3.12.2012 | 19:17
Í stíl við forföðurinn.
Audi TT á sér merkan forföður, NSU Prinz 1000 TT, sem var í frameiðslu þegar NSU og Audi sameinuðust í lok sjöunda áratugarins í fyrirtækið Audi-NSU, sem Volkswagen gleypti jafnharðan. Audi 8 er framleiddur í gömlu verksmiðjum NSU í Neckarsulm.
NSU Prinz 1000 TT og síðar 1200 TTS, naut mikilla vinsælda í kappakstri vegna afar skemmtilegra aksturseiginleika og þess að vera sérlega léttur miðað við stærð, aðeins 620 kíló. Á þeim tíma varð svona bíll verðugur keppinautur Mini Coopers í akstursíþróttum en hafði það fram yfir alla aðra bíla, sem þá voru framleiddir í þessum þyngdarflokki, að vera mun rúmbetri en þeir.
Bíllinn á myndinni hér að ofan er með vélarhlífina fastopna til þess að hjálpa til við kælingu rassvélarinnar en sennilega virkaði hún líka sem "spoiler".
Ég átti NSU Prinz 1000 og hann var afar skemmtilegur akstursbíll, enda vélin eins nýtískuleg og hugsast gat, þverstæð með yfirliggjandi kambás.
Ef nýr Audi TT verður jafn léttur og kraftmikill og auglýst er, verður hann verðugur arftaki forföðurins, en skortir þó hið mikla rými hans, en hann rúmaði vel fimm fullorðna.
Næsta kynslóð Audi TT | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Audi TT minnir ekki síður á annan eldri "forföður", Auto Union Grand Prix kappakstursbílinn frá millistríðsárunum sem meðal annarra Bernd Rosemayer ók í harðri keppni við Rudi Caracciola á Mercedes :) Auto Union GP bíllinn var ekki ólíkur útlits og hafði vélina afturí, ég held fyrsti kappakstursbíllinn með vélina aftan við ökumanninn.
Þórhallur Birgir Jósepsson, 4.12.2012 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.