Að kunna að marséra í takt.

Í formannstíð Steingríms Hermannssonar varð til setningin að Framsóknarmenn kynnu að marséra í takt og lengst af hafa flokksmennirnar getað gert það í bráðum aldrargamalli sögu flokksins.  

Jónas frá Hriflu var faðir flokksins og átti líka þátt í stofnun Alþýðuflokksins og þar með þess flokkakerfis í meginatriðum, sem verið hefur á Íslandi í bráðum 90 ár. Framsóknarmenn marséruðu í fyrstu í takt við Jónas, en settu hann síðan af 1944 þegar annar foringi hafði risið í flokknum, Hermann Jónasson með Eystein Jónsson sem öflugan varaformann sem síðar tók sjálfkrafa við af Hermanni.

Áfram var marsérað í takt í tíð Ólafs Jóhannessonar ef frá er talin svonefnd Mörðuvallahreyfing sem klofnaði frá flokknum og ógnaði aldrei fylgi hans né ferli.

Í tíð Steingríms Hermannssonar var komin upp svipuð staða og hjá Hermanni og Eysteini. Nú var það Halldór Ásgrímsson, arftaki Eysteins í Austurlandskjördæmi, sem var í hlutverki forvera síns og flokkurinn marséraði áfram í takt fram á miðjan síðasta áratug. 

Þá kom upp áður óþekkt ástand, skipt var um formann tvívegis og í þriðja sinn í kjölfar Hrunsins 2008.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar sigurorð af Höskuldi Þórhallssyni í tvísýnni kosningu og síðan þá hefur verið óvíst um stöðu hans þegar samanburður er tekinn við fyrri formenn, sem í meira en 75 ár voru traustir í sessi í kjördæmum sínum.

Jón Sigurðsson galt þess að komast ekki á þing í Reykjavík og eftir ófarar Framsóknarmanna í borgarstjórn fyrir tveimur árum hefur verið spurning hvort flokkurinn geti jafnað sig þar.

Sigmundur Davíð var því í svipaðri stöðu og Sesar, þegar hann kom að Rubiconfljóti og sagði: "teningnum er varpað" og hélt yfir það frá yfirráðasvæði sínu.

Það var djarfleg ákvörðin hjá Sigmundi Davíð að láta slag standa og fara í víking til Norðausturkjördæmis þar sem fylgi Framsóknarmanna er hvað sterkast en sækja þurfti gegn sterkum þingmanni á heimavelli hans. 

En áhættan með því að vera áfram í mun veikara kjördæmi, Reykjavík, var augljós og staðan óárennileg .

Nú hefur komið í ljós að hann veðjaði á réttan hest og hlýtur að standa mun styrkari eftir en áður, einkum ef þeir fara báðir inn á þing, hann og Höskuldur Þórhallsson.

Árangurinn af þessari för formannsins sýnir að Framsóknarmenn virðast þrá að marséra í takt eins og forðum daga og að Sigmundur Davíð er ótvírætt sá maður, sem þeir vilja marséra á eftir.  


mbl.is Höskuldur verður í öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisverðast í þessari frétt var þó staðurinn hvar kosningin var haldin. 

„...en kjördæmaþing stendur nú yfir á Mývatni...“. Það er eins gott að ísinn sé sæmilega heldur svo blómi Framsóknarflokksins fari ekki í eina vök.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 15:44

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvernig skyldu norðlenskir framsóknarmenn taka „sendingunni að sunnan“? Eigi tel eg þetta verði Framsóknarflokknum né Sigmundi Davíð til framdráttar. Framsóknarflokkurinn var áður flokkur sveitanna, fólks sem vildi hvorki hermang né spillingu. Sigmundur hefur auð sinn af hvoru tveggja. mjög líklegt er að almennilegu sveitafólki á Norðurlandi telji sér misboðið með „sendingunni að sunnan“ og ígrundi aðra möguleika að velja sér flokk og forystufólk.

Góðar stundir en án brasks og hermangs.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2012 kl. 21:30

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er alveg með ólíkindum að ausfirskr framsóknarmenn skuli hafa sett Simma sem sinn mann. Með það í huga hve hann talar óábyrgt og vitleysislega. Jú jú, þeir minnast gamalla daga þegar þeir höfðu formanninn og þar með talsverð ítök.

Framsóknarmennska á austurlandi er löngu hætt að byggjast á einhverri hugsjón eða bundið við bændur beinlínis enda þeir orðnir svo fáir. Framsóknarflokkurinn er afar sterkur í sveitarstjórnum. Flokkurinn þróaðist sem svona miðjuafl og hálfgert mótvægi við Sjallaflokk í bæjunum. Að þer skuli svo lufta svona lukkuriddara til valda - eg mæli ekki með því. En þetta vilja þeir og verði þeim að góðu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.12.2012 kl. 10:58

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Að þeir skuli svo lyfta svona lukkuriddara til valda" os.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.12.2012 kl. 10:59

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðjón. 

Þetta innslag þitt er úrelt, hallærislegt og hlægilegt.  Þú slærð þessu inn klukkan 21:30, löngu eftir að  "norðlenskir framsóknarmenn" (einnig af Austurlandi) voru búnir að taka vel „sendingunni að sunnan“ (fréttin kom í RÚV kl 12:30).  Minni þig einnig á að pólitískt líf formannsins hófst á Austurlandi og því rökrétt að því verði lifað þar.

Þú gleymir auk þess einu grundvallaratriði í skrifum þínum, nefnilega því að menn velja sér ekki frændur, foreldra né fæðingardag.  Skrif þín eru uppskrúfað þvaður þar sem þú gefur það í skyn, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé vondur maður vega þess hver hann er og hvaða stefnu hann aðhyllist. 

Ég skil hins vegar vel angist þína, þar sem verulegar líkur eru á því að Steingrímur, formaður þinn, eigi eftir að ganga einn, mjög sár og skakkur af velli eftir næstu kosningar í kjördæminu, nema hann velji snilldarbragð Björns Vals í öðru kjördæmi og detti þar með örugglega út.  

Hafðu það í huga, að þessir tveir höfða til sömu kjósenda í norðausturkjördæmi.  Menn þekkja ómerkilegan málflutning SJS og vita það vel að ekki verður lægra lagst.  Framsókarmenn þurfa þó ekki að ljúga sig inn á kjósendur og ganga því keikir til leiks í vor.

Benedikt V. Warén, 2.12.2012 kl. 12:19

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar Bjarki.

Í þínum sporum mundi ég hafa meiri áhyggjur af Dramadrottningum þínum í kjórdæminu, bæði Kristjáni Möller og Jónínu Rós.  Sú fyrrnefnda er á mála sveirastjórnamanna og kjósenda í Ejafirði og meðan sú síðarnefnda situr með bundið fyrir augun í aftursæti Kristjáns.

Benedikt V. Warén, 2.12.2012 kl. 12:31

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Og var það nokkuð fleira monsjór Benedikt?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.12.2012 kl. 18:24

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Já Guðjón, bakaðu nýjar lummur, ef þú þarft á annað boð að standa í bakstri.

Benedikt V. Warén, 2.12.2012 kl. 18:29

9 identicon

Norðausturkjördæmið er orðið flóttamannabúðir fyrir frambjóðendur (hækjunnar) sem sjá sína sæng upp reidda á höfuðborgarsvæðinu.

 

Hallærislegt"

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 18:42

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Haukur.  Geltir þú af því að þér er sigað, eða gjammar þú bara til að ná athygli?

Benedikt V. Warén, 2.12.2012 kl. 19:16

11 identicon

Það er langt síðan að Framsóknarflokkurinn hætti að vera stjórnmálaflokkur. Þeir urðu að vinnumiðlun fyrir sína menn og verkfæri til brasks og þjófnaðar. Og til að hafa erindi sem erfiði kusu þeir að verða hækja Íhaldsins, ákvörðun sem hefur reynst þeim afar vel.

Nokkrum flokkskólfum tókst að afla sér gífurlegra auðæfa, án þess að hafa með eigin vinnu eða hugviti skapað einhver verðmæti. Zero. Þetta veit þjóðin. Einn af þessum gaurum var Gunnlaugur M. Sigmundsson og hans filius heit Sigmundur Davíð. Erfitt er hinsvegar að fjalla um pólitískan frama sonarins án þess að Kögunarsjóðirnir komi til tals, sem komu að góðum notum þegar kaupa þurfti formannsstól undir "fat ass" sonarins.

Án þeirra peninga væri Sigmundur ekki formaður hækjunnar, sem þurfti svo að flýja sitt kjördæmi til að skolast inn á þing næsta vor.

Ekki aðeins kolrugluð spilling, heldur einnig hálfvitagangur, eins og margt annað á klakanum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband