Mikil verðmæti en óviðunandi arður.

Landsvirkjun er stórt fyrirtæki, mjög stór á íslenskan mælikvarða. Nú framleiðu við Íslendingar 4-5 sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálfir og forstjórinn talar í nýlegu viðtali um að öll álverin muni verða að stækka og að Íslendingar framleiði senn tíu sinnum meiri orku en nægi þeim sjálfum.

Spurningin um það hvort Landsvirkjun framleiði mikil verðmæti er í ljósi þessa leiðandi á þann hátt að varla er hægt að svara henni nema játandi. En hverjum skilar Landsvirkjun verðmætunum? Jú, álfyrirtækin flytja arðinn af álverunum úr landi, stærsta virkjunin, Kárahnjúkavirkjun, skilar alltof litlum arði að mati forstjórans, og virðisaukinn af stóriðjunni, sem rennur inn í þjóðfélagið, er meira en helmingi minni en virðisaukinn af sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Störfin í álverunum þau langdýrustu sem hægt er að stofna hér á landi.  

Þetta er sams konar mál og þegar einn af áltrúarmönnunum skrifaði grein í Fréttablaðið og sagði að álverin skiluðu miklum virðisauka inn í þjóðfélagið.

Álverin nota 80% af raforku landsnins, fjórum sinnum meira en þjóðin sjálf, og því sjálfgefið að þau skili háum fjárhæðum. En þessar fjárhæðir eru samt sorglega litlar og algerlega óviðunandi. Við fórum út í það að auglýsa um allan heim að hér væri lægsta orkuverðið í boði og engar áhyggjur þyrfti að hafa af mati á umhverfisáhrifum og fórum þar með í keppni við fátækar þjóðir þriðja heimsins og uppskerum svipað og þær, skít úr hnefa.  

Álframleiðsla mesta orkubruðl sem hugsanlegt er. Það kostar tíu sinnum meiri orku að bræða eitt tonn af áli en eitt tonn af stáli.

Setjum sem svo að í hlíðum Esjunnar og Ármannsfells á Þingvöllum væri stundað malarnám til útflutnings sem þúsund manns ynnu við og að mölin væri seld með engum ágóða eða jafnvel tapi. Þá væri samt hægt að segja að þessi malarvinnsla skilaði miklum verðmætum.

Og sömuleiðis hægt að stunda, eins og gert er, samfelldan áróður fyrir því að auka malarnámið og vaða í sem flest fjöll landsins og skeyta engu um þau náttúruverðmæti sem fórnað væri.  


mbl.is 80% telja Landsvirkjun skila miklum verðmætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Alcoa Reyðarfirði er að skila meiri gjaldeyri en allur þorskstofninn Ómar.  Það er mikill virðisauki í allri þjónustutengdri iðnaðarstarfsemi  við álverið, raforkuna,  flutningana o.fl.

Ég´vil ekki hugsa þá hugsun til enda hvar þjóðin væri stödd fjárhagslega ef ekki hefði verið byggð álverin.- .au voru ekki í neinu sukki og braski fjárhagslega.

Veðsetningar bömlu bankana á "uppstríluðum viðskiptavildum"  atvinnulífs og fjölskyldna landsins  átti aldrei að líðast.   Leikreglur bankakerfisins þarfnast langtum markvissari og strangari aga.  

Kristinn Pétursson, 20.11.2012 kl. 18:08

2 identicon

Kristinn, -Ekki slá um þig með þessari ódýru yfirlýsingu.

Gerðu grein fyrir því til hverra allur þessi gjaldeyrir rennur.

-Nei annars ég skal gera það sjálfur. Held að þú viljir það ekki og þessvegna er innlegg þitt eins óraunhæft og raun ber vitni.

Fjórðungur veltunnar fer í laun og aðkeypta þjónustu. Það er vel.

Greiðslur fyri raforku fara beint úr landi sem afborganir af lánum LV. Þannig verður það hálfan mannsaldur í viðbbót.

Alcoa greiðir óverulega tekjuskatta vegna undanþáguakvæða, fasteignagjöld eru óverulegur hluti veltu en það munar þó um þau í fámennu sveitarfélagi.

Kolefnisgjöld eru brot af þeim kolefnisgjöldum sem lögð eru á landsmenn í formi kolefnisgjalds á eldsneyti.

Það vantar alveg í þennan álversfarsa að Íslendingar fái sómasamlegan arð af raforkusölunni og auðlindagjöld af nýtingu fallorkunnar.

Ef þessi meintu gjaldeyrisskil væru með þeim hætti sem Kristinn gefur í skin þá skoruðu álverin mun hærra í þjóðarframleiðslu en raun ber vitni.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 18:47

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Árið 2010 námu tekjur af útflutningi áls 225 milljörðum króna. Þetta svarar til um það bil 25% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Til að framleiða þessi verðmæti þurfti að flytja inn súrál fyrir um 63 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuður áliðnaðarins á síðasta ári nam um 120 milljörðum króna. Kostnaður sem fellur til vegna reksturs álveranna hér á landi nemur um 40% af heildartekjum þeirra. Á síðasta ári nam þessi kostnaður því um 80 milljörðum króna.

Sala raforku til áliðnaðar hefur verið með arðsömustu starfsemi raforkufyrirtækja hér á landi um árabil sbr. nýlegar upplýsingar OR og Landsvirkjunar. Sem dæmi má nefna að arðsemi eiginfjár Landsvirkjunar hefur að meðaltali verið um 15% á ári undanfarin 10 ár. Það er nokkru meiri arðsemi en að meðaltali hjá skráðum bandarískum orkufyrirtækjum á sama tímabili samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið á síðasta ári. Um 80% af raforkusölu Landsvirkjunar er til stóriðju. Þá hefur Landsvirkjun gefið það út að félagið geti greitt upp allar skuldir sínar á 10-12 árum. Má hiklaust fullyrða að sala á orku til stórnotenda hafi verið forsenda þess að Íslendingar gátu ráðist í virkjun fallvatnanna og þar með nýtt sína helstu auðlind, þjóðinni til hagsbóta.

Því er stundum haldið fram að almenningur hafi niðurgreitt raforkuverð til stóriðju. Slíkt er fjarri sanni. Stærra og hagkvæmara raforkukerfi með meiri sölu til orkufreks iðnaðar hefur þvert á móti leitt til lækkunar á raforku til almennings. "

"Hjá fyrirtækjum í íslenskum áliðnaði starfa liðlega 2.000 manns. Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má gera ráð fyrir að starfamargfaldari áliðnaðarins sé 1,4. Þannig má ætla að minnsta kosti um 4.800 manns hafi framfæri sitt af álframleiðslu með beinum hætti.

Í gegnum tíðina hafa álver á Íslandi almennt greitt hærri laun en almennir kjara-samningar kveða á um og álver hafa verið eftirsóttir vinnustaðir. Álverin hafa þannig haft tiltölulega greiðan aðgang að vinnuafli og þeim hefur jafnframt haldist vel á starfsfólki sínu. Á árinu 2009 voru heildarlaun starfsfólks í álverum að meðaltali 437.000 kr. á mánuði. Til samanburðar voru heildarlaun verkafólks 320.000 kr. að meðaltali, samkvæmt gögnum frá Hagstofunni. Á bak við heildarlaun verkafólks voru 44,5 vinnustundir á viku en 43,2 vinnustundir í álverum. Heildarlaunagreiðslur álfyrirtækjanna þriggja námu um 10 milljörðum króna árið 2009"

"Álver á Íslandi eru langstærstu orkukaupendur landsins og standa þar með að mestu undir þeim gríðarlegu fjárfestingum sem Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki hafa ráðist í. En þau kaupa einnig margvíslegar aðrar vörur og þjónustu. Þar má nefna þjónustu af verktökum, verkfræðistofum, bönkum, verkstæðum, sveitarfélögum og ýmsum opinberum aðilum. Þá er um að ræða mikil vörukaup og viðskipti vegna flutninga milli landa og innanlands.

Árið 2010 áttu íslensk álver viðskipti við um 700 innlend fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, fyrir samtals 24 milljarða króna. Þar eru orkukaup álveranna ekki innifalin.

Þegar ráðist er í uppbyggingu álvers kemur nýtt fé inn í viðkomandi sveitarfélag. Margir fá störf við bygginguna og þeir þurfa svo aftur á ýmis konar þjónustu að halda. Þessi margþættu áhrif sem leiða af uppbyggingunni hafa verið kölluð margfeldisáhrif og með því að líta einnig til þeirra má fá gleggri mynd af þeim áhrifum sem fjárfestingar á borð við byggingu álvers hafa í för með sér. Hluti af þessum margfeldisáhrifum kemur fram annars staðar en í heimabyggð. Til dæmis má gera ráð fyrir að umsvif á landsbyggðinni kalli á vinnu í stjórnsýslu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Mörg fyrirtæki, lítil og meðalstór, byggja afkomu sína að miklu leyti á viðskiptum við álverin og hafa jafnvel sérhæft sig á því sviði. Sem dæmi um þessi umsvif má nefna að árið 2009 unnu 320 manns á vegum verktaka á álverssvæðinu í Reyðarfirði, eingöngu fyrir Fjarðaál og um 120 manns utan álversins í Straumsvík eingöngu fyrir Alcan á Íslandi hf. Í flestum tilfellum er um að ræða sérhæfð störf, sem hefðu ekki ella orðið til.

Ýmis starfsemi hefur vaxið og dafnað hér á landi vegna uppbyggingar áliðnaðar. Nærtækast er að nefna umfangsmikla starfsemi verkfræðistofa en hlutdeild innlendra verkfræðistofa í hönnun og verkefnastjórnun við byggingu álvera hefur aukist mjög á undanförnum árum. Stafar sú þróun helst af aukinni sérfræðiþekkingu og auknu bolmagni þessara fyrirtækja til að sinna stórframkvæmdum vegna þeirrar miklu uppbyggingar sem orðið hefur í áliðnaði og tengdum orkuframkvæmdum.

Einnig hafa fjölmörg sérhæfð þjónustufyrirtæki sprottið upp í tengslum við áliðnað. Dæmi eru um að slík fyrirtæki séu farin að flytja út þjónustu sína og þekkingu. Tilkoma áliðnaðar hefur stuðlað að fjölbreyttari uppbyggingu í atvinnulífi Íslendinga á undanförnum áratugum."

samal.is

Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2012 kl. 18:52

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er fáránlegur pistill, Ómar. Nánast hvert einasta atriði tóm vitleysa en eflaust margir sem taka undir með þér. Tæti þetta niður síðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2012 kl. 18:55

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sleggjan hefur sparað mér ómakið að mestu

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2012 kl. 18:58

6 identicon

Þetta var fallegt innlegg hjá Sleggjunni.

Í nýútgefinni rannsóknarskýrslu um OR eru reyndar gerðar alvarlegar athugasemdir við óviðunandi afkomu af raforkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar en öll sú raforka fer til álframleiðsu.

Í tölu Sleggjunnar kemur einnig fram að tæpur helmingur veltunnar kemur aldrei inn í hagkerfið (gættu að því Kristinn) og þar sem laun aog aðkeypt þjónusta eru uþb fjórðungur veltu, og raforkukaup álíka stærð, þá er í raun lítið annað en laun og aðkeypt þjónusta sem skilar sér inn í hagkerfið.

Forstjóri LV hefur lýst því yfir áður og eftir að hann tók til starfa að afkoma Kárhnúkavirkjunar sé léleg.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 19:13

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Álverin standa undir níutíu milljörðum króna af landsframleiðslu Íslendinga, að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Ragnar Árnason prófessor segir koma á óvart hversu stórt framlag tengdra greina áliðnaðarins er. "

http://www.visir.is/700-fyrirtaeki-tengjast-alidnadi-a-islandi/article/2012120309106

Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2012 kl. 20:08

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Greiðslur fyri raforku fara beint úr landi sem afborganir af lánum LV.".. segir nafnleysingi. Þetta er beinlínis heimskuleg athugasemd því þegar fjárfest er í eignum þá þarf að borga fyrir þær og það er það sem LV er að gera. Það þykir skynsamlegt að standa í skilum og það gerir LV með sóma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2012 kl. 20:19

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er löngu ákveðið að á Húsavík verða reist stór fyrirtæki en ekki álver.

Í Helguvík verður hins vegar að öllum líkindum reist álver, sem mun þurfa gríðarlega mikla raforku.

Hversu mikla raforku geta þá önnur fyrirtæki á Suðvesturlandi fengið?!


Hér á Íslandi eru þrjú álver, í Hafnarfirði, Hvalfirði og Reyðarfirði.

Þrjú álveranna verða því á Suðvesturhorninu og eitt á Austurlandi.

Fleiri álver en þessi fjögur verða ekki reist hérlendis.


Og laun í álverunum eru ekki hærri en í öðrum fyrirtækjum hérlendis, eins og ég hef sýnt hér fram á nokkrum sinnum.

Störf í stóriðju eru þau dýrustu í heiminum og þar kostar hvert starf að minnsta kosti einn milljarð króna en störf í hátækni 25-30 milljónir króna.

Og störf í ferðaþjónustunni hér eru nú þegar meira en tvöfalt fleiri en í álverunum og tengdum greinum.

Þorsteinn Briem, 20.11.2012 kl. 20:19

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma.

Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir.

Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum.

Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi.

Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir."

http://www.visir.is/alidnadur-er-vanmetinn-grunnatvinnuvegur/article/2011706039908

Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2012 kl. 22:41

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fastir starfsmenn í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og þremur álverum og á Íslandi eru tæplega 1600, þar af um 270 með háskólamenntun. Afleidd störf vegna þessara fjögurra verksmiðja eru talin vera um 3.100.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/12/22/hatt_i_fimm_thusund_storf_i_orkufrekum_idnadi/

Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2012 kl. 22:46

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar þurfum að skapa mörgum sinnum fleiri störf en þau sem við gætum unnið í álverum.

Og hér verður í mesta lagi reist eitt álver í viðbót, enn eitt á suðvesturhorni landsins.

Ekkert álver verður reist á Vesturlandi norðan Hvalfjarðar, á Vestfjörðum, Norðurlandi eða Suðurlandi. Hvað þá í Vestmannaeyjum.

Við þurfum að einbeita okkur að ferðaþjónustu, hátækni og útflutningi fullunninna landbúnaðarafurða og sjávarafurða.


Og aukinni menntun hér í tæknigreinum.

Þorsteinn Briem, 20.11.2012 kl. 23:57

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvergi í heiminum er umhverfismálum betur sinnt í áliðnaði en þeim íslenska. Við ströngustu mengunar- og öryggiskröfur eru hér á landi nú framleidd 2% af því áli sem til verður í heiminum ár hvert. Eingöngu endurnýjanleg og hrein orka knýr starfsemina. Víðast hvar á jarðarkringlunni er þessu öfugt farið. Þar byggist álframleiðslan á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti. Meðalútstreymi af CO2-ígildum er þar sex til níu sinnum meira á hvert framleitt tonn af áli en hér heima. Sjálft álið hefur einnig margvíslega umhverfisvæna kosti. Ál er mjög léttur málmur og öll farartæki sem framleidd eru úr áli, frekar en t.d. stáli, útheimta minni orku en ella. Þá er afar einfalt að endurvinna ál en aðeins þarf um 5% þeirrar orku sem frumframleiðslan krefst. Endurvinnsla áls hefur því aukist jafnt og þétt. Um þriðjungur af árlegu heimsframboði af áli kemur úr endurvinnslu. Talið er að enn séu í notkun minnst tveir þriðju af því áli sem framleitt hefur verið frá upphafi þessa iðnaðar seint á 19. öld. Á 21. öldinnni eigum við því að fagna velgengni íslensks áliðnaðar og stuðla enn frekar að framgangi hans. Um leið eigum við að verða miðstöð sérfræði í arðbærri tengdri starfsemi, þ.e. í orkunýtingu, þekkingariðnaði og umhverfistækni.

http://idnadarbladid.is/frettir1/item/298-sj%C3%A1lfb%C3%A6r-%C3%ADslensk-t%C3%A6knigrein.html

Sleggjan og Hvellurinn, 21.11.2012 kl. 00:31

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útstreymi hér á Íslandi árið 2007 (CO2-ígildi í þúsundum tonna) og hlutfallsleg breyting frá árinu 1990:

Iðnaður og efnanotkun
1.845 +64%,

samgöngur
1.017 +67%,

sjávarútvegur
650 -18%,

landbúnaður
534 -7%,

úrgangur
254 +41%,

rafmagn og hiti
182 +48%,

samtals
4.482 +32%.

Ál:


"Útstreymi vegna álframleiðslu jókst úr 569 þúsund tonnum árið 1990 í 978 þúsund tonn árið 2007, eða um 72%."

Járnblendi:


Útstreymi vegna framleiðslu járnblendis jókst
úr 205 þúsund tonnum árið 1990 í 393 þúsund tonn árið 2007, eða um 91%."

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Í heildina jókst útstreymi frá samgöngum úr 608 þúsund tonnum árið 1990 í 1.017 þúsund tonn árið 2007, eða um 67%.

Útstreymi frá innanlandsflugi minnkaði
lítillega á tímabilinu en útstreymi vegna strandsiglinga jókst um 1%.

Útstreymi frá vegasamgöngum jókst
hins vegar um 81% frá 1990 til 2007 eða úr 517 þúsund tonnum í 934 þúsund tonn."

Sjávarútvegur:


"Útstreymi frá sjávarútvegi skiptist árið 2007 í útstreymi frá fiskiskipum (87%) og fiskimjölsverksmiðjum (12%).

Í heildina jókst útstreymi frá sjávarútvegi frá 1990 til 1996 en hefur farið minnkandi síðan. Útstreymið var mest árin 1996 og 1997 þegar mikil sókn var á fjarlæg mið."

Landbúnaður:


"Útstreymi frá landbúnaði minnkaði um 6,7% á milli 1990 og 2007. Rekja má þessa minnkun til fækkunar búfjár. Nokkur aukning varð árin 2006 og 2007 miðað við árin á undan og má rekja þá aukningu til aukinnar notkunar tilbúins áburðar."

Úrgangur:


"Útstreymi vegna meðferðar úrgangs skiptist í útstreymi vegna frárennslis og útstreymi vegna urðunar, brennslu og jarðgerðar úrgangs. Útstreymi jókst um 41% frá 1990 til 2007.

Sem hlutfall af heild innan geirans árið 2007 var útstreymi vegna urðunar um 80%, frárennslis um 9%, brennslu um 11% og jarðgerðar 1%."

Orkuframleiðsla:


"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 21.11.2012 kl. 00:51

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"þá er í raun lítið annað en laun og aðkeypt þjónusta sem skilar sér inn í hagkerfið."

Sunanvindur.....svaraðu mér.

"Hversu mikla raforku geta þá önnur fyrirtæki á Suðvesturlandi fengið?!"

Hvaða fyrirtæki á Suðurlandi fá ekki næga orku?

Illa ígrundaður pistill hjá Ómari, en enn verra "backup" hjá Sunnanvindi og Brímaranum.

Halldór Egill Guðnason, 21.11.2012 kl. 03:36

16 identicon

Síðast er ég gáði þá þurfti ég að borga nokk hærra fyrir straum heldur en stóriðjan. Ég lít því á, að a.m.k. ég og mínir kollegar séum allir að niðurgreiða fyrir stóriðju.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 06:45

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halldór Egill Guðnason,

Þú heldur náttúrlega að raforkan á Suðvesturlandi og Suðurlandi verði óþrjótandi.

"Hversu mikla raforku geta þá önnur fyrirtæki á Suðvesturlandi fengið?!"

Hér á ég við fyrirtæki sem þyrftu töluverða raforku og menn myndu vilja stofna á Suðvesturlandi og reyndar einnig á Suðurlandi, til dæmis í Þorlákshöfn.

Og samanlagt þyrftu mörg ný lítil fyrirtæki og heimili einnig töluvert mikla raforku.

Munu Sunnlendingar sætta sig við að öll raforkan frá nýjum virkjunum á Suðurlandi fari til fyrirtækja á Reykjanesi, til dæmis í Helguvík?!

Hversu mikla raforku gætu öll þessi fyrirtæki og heimili fengið ef reist yrði 360 þúsund tonna álver í Helguvík, eins og rætt hefur verið um, en það þyrfti um 720 MW?

Álverið í Reyðarfirði framleiddi 346 þúsund tonn af áli á ári en getur nú framleitt 360 þúsund tonn á ári.


"Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar. Afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan úr Fljótsdalsstöð fer til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði."

Nýjar virkjanir á Suðurlandi:


Skrokkölduvirkjun 35 MW,
Hvammsvirkjun 82 MW,
Holtavirkjun 53 MW,
Urriðafossvirkjun
130 MW,
Hágönguvirkjun, 1. áfangi 45 MW,

Hágönguvirkjun, 2. áfangi 90 MW,
Búðarhálsvirkjun 95 MW.

Samtals um 530 MW.


Háhitasvæði á Reykjanesskaga:


Eldvörp 50 MW,
Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.

Samtals um 430 MW.


530 MW + 430 MW = 960 MW - 720 MW = 240 MW til skiptanna
frá öllum ofangreindum fimmtán nýjum virkjunum fyrir aðra en 360 þúsund tonna álver í Helguvík.

Og engan veginn víst að allar þessar virkjanir komist í gagnið að einhverju eða öllu leyti.

Því er ljóst að álver í Helguvík yrði að vera miklu minna en 360 þúsund tonn.


Og álver verður ekki reist á Húsavík.

Þorsteinn Briem, 21.11.2012 kl. 07:39

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er útbreiddur misskilningur Jón Logi, að smánotendur niðurgreiði fyrir stórnotendur. Í raun er það á hinn veginn, enda sýnir samanburður á orkuverði hér og í Evrópu, að íslensk heimili borga minnst.

Það er auðvitað ekkert óeðlilegt við það að stórkaupendur á vöru fái betri "díl" en hinir smærri, það tíðkast í öllum viðskiptum. En þegar dreifingarkostnaðurinn er tekinn með í reikninginn þá er munurinn reyndar miklu minni en fólk heldur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2012 kl. 09:25

19 identicon

Ég sé ekki misskilninginn í því þegar þeir borga meira Gunnar. Og Ég og mínir kollegar, - og restin af "smánotendaþjóðinni" erum búin að kaupa rafmagn frá því að það stóð til boða. Einu sinni keyptum "við" alla orkuna.
Betri "díll" er það sem dró stóriðjuna hingað inn, - "ódýrast í heimi" auglýsingin, og mér finnst hún eins og blaut tuska framan í landslýð sem sat að orkuni fyrir.
Það þarf að hafa verðið til okkar hærra til að betur náist endar saman í orkusölu. Dreifingin er rukkuð sér, og má deila um þann kostnað og hvernig honum er skipt,- heldur betur. Eftir situr hrein orkusala, sem samt þarf að vera dýrari, sem þýðir ekkert annað en það að landlýður þarf að gefa meira en stóriðjan á hverja einingu, alveg sama hvernig því er snúið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 09:38

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hvergi í heiminum er umhverfisáhrifum betur sinnt í áliðnaði en í þeim íslenska."

Þetta er sagt og síðan vitnað í útblástur. Samkvæmt þessu flokkast gríðarlega óafturkræf umhverfisspjöll virkjana á borð við Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir ekki undir umhverfisáhrif. Auðvelt að finna út lítil umhverfisáhrif þegar náttúruverðmætin eru metin á núll krónur eins og var hjá Kárahnjúkavirkjun.  

Ómar Ragnarsson, 21.11.2012 kl. 09:41

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Orkuverð á að vera sem hæst til stóriðju, ég held að engin mótmæli því. Það er hins vegar ótrúverðugt þegar umhverfisverndarmenn gerast sérfræðingar á því sviði. Sömuleiðis þegar þeir gerast sérfræðingar í ástandi og horfum á heimsmarkaði álvöruframleiðslu.

Svo er fáránlegt að tala um að Íslendingar framleiði meira rafmagn en til eigin nota. Öll orka sem framleidd er á íslandi er "til eigin nota". Eða eigum við að segja að það sé glapræði að veiða fisk til útflutnings? Eigum við að hætta að flytja út vörur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2012 kl. 10:36

22 identicon

Jón Logi...ástæðan fyrir því að stórnotendur niðurgreiða orkuna fyrir smánotendur er sú að stórnotendurnir gera okkur kleyft að ráðast í byggingu stærri virkjana með lægri meðalkostnaði per megawatt heldur en ella.

Annars finnst mér umræðan um slæma afkomu af raforkusölu til stóriðju svolítið spaugileg. Arðsemi eigin fjár LV held ég að hafi verið ca. 4,4% þegar horft er yfir lengra tímabil. Á sama tíma fjargviðrast menn yfir óraunhæfu vaxtaviðmiði fyrir lífeyrissjóðina uppá 3,5% og tala um að það þurfi að lækka niður í eitthvað raunhæft, t.d. 2%.

Væri bara ekki hið besta mál að afhenda LV hverja einustu krónu lífeyrissjóðanna og biðja þá um að ávaxta þessar krónur með svipaðri ávöxtun og þeir hafa verið að fá á eigið fé sitt? Þetta myndi leysa "lífeyrissjóðavandamálið" í eitt skipti fyrir öll !  

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 10:48

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Like" á Magnús

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2012 kl. 11:02

24 identicon

Magnús: Ég þekki ekki til að orkuverð hafi "dömpað" einhver ósköp niður til pöpulsins við tilurð stóriðju, hvað þá viðbót hennar. Og fyrst aeðsemi LV er orðin svona fín, af hverju getur þá ekki pöpullinn fengið orkuna á sama verði?
Ég sé engar heimildir sem staðfesta fullyrðinguna " stórnotendur niðurgreiða orkuna fyrir smánotendur", en sé verið að vitna í Kárahnjúkavirkjun og Fjarðarál sem dæmi um "lágkostnaðarmegawatt", þá vildi ég fyrir það fyrsta sjá þær tölur, og því til viðbótar sem margir þurftu að reyna á eigin skinni vegna efnahagsáhrifana, - t.a.m. skverlegar vaxtahækkanir til þess að hefta aðra nýsköpun o.fl.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 11:23

25 identicon

Það er kostulegt þegar að umhverfissinnar meta umhverfisáhrif með því að skoða naflann á sér. En láta alveg vera að skoða heildarmyndina. Láta eins og Ísland sé stök eining, sem hafi engin áhrif á heildina. Einnig að heildin hafi engin áhrif á Ísland. Álframleiðsla á Íslandi er sjálfsagt það besta sem Íslendingar hafa gert í umhverfismálum í sögunni. Allt tal um óendurkræf umhverfisáhrif falla um sjálf sig þar sem að orkuvinnsla krefst ætið að einhverjum hlutum í náttúrunni sé fórnað. Það að segja að það væri betra að fórna þá umhverfi í öðrum löndum og síðan framleiða orkuna á óumhverfisvænan hátt er barnaleg einfeldni, en einnig ótrúlegur hroki. Þeir sem eru raunverulegir umhverfissinnar hljóta alltaf að horfa á heilarmyndina. Til dæmis þeir sem styðja stóriðju á Íslandi. Meiri stóriðja er einfaldlega win win situation...

Gunnar Runólfsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 11:39

26 identicon

Jón Logi...þú ert soldið góður...afstaða þín er sem sagt að sú að þetta er þinn misskilningur og þú ætlar sko að halda í'ann þangað til einhver nennir að leiðrétt'ann.

En pældu í þessu....

Þegar álverið í Straumsvík tók til starfa...hversu mikið hækkaði orkureikningur landsmanna þá?

Eða þegar álverið í Hvalfirði hóf framleiðslu sína?..þá hlýtur orkureikningur almennings að hafa tekið stökk því ef það er um niðurgreiðslu að ræða hlýtur aukin álframleiðsla að kalla á auknar niðurgreiðslur?...er það ekki?

Og svo hlýtur steininn að hafa tekið úr þegar álverið fyrir austan hóf starfsemi sína!!...er það ekki? Þá hlýtur orkureikningurinn aldeilis að hafa gildnað hjá almenningi því álframleiðsla á landinu tvöfaldaðist í einum vetvangi...allt niðurgreitt af almenningi!!

En eins og við vitum hækkaði rafmagnsverð ekki. Og þá hlýtur það að standa uppá þig að útskýra fyrir okkur hinum skilningsleysingjunum hvernig á því stendur að það sé sífellt hægt að auka "niðurgreidda" álframleiðslu án þess að niðurgreiðslunnar sjái nokkursstaðar merki !!

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 15:04

27 identicon

"Misskilningur"? Koddu með tölur kallinn, - ég skal smella smá á, frá því að verið var að þreifa um samninga v. Helguvík. Sem sagt, - það var stefnt að því að ná 1 kr. á KwSt, - til þess stóðu vonir, - en það var áður en krónan féll. Í umslaginu mínu gat ég lesið ca 5 kr. Það vill þó valda misskilningi, að enginn virðist geta gefið nákvæm verð upp á spjallþráðum sem þessum um meðalverð stóriðjunnar, enda kannski ekki allt þar uppi á borði. Eftir stendur þó, að það er verið að veifa verðum sem eru langtum lægri en landinn þarf sjálfur að greiða.
Straumsvík er nefnd, en ég hef ekki lífsaldur til að muna uppruna þeirra samninga, - man bara eftir þjarkinu hjá Hjörleifi og svo Sverri Hermanns, sem loksins tókst að lemja í gegn hækkun.

En steininn tók vissulega út þegar farið var í framkvæmdir fyrir austan,  - afleiðingin kom ekki fram á rafmagnsreikningnum, heldur næstum öllu öðru, - fylgifiskar eins og vaxtahækkanir, pólítískar aðgerðir til heftingar á "öðrum" vexti í atvinnulífi, og skuldaábyrgð ríkissjóðs er eitthvað sem flestir fundu á eigin skinni og finna enn.

Enginn "misskilningur" þar á ferð.

Og Sleggja:

"Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar"

Þjóðin á ekkert í þessu áli. Þjóðin selur bara rafmagn. Sumir misskilja þetta svo langt að þeir leggja saman orkusöluna og útflutningsverðið, - en hinn raunverulegi útflutningur er orkusalan. Það má misskilja þetta með því að taka blindandi tölur af vef Hagstofunnar, sem gerir ekki þennan greinarmun á "exchange".

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 08:29

28 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"þjóðin" á ekkert í þessum álfyritækjum. alveg einsog "þjóðin" á ekki Samskip eða Brim.

En þetta er samt gjaldeyristekjur inn í landið.

Sem okkur bráðvantar.... ef þú hefur ekki verið að lesa fréttir nýlega.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.11.2012 kl. 08:58

29 identicon

Rafmagnið eru gjaldeyristekjur, rétt er það. Hitt eru eiginlega krónuskipti, ef það er gert þannig upp, en sá peningur er í erlendri eigu. Sá virðisauki er svo einnig.
Ofur einfalt, og er svo út um allan heim.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 10:34

30 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hagfræðiþekkingin þín er greinilega ekki uppá marga fiska.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.11.2012 kl. 13:02

31 identicon

Nújá? En er það samt ofraun að hrekja nokk hvað sagt var eða er stigið komið á rökþrotaöldina sem fyrirsjáanlega gefur svör eins og "heimskur ertu" eða "það er ekki hægt að ræða við þig sko..."

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband