"This land is my land..."

Á ferðum mínum um Norður-Ameríku var lagið "This land is my land" það lag sem oftast er flutt á samkomum vestra. Bæði Bandaríkjamenn og Kanadamenn eru landnemaþjóðir sem tóku landið af frumbyggjunum með valdi og þetta lag höfðar greinilega til þeirra.

Við Íslendingar erum einnig upphaflega landnemaþjóð og kannski voru hér einhverjir fyrir, sem urðu að sætta sig við sem gerðist, en auðvitað ekkert í líkingu við það sem gerðist í Ameríku.

Af þessu leiðir að skiljanlegt var að bæði Bandaríkjamenn og Íslendingar léku stór hlutverk í því að Ísraelsmenn tækju sér eigið land í Palestínu. Til þess notuðu Gyðingar meðal annars hryðjuverk. ´

Úr því að þetta tókst og var samþykkt á alþjóðavettvangi ættu Ameríkanar og Íslendingar að vera hlynntir því að Palestínumenn eignist eigið land við hlið Ísraels. 

Og úr því að Gyðingar fengu að nota hryðjuverk meðal annarra meðala til að eignast eigið land, hefði maður haldið að svipuð verk Palestínumanna ættu ekki að standa í vegi fyrir því að tveggja ríkja lausnins, sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir næstum 65 árum, stæði í vegi fyrir þessu, þótt auðvitað sé það ósk allra að hryðjuverk eigi ekki að líðast.

Og við Íslendingar erum samkvæmir sjálfum okkur með því að leyfa Palestínu að eignast eigið ríki.

En Bandaríkjamenn leggja greinilega hryðjuverk Gyðinga fyrir 1948 og hryðjuverk Palestínumanna ekki nú að jöfnu. Ein helsta ósk friðsams mannkyns hlýtur að vera að friður komist á án frekari blóðsúthellinga. 


mbl.is Abbas: „Nú eigum við ríki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll 'Omar,

Þú talar um hryðjuverk Ísraelsmanna á árunum, áður en þeir urðu fullvalda ríki.

Gætir þú nefnt dæmi ?

Kristinn Ásgrímsson, 2.12.2012 kl. 20:04

2 identicon

Sæll.

Ég held að það sé enginn á móti því að Palestínumenn eignist sitt eigið ríki. Um það þarf hins vegar að semja. Annar aðilinn á ekki að vera sífellt að væla í alþjóðlegum stofnunum sem hafa ekkert með málið að segja.

Á hverju ætlar þetta ríki að lifa? Ölmusu eins og hingað til? Ísraelar sjá því fyrir ýmsum nauðsynjum og moggafréttin "gleymir" að nefna að Ísraelar ætla að halda eftir þessu fé vegna þess að Palestínumenn skulda nágrönnum sínum fé fyrir að sjá þeim fyrir rafmagni. Gott dæmi um hlutdrægni fjölmiðla hérlendis. Annað dæmi um hlutdrægni er flótttamannastofnun SÞ, hún notar aðra skilgreiningu á palestínska flóttamenn en aðrar flóttamen? Af hverju? Er flóttamaður ekki flóttamaður?

Hvaða tilkall hafa Palestínumenn t.d. til Jerúsalem? Meirihluti íbúa þar er gyðingar og hefur verið gyðingar í yfir hundrað ár. Finnst engum þessi krafa fáránleg í ljósi þessa? Palestínumenn og Ísraelar þurfa að semja um þetta atriði eins og ákaflega mörg önnur, utanaðkomandi aðilar munu sennilega bara torvelda þessum aðilum að ná samkomulagi.

Ómar, pistill þinn skautar algerlega hjá því sem skiptir ákaflega miklu máli: Balfour yfirlýsingunni frá 1917 en þá stjórnuðu Bretar svæðinu. Af hverju nefnir þú hana ekki? Vissir þú ekki af henni eða slepptir þú henni af öðrum ástæðum? Svo nefna nú afskaplega fáir hlut arabaríkja í þessum deilum, þeim var boðinn hluti svæðisins sem Bretar stjórnuðu en höfnuðu og stríð braust út.

Er til einhver sambærileg yfirlýsing fyrir Palestínumenn? Hvenær urðu þeir annars til sem þjóð? Hefur þú spurt sjálfan þig þeirrar spurningar?

Helgi (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 20:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ómar þú virðist vera velræktaður íslendingur, en samt get ég ekki fundið að þú viljir ganga gegn innlimun í ESB.  Það kann að vera að þú sért í erfiðleikum með eitthvað sem ég þekki ekki.  En ég er afar hissa á að þú þessi ættjarðarvinur virðist ekki telja það neitt okkur til góða að hafna ESB. Fyrirgefðu en það setur bara öll mín viðbrögð á þig sem náttúrvin út úr korti.  Það er hvergi neitt sem hönd á festir um hvað þú vilt, fyrir utan áhuga á náttúru Íslands.  Og þá hugsa ég um afleiðinga þess að ganga inn í ESB, sem verður til þess að við munum missa allt kontról á okkar málum.

Það getur vel verið að þú viljir bara rekast í einhverju tómarúmi hvað þetta varðar, en meðan þú tekur enga afstöðu um þetta tiltekna mál, mun ég ekki líta á þig sem náttúruverndarsinna, né líta á þig sem baráttumann um það sem okkur er heilagasta.  Þú fyrir gefur, en þetta er bara þannig, það verður ekki spöruð kakan né étin, það er annað hvort eða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2012 kl. 21:23

4 identicon

Ætli eitt kunnasta hryðjuverkið (a.m.k. hérlendis) í Palestínu áður en Ísrael varð fullvalda ríki sé ekki sprengjuárásin á hótel Davíðs konungs?

http://en.wikipedia.org/wiki/King_David_Hotel_bombing

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 21:25

5 identicon

Hryðjuverk Gyðinga fyrir 1948? Fyrirgefðu að ég veit ekkert um hvað þú ert að tala hérna. Ég stend í þeirri meiningu að Gyðingar hafi ekki staðið í neinu ströngu meðan á seinni heimstyrjöld stóð.

Sigurður Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 21:58

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hér má sjá annað dæmi um hryðjuverk í Palestínu áður en Ísrael varð fullvalda ríki. Þetta fjöldamorð og sprengingin sem nefnd er í athugasemd #4, hér fyrir ofan, voru unnar af hernaðararmi Zíónista, Irgun, tvö dæmi af fjölmörgum. Irgun varð síðar Likud og hefur mestann part sjálfstæðis Ísrael verið við völd!

Gunnar Heiðarsson, 2.12.2012 kl. 22:07

7 identicon

Hér er frábært myndband af gyðingnum Dr. Normal Finkelstein þar sem hann svarar stelpu af gyðingarættum með heiðarlegu mótsvari.

http://www.youtube.com/watch?v=B59sXRP8OMY

N. Finkelstein er sonur pólskra gyðinga sem voru ein af þeim fáu heppnu að lifa af útrýmingabúðir nasista, móðir hans var meðal annars Majdanek búðunum og seinna í Auschwitz, pabbi hans var í Auschwitz. Áður en þau voru flutt þangað, voru þau í Varsjá gettóinu, innilokuð. Öll fjölskylda Norman's, afi og amma, frændur og frænkur voru drepin í einu af hræðilegustu þjóðarmorðum mannkynssögunar, Helförinni.

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 22:25

8 identicon

Helgi kemur með ágætar athugasemdir. Hafa Palestínuarabar sinn eiginn gjaldeyrir sem notaður er við hefðbundin viðskipti heima t.d. við kaup á mat eða bensíni hjá almenningi? Eða? Hvernig afla þeir erlends gjaldeyris? Hver er stærsta útflutningsvaran og hvert er stærsta viðskiptalandið? Hvað framleiða þeir yfir höfuð? Hvað er BNP hjá þeim? Satt að segja, þá vitum við nánast ekkert um þessa araba sem búa þarna og væri gaman að fá smá upplýsingar um þetta fólk, frá þeim sem til þekkir.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 23:38

9 Smámynd: el-Toro

fólk !!!!

endilega kynnið ykkur sögu Palestínu og átökin fyrir botni miðjarðarhafs....og reynið að lesa ykkur til um hvernig báðir aðilar hugsa átökin....

...það er súrt að þurfa að lesa margar af þessum athugasemdum, sem eru vart merkilegri en bakhliðin á gamla hundrað króna seðlinum....svo í guðanna bænum lesið ykkur til um hlutina beggja megin landamæranna ef þið hafið svona mikinn áhuga á þessu !

el-Toro, 3.12.2012 kl. 00:03

10 identicon

Íslendingar vita alltaf manna best um allt. Ég skammast mín oft fyrir þjóðerni mitt.

 Kveðja frá USA.

Baldvin Jónsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 00:52

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Palestína notar Jórdaníu Dínar, US Dollar en mest Ísrael Shekel eða New Israel Shekel (NIS) eins og gjaldmiðillinn heitir í Israel þvíþeir tóku eitt núll af honum um árið g þá varð til nýr gjaldmiðill náttúrulega (það sama gildir um þegar tvö núll voru tekin af krónunni hérna, það var í vissum skilningi nýr gjaldmiðill. Króna er því ekki nema um 30 ára gömul)

Með ísraelska terrorista fyrir 1948, þá er það mikil saga í tugi ára enda Israel byggt upp á terrorisma. Hópa Terrorista má nefna Irgun, Stern-gengið og Haganah.

þetta fór svo um með hryðjuverkum spregjandi og skjótandi hvað sem fyrir þeim var. Nú, síðan eftir stofnun ríkisins þá urðu þessir terror hópar allir meginstoð í ríkinu og ekki síst hernum. Og héldu áfram síðnum hryðjuverkum. Menachen Begin var td. bæði terroristi og fasisti eins og Einstein benti skarpleg á sínum tíma.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.12.2012 kl. 01:58

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það stóð aldrei til, að Bretar hefðu æðstu stjórn í Landinu helga til eilífðarnóns. Hitt var álitamál, hvernig ætti að skipta landinu og hvort Jerúsalem yrði með í því eða yrði t.d. alþjóðleg borg þriggja mikilla trúarbragða.

Hryðjuverk tiltöulega fámennra Irgun-öfgasveitanna lögðu ekki ferþumlung lands undir Gyðinga. Það var gert með ákvörðun Sameinuðu þjóðanna og Breta, sem fóru með umboðsstjórnina.

Ómar þarf að leiðrétta sína sagnfræði, rétt eins og hann þarf að biðjast afsökunar á því að hafa tekið þátt í að búa til fullveldisframsalsheimildar-ákvæði* í tillögum hins ólöglega stofnaða "stjórnlagaráðs", sem starfaði hvorki í umboði þjóðfundarins né þjóðarinnar, heldur 30 lögbrjótandi alþingismanna. Því tek ég undir máflutning Ásthildar hér.

* Með þessu ákvæði 111. greinar "ráðsins" gætu t.d. um 27% kosningabærra manna kosið það með eins atkvæðis meirihluta (ef kjörsókn yrði 54%), eftir heilaþvott með milljónahundraða áróðri ESB, að framselja ríkisvald til Evrópusambandsins, þ.m.t. æðsta löggjafarvald yfir landi okkar og þjóð! Þegar Ómar "fattar" þennan gerning eins og hann er í raun, á hann að biðjast afsökunar og óska eftir endurskoðun hans á Alþingi. Amenningur væntir einskis minna af einum sinna betri manna.

Jón Valur Jensson, 3.12.2012 kl. 02:03

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar Bjarki má ekki gleyma því, að Palestínuarabar réðust einnig á Gyðinga fyrir 1947-8. Þá má hann heldur ekki gleyma tengslum leiðtoga meðal þeirra palestínsku við nazista. Sjá um það bók Snorra G. Bergssonar, Heilagt stríð ...

Jón Valur Jensson, 3.12.2012 kl. 02:07

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson ætlar kannski að biðjast afsökunar á barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar, bæði hérlendis og erlendis.

Þorsteinn Briem, 3.12.2012 kl. 03:52

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er það á mína ábyrgð, Steini, ekki frekar en barnaníð í lúthersku kirkjunni eða meðal trúleysingja er á þína ábyrgð.

Jón Valur Jensson, 3.12.2012 kl. 05:31

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Berð sem sagt ekki ábyrgð á öllum kaþólikkum, Jón Valur Jensson.

Þorsteinn Briem, 3.12.2012 kl. 06:31

17 identicon

Helgi

Israelar hafa ekki beint sýnt mikin samningsvilja.  Þverta á móti þá gera þeir nákvæmlega það sem þeim sýnist  t.d.  brjóta þeir alþjóðalög m.a. með því að byggja á herteknum svæðum.  Hvað er þá hægt að gera annað en að "væla" í alþjóðlegum stofnunum, sem ættu reyndar að hafa ALLT um málið að segja.
Ef ríkið hefur ekkert til að lifa á, á það þá ekki rétt á að vera til?  Ég giska á að sé erfitt að hafa lifibrauð þegar Ólívutrén eru brend, uppskeran eyðilögð, valtað yfir hús með jarðýtum og ekki hægt að fara spönn frá rassi án þess að fara í gegnum ótal varðstöðvar vegatálma og niðurlægjandi eftirlit.
Palestínumenn hafa búið í árþúsindir í Jarúsalem alveg eins og gyðingar hafa búið þar í árþúsundir, margir heilögstu staðir múslima (sem og gyðinga) eru í Jerúsalem og í byrjun bauð Múhammeð fylgismönnum sínum að snúa sér til Jerúsalem þegar þeir biðjast fyrir.  Því var svo seinna breytt í Mekka sem kunnugt er.  Gyðingar hafa ekki alltaf verið í meirihluta í Jerúsalem og  reyndar voru þeir hlutfallslega fámennir fyrir 1948.  Sé ekki alveg afhverju gyðingar eiga meira tillkall til Jerúsalem en t.d. múslimar eða kristnir, enda átti Jerúsalem að vera undir alþjóðgri stjórn en Israelsmenn gáfu skít í það eins og svo margt annað.
Þú ert hrifinn af Balfour yfirlýsingunni.  Þar segir ma.:
"...it being clearly understood that nothing shall be done which may prejudice the civil and religious rights of existing non-Jewish communities in Palestine..,"
Balfour segir samsagt að bjóða eigi gyðingum land i Palistínu en ekki skuli skerða hlut þeirra sem þar búa fyrir.
Hvenær verður þjóð til?  Hvenær urðu íslendingar þjóð?  Var það þegar Ingólfur Arnarson stökk af skipinu? Eða varð Það við sjalfstjórn 1918 eða við sjálfstæði 1944? Þarf þjóð að eiga land til að vera þjóð.  Eru þá t.d. Kúrdar ekki þjóð.  Þarf þjóð að vera samþykkt af Sameinuðu þjóðunum til að vera þjóð? Eru t.d. Tíbetar ekki þjóð?  Við Íslendingar eru svo heppnir að teljast ein þjóð í eigin landi með náttúrleg landamæri.  Oftast er það ekki svo.  Margar þjóðir búa í fleiri en einulandi og í mörgum löndum búa margar þjóðir. 
En það er algerlega einstakt að eitt tiltekið land sé byggt á því að þeir sem hafi tiltekna trú geti sest þar að.  Þannig er með Israel.  Þangað gæti ég flutt ef ég væri gyðingur.  Ríkið myndi taka mér opnum örmum og sennilega fá mér frítt húsnæði á ólöglegum landtökubyggðum á Vesturbakkanum.  Þannig skiptir engu máli hvort maður er Ashkenazi gyðingur frá Póllandi eða Rússlandi; Sephardi gyðingur frá vestur Afríku; Oberlander gyðingur frá Vestur Evrópu eða t.d. gyðingur frá Kentucky USA sem aldrei hefur komið út fyrir sitt fylki.   Israelar hafa ekkert sameiginlegt nema trúnna.  Er Israel þjóð? eða trúarsöfnuður?

Páll Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 08:45

18 Smámynd: el-Toro

Irgun flokkurinn ásamt öðrum ísraelsmönnum sem flæmdu palestínumenn á flótta skömmu eftir stofnun ísraelsríkis....sameinuðu þjóðirnar úthlutuðu báðum þjóðum land, en Ísrael hafði betur í stríðinu sem braust út skömmu síðar.  irgunn flokkurin gegndi sínu hlutverki eins og aðrir í því að vinna það land sem vannst 1948.

....samt sem áður sé ég ekki tilgangin við að eyrnarmerkja hryðjuverk og ódæðisverk við landvinninga, þar sem landvinningar eru alltaf unnir með hernaði...og í mínum huga er hernaður alltaf ódæðisverk.  og jafnvel er hernaður hryðjuverk við almennan borgara...?

það er mín hugsun að þessi deila verði aldrei leyst, fyrr en báðir aðilar sættast á orðin hlut...hversu erfitt og sársaukafullt sem það getur verið...

ps.   það er gaman að segja frá því, að höfundur afrika reich, Guy Savile....er gríðarlega nákvæmur í heimildarleit sinni fyrir skáldsögu sína.  en hann gróf upp merkilegt plagg.  ég ætla ekki að þíða þetta, heldur láta þetta flakka eins og hann skrifar það:

During my research I occasionally stumble across facts that make my jaw drop. Today's gem is about Lehi (a Jewish terrorist / freedom fighter group). This was their policy in the 1940s: 
 
"In the belief that Nazi Germany was a lesser enemy of the Jews than Britain, Lehi twice attempted to form an alliance with the SS against the British'. Guess it shows how wrong you can be..."

el-Toro, 3.12.2012 kl. 10:34

19 Smámynd: Már Elíson

Vegna #10 (Baldvin)

Íslendingar vita hugsanlega meira en þig grunar og eru mjög vel lesnir, lærðir og áhugasamir. En vertu samt áfram í USA, Baldvin, landi vitringanna..... 

Már Elíson, 3.12.2012 kl. 11:00

20 Smámynd: el-Toro

....nú þurfum við, Már.  aðeins að standa undir orðum þínum :)

en það er satt, að fjölmiðlaumfjöllun í Bandaríkjunum er önnur en í evrópu....og tekur mun meiri afstöðu með Ísrael, af augljósum ástæðum sem öllum lærandi mönnum ætti að vera ljós.

el-Toro, 3.12.2012 kl. 13:18

21 identicon

Ómar er ekki svaraverður um þennan málaflokk:

Í síðasta bloggi sínu (21.11) fræðir hann lesendur sína um að "...

Gyðingar hafa úrslitaáhrif um það hver situr á forsetastóli (í Bandaríkjunum)"

Er það virkilega?

Næst liggur þá beint við hjá honum að skýra út að raunar hafi digrir júðskir bankastjórar í teinóttum jakkafötum, með kúluhatt og feitan sígar í munnvikinu stjórnað bak við tjöldin stjórmálamönnum út um allan heim bak við tjöldin eins og strengjabrúðum, allt fram á þennan dag. Og ekki mun hann skorta trausta heimild fyrir þessu: Prótókollar Öldunganna frá Zion, sem út hefur komið í mörgum vönduðum útgáfum.

Annars staðar en á Íslandi er þetta kölluð frumstæð gyðingaandúð eða gyðingahatur og varðar við lög.

Síðan, ef að haldið er áfram með sömu röksemdafærslu, þá liggur beint við að leggja á ráðin um að gera eitthvað í málinu, t.d. hvernig á að losa heiminn við þennan ófögnuð? Ómar hefur margoft í bloggi sínu (t.d. 3.9.12) lýst aðdáun sinni á hernaðartækni Þjóðverja og að aðeins hafi skort smá heppni eða bertra veður til þess að þeir hefðu getað unnið sigur á Rússum eða bara ef þeir tekið Ísland fyrr og þar með unnið sigur í styrjöldinni? Afleiðingin hefði orðið sú að ekki þyrfti lengur að kvarta yfir þessari Júða-óværu sem enn hrjáir heiminn, Þýskararnir hefðu klárað það mál líka með sóma.

En er annars nokkuð mál að standsetja bræðsluofnana í Auschwitz og Treblinka aftur?

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 13:45

22 Smámynd: el-Toro

Björn:  á fyrstu árum seinni heimstyrjaldarinnar voru herir nasismans í þýskalandi mun öflugri en hnignandi velda Frakka og Breta.

það sem kom einna helst í bakið á þýskaranum, voru yfirburðir breta á úthöfunum.  sem og fjöldaframleiðsla Bandaríkjanna og stríðsyfirlísing þýskarana gegn Bandaríkjunum.  en þýskarar hefðu aldrei getað unnið Bandaríkin í stríði, og það var mikil bjartsýni (en samt nauðsynlegt) að ráðast gegn sovétríkjunum.

gyðingar í bandaríkjunum eru einn af þremur stærstu og öflugustu þrýstihópum bandaríkjanna....það getur hver sem er lesið sér til.

annars bendi ég aftur á athugasemd nr.9

el-Toro, 3.12.2012 kl. 16:32

23 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ein hugmynd að lausn deilu Ísraela og Palestínumanna:

Gjörvöll heimsbyggðin hefur verið að horfa upp á mikið ofbeldi þar sem báðir aðilar eiga hlut að máli. Gríðarleg eignaupptaka, eignaspjöll, mannvíg og vígaferli hafa átt sér stað sem er engum til framdráttar. Palestínumenn hafa eftir því sem tíminn líður orðið veikari aðilinn einkum á hernaðarsviðinu þar sem vopnin eru ekki sambærileg á neinn hátt. Hins vegar hafa flestir tekið undir samúð með Palestínumönnum með þeim rökum að á þá hefur sífellt hallað.

Ljóst er að Palestínumenn geta aldrei gert sér minnstu vonir um að ná neinni samningsaðstöðu gegn gríðarlegu sterku herveldi Ísrael með mesta herveldi heims, Bandaríki Norður-Ameríku sem „Björn að baki Kára“ í þessum vígaferlum.

En hvaða leið geta Palestínumenn farið?

Ein mjög skynsamleg leið er að fá matsmenn á sviði eignarréttar og skaðabótaréttar alþjóðlega lagaréttarins að meta tjón sitt einhver ár og jafnvel áratugi aftur til baka. Þar verði metið það land sem Palestínumenn hafa orðið að sjá á eftir í hendur Ísraela. Einnig allt eignatjón og manntjón sem af hefur hlotist. Sanngjarnt er að draga frá allt það tjón sem Hamas skæruliðar og aðrir ójafnaðarmenn og ófriðarseggir hafa bakað Ísraelum. Ljóst er að tjón Palestínumanna er margfalt meira en tjón Ísraela.

Skaðabótarétturinn er allra athyglisverður vegna þessa. Ljóst er að sá sem bakar öðrum manni tjóni með saknæmum hætti ber að bæta það tjón sem sannanlega er unnt að sýna fram á að sé sennileg afleiðing af verknaðinum.

Með því að færa deilumál af vígvelli og inn í réttarsali ser mun skynsamlegri leið.

Við skulum minnast þess að Vestur-Þjóðverjar og síðar sameinað Þýskaland hafa greitt himinháar stríðsskaðabætur vegna misgerða nasista gegn Gyðingum á valdatíma Adolfs Hitlers, einhvers versta andskota sem komist hefur til valda á umdeildan hátt. Þessar greiðslur hafa verið umdeildari eftir því sem herstefna Ísraela hefur verið að færa sig upp á skaftið. Einhvern tíma er komið nóg af því góða eða öllu heldur því illa sem af hlýst af þessari ógnarstefnu ofbeldis og ójöfnuðar.

Látum deilur beinast í friðasamlegri farveg. Vígvöllurinn er blóði drifinn og deilur eflast ef ekki verður fundin betri og hagkvæmari leið.

En það er auðvitað vandamálið mikla: BNA er mesti framleiðandi og seljandi vopna og hergagna. Fyrir sölumenn dauðans eru afskipti friðarsinna af deilum eins og og koma í veg fyrir blómleg viðskipti.

Góðar stundir en án brasks og spillingar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.12.2012 kl. 17:11

24 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar Ottoman veldið þurfti að afsala sér 800 ára yfirráðum Palestínu til breta 1915, voru ýmsir sem tóku sér land - í kjölfar San Remo ráðstefnunnar 1916.

Líbanon 1926, Sýrland 1918 og TransJordan 1921.  Restin af Palestínu heyrði undir bretana til 1948.  Þessum leifum af Palestínu samþykktu síðan SÞ að skipta milli gyðinga og þeirra araba sem bjuggu á svæðinu. 

Hinir arabísku íbúar "leifanna" fengu ekki einu sinni atkvæðisrétt þegar Jórdanir (sem höfðu þegar tekið sinn væna skammt af Palestínu)  neitaði að skipta þeim hluta sem eftir var milli gyðinga og arabískra íbúa.  Eins og Jórdanir hefðu átt að eiga einhvern atkvæðisrétt.  Þeir voru búnir að taka sitt. 

Landaskiptin  hafa snúist um yfirráðapólitík frá upphafi og saklaust fólk fær að gjalda.

En hvað er nýtt undir sólinni?

Kolbrún Hilmars, 3.12.2012 kl. 19:09

25 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þess má geta að Ísraelar innheimta skatta af Palestínumönnum skv. sérstöku samkomulagi sem þeir efna aðeins á þann hátt að þeir rukka skattinn en greiða ekki palestínskum yfirvöldum þeirra hlut! Hvað nefnist þetta? Skilasvik eftir hegningarlögum? Þjófnaður? Rán? Alla vega hafa ísraelsk yfirvöld sýnt palestínskum yfirvöldum lengi langt nef. Og hefja stríðsaðgerðir sem n.k. kosningabrellu en kosningar eru í Ísrael í næsta mánuði.

Sennilegt er að þúsundir Ísraela sjái gegnum svona aðferð til að afla atkvæða. Þannig hafa þeir sem fylgja Verkamannaflokknum að málum skömm á svona svívriðlegum aðferðum. En það er aðflutta fólkið frá austur Evrópu af gyðingaættum sem hafa ekki nema gott um þetta að segja. Þessi fjölmenni hópur vill sjá „sterkan“ mann sem forsætisráðherra og sá sem gegnir því embætti í dag á mest undir þessu fólki komið með áframhaldandi stuðning. Þetta fólk á sér takmarkaða lýðræðishefð, veit kannski ekki hvernig lýðræði er að það er ekki bara einn sem á að ráða.

Með gildum rökum má draga fram hliðstæður í stefnu forystusauða Ísrael og við stefnu öfgaflokka sem komu heiminum í alvarleg afglöp, langvarandi og útbreyddar styrjaldir.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.12.2012 kl. 22:39

26 Smámynd: Jens Guð

https://www.youtube.com/watch?v=UW6sTCDwOnM

Jens Guð, 4.12.2012 kl. 00:48

27 identicon

Það verður alltaf sannleikur að Gyðingar, Júðar, eða hvað þeir eru kallaðir eru búnir að eignast rétt á að búa þarna og það hafa líka Palestínumenn haft alla eilífð rétt á, þetta er beggja land. Handklæðahausar, eða hvað menn vilja kalla Palenstínumenn, ég vill bara kalla báða aðila Svín. Bæði Júðar og Palenstínumenn borða ekki Svín og Ættu að lesa sína trúarrittningu og sjá að þær eru allar eins, þettar er spurning um að hætta heimskulegu ættarstolti og aumingjaskap sem er falinn í trú á eingu nema þeirri trú að finna minni mann en þeir eru allir.

Gunnlaugur Sigurdsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 18:13

28 identicon

Helgi (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband