Hefði verið óhugsandi fyrir tuttugu árum.

Það hefði verið óhugsandi fyrir tuttugu árum að koma með bíl eins og Fiat (nýja) 500 á markaðinn. Þá voru kantaðir bílar í tísku og gamli Fiat 500 var enn í minni sem bíll, sem þótti orðið svo púkalegur og úreltur í útliti upp úr 1965 að gengið var í það að gerbreyta útliti hans, þótt undirvagn, vél og drifbúnaður væri hinn sami og láta ekki þar við sitja, heldur nefna bílinn nýju nafni, Fiat 126. IMG_3459

Raunar var byrjað á því nokkrum árum fyrr að losna við "púkalegu" bílana Fiat 600 og 500, en mikill svipur var með þessum bílum, eins og sést á myndunum hér. IMG_2270Fiat 600, þessi rauði og jólalegi hér hér á myndinni, var ívið stærri og með fjögurra strokka vatnskældri vél aftur í en Fiat 500 með tveggja strokka loftkældri vél frammi í .

Fiat 850 tók við af Fiat 600 og síðan Fiat 128 og 127, sem voru gerbreyttir bílar, með framhjóladrifi og þverstæðri vél, nokkuð líkir Fiat 126 blæjubílnum, sem ér er mynd af. IMG_4472

Fiat 500 hinn eldri var í raun framleiddur allt fram til ársins 2000 sem ódýrasti og einfaldasti fjölaframleiddi bíllinn í Evópu en þurfti að dyljast undir útliti Fiat 126, sem varð að nokkurs konar þjóðarbíl Pólverja.

3,7 milljónir Fiat 500 voru framleiddir frá 1957-72, eða um 250 þúsund á ári, sem er öllu meira en framleitt er af þeim nýja. En þess ber að geta að nú eru margfalt fleiri tegundir bíla í boði en þá, og að Ford Ka er í grunninn sami bíllinn og Fiat 500. IMG_3283

Nýi Fiat 500 er tvöfalt þyngri en sá gamli og með margfalt aflmeiri vél. En útlitið er vel heppnað, þótt stærðarmunurinn sé mikill eins og sést á meðfylgjandi mynd. IMG_3282

Það er þó ekki alveg sama hvernig bílunum er stillt upp á mynd. Sá sem er nær á myndinni, sýnist alltaf stærri í samanburði við hinn bílinn en hann er í raun og veru.


mbl.is Milljónasti Fiat 500 af færibandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband