vera það, sem er mér ekki sæmandi og svona rosalega ósæmilegt.

Ómar Ragnarsson, 19.11.2012 kl. 21:31

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér fyrir ofan er því haldið fram að þegar fólk átti sig á því að bílinn sé að fara út af veginum og í áttina að velta, bjargi það lífi þess að geta kastað sér út úr bílnum, vegna þess að annars hálsbrjóti þakið það, þegar það leggst saman. Halló! Þú ert á 90 km hraða og missir stjórn á bílnum og reiknar það út í miðjum látunum hvernig bíllinn muni lenda á endanum og skutlar þér þá bara út, af því að þú varst svo forsjáll að vera óbundinn!

Þetta minnir mig á manninn, sem fór út af Skagastrandarvegi við brú og bíllinn féll ofan í um 10 metra djúpt gljúfur við brúna.

Hann fullyrti að það hefði bjargað sér að hann var ekki í belti, af því að þegar bíllinn valt og kastaðist sitt á hvað, hefði hann getað kastað sér í hvert sinn í öfuga átt!

Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður heyrir svona rök gegn bílbelltunum.

Ómar Ragnarsson, 19.11.2012 kl. 22:37

9 identicon

"Unsafe at any speed" skrifaði Ralph Nader um blikkbeljurnar fyrir 50 árum, og þrátt fyrir að menn, Ómar og fleiri telji sér sjálfsagt trú um annað nú á dögum, þá hefur ekkert breyst í þeim efnum, nema hvað sett hafa verið í þær bílbelti sem eiga að leysa allan vanda. En því fer víðs fjarri, blikkdollurnar eru enn í dag þvílík hrákasmíð að við það eitt að renna hægt út af vegi og velta á hvolf, líkt og á Jökuldalsheiðinni, þá eru farþegarnir í lífshættu og farast þegar blikkið leggst saman vegna eigin þunga og drepur farþegana sem reyrðir eru niður í sætin í sínum bílbeltum. Mér er aðeins kunnugt um þessi tvö "slys" af eign reynslu, þar sem ég kom að vettvangi við hvorutveggja, en hversu mörg hafa slík bana"slys" verið frá því að bílbelti voru fyrst innleidd á Íslandi? Leyfist eingöngu að minnast á þau tilfelli þar sem beltin björguðu mannslífum en á þöggun að ríkja um hin?

Fjölmargir flutningabílstjórar hafa bjargað sér, jafnt hér- sem erlendis með því að fleygja sér út úr farartækinu á síðustu stundu þegar skriðþunginn tók völdin við hættulegar aðstæður eða bremsur gáfu sig og ökutækið stefndi fyrir hengiflug, en tókst að bjarga sér með snarræði og eru því til frásagnar um atburðinn. Það þarf engan fúlan Ómar Ragnarsson eða tölfræðiskýrslur til þess að vitna um það.

En athugum fleira: Bílar verða fyrir öðrum skakkaföllum en árekstrum, ákeyrslum og veltum. Á hverju ári kviknar fyrirvaralaust í nokkrum bílum hér á landi, jafn kyrrstæðum og mannlausum sem ökutækjum á ferð, jafnvel nánast splunkunýjum og ber frásagnaraðilum ætíð saman um að eldurinn magnist ógnarhratt og að á vel innan við mínútu standi ökutækið í björtu báli. Hér skipta því öllu máli, og fumlaus og snör handtök við að komast út úr ökutækinu en þar getur losun á bílbelti augljóslega tafið um nokkrar sekúndur.

Slíkt hefur þó, að því er ég best veit, ætíð heppnast í fólksbílum og smærri ökutækjum, en hér skall hurð geypilega nærri hælum þegar eldur kviknaði nýlega í smárútu á Hellisheiðinni efst í Kömbunum en allir komust þú út á undraverðan hátt um eina litla hurð að framanverðu og skiptu hér augljóslega sekúndubrot máli. Hér er aftur augljóslega aftur um vítaverða hrákasmíð um að kenna: Allar innréttingar í slíkum smárútum eru annaðhvort úr plasti og plastefum, en sæti úr svampi sem brenna hvorutveggja við um 1'000° hita á Celsius. Að skylda farþega í slíkum líkbrennsluofnum á hjólum til þess að hafa sætisbelti spennt, líkt og nú hefur verið gert með reglugerð, getur því hæglega jafnast á við að kveða upp dauðadóm yfir fjölda manns við slíkar aðstæður.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband