7.12.2012 | 19:48
Flugið og áhrif Hrunsins.
Enn og aftur munu áhrif Hrunsins bitna á fluginu og þar með meira á íbúum landsbyggðarinnar en fólki á höfuðborgarsvæðinu. Þessi áhrif teygja sig inn á öll svið flugsins.
Gott dæmi um nánast fyrirlitningu í garð flugsins er það, að ekki hafi fengist leyfi til að malbika bílastæði við flugafgreiðslu Flugfélags Íslands.
Ekki þarf annað en að líta yfir yfirlit um flugvelli landsins og fara um þá til að sjá hvernig þrengt er að fluginu. Lagðir hafa verið niður flugvellir, sem jafnvel voru öryggiatriði fyrir stór svæði, svo sem Patreksfjarðarflugvöllur, sem var var í hópi stærri flugvalla.
Þegar ég fór út í það að merkja og valta flugvöll á Brúaröræfum voru helsta vandamálið og vinnan fólgin í því að merkja alls 4,7 kílómetra langar flugbrautir hans.
Í fyrstu leit vel út með að fá afgangs hatta hjá Flugmálastjórn af flugvöllum, sem hún hafði tekið úr notkun, en síðan kom í ljós, að vegna fjárskorts þurfti að nota alla þessa hatta til viðhalds þeirra flugvalla, sem þó eru enn á skrá.
Ég fór út í það að koma á fót viðurkenndum lendingarstað fyrir allar flugvélar í flugi innanlands á svæði, þar sem var stórt flugvallagat og Fokker F50 vél hafði orðið fyrir bilun á báðum hreyflum fyrir nokkrum árum og farþegar í fyrstu beðnir að búa sig undir nauðlendingu inni á hálendinu, en síðan kom í ljós að hægt var að halda áfram til Egilsstaða á öðrum hreyflinum en slökkva á hinum.
Einnig er þetta á svæði þar sem náttúruhamfarir eða stór slys geta gert góðan flugvöll nauðsynlegan.
Má í því sambandi nefna, að fyrsta hjálpin sem barst slösuðum farþegum í rútu, sem fór á hvolf í Hólsselskíl hér um árið, fólst í því að Twin Otter vél frá Akureyri lenti á flugbraut við Grímsstaði á Fjöllum.
Þessi tvö dæmi sýna eins og mörg fleiri að flugið er oft snar þáttur í heilbrigðiskerfinu.
Fjárvana Flugmálastjórn gat ekki sinnt því að gera nýjan lendingastað á sama tíma sem hún neyddist til að leggja niður flugvelli annars staðar, en fallist var á, að ef ég uppfyllti íslensk og alþjóðleg skilyrði um þetta stóran flugvöll, gæti ég fengið hann viðurkenndan og skráðan sem slíkan, ef hann yrði skilgreindur sem flugvöllur, sem ég bæri alla ábyrgð og kostnað af, þar á meðal að greiða gjöld af honum til Flugmálastjórnar.
Pólitískar ákvarðanir fremur en faglegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Hverjar eru forsendur þessara téðu hækkanna?
Enginn aukinn rekstrarkostnaður eða annað stendur undir þessum hækkunum, eða hvað?
Er hér fremur verið að taka fyrstu bylgju á að "kúga" flugvöllinn úr vatnsmýrinni?
Hversu mikið af búnaði þarf til að völlur teljist hæfur til flutninga? (sbr Bakkka til Vestmannaeyja) Væri ekki mögulegt fyrir minni flugfélögin að hreinlega flytja? Ef A-O er t.d. eð Dornier væri brautin í Mosó nógu löng... eða er krafa um undirlag (annað en gras)?
Hvernig er með flugleiðir sem eru "ríkisstyrktar"?
Kkv,
Óskar.
Óskar Guðmundsson, 7.12.2012 kl. 20:37
Auðvitað vilja allir sleppa við að borga hærri gjöld og allir vilja meiri pening á kostnað skattborgara.
En hvar á peningurinn að koma?
Ef það mundi borga sig að byggja og reka einkaflugvöll þá væri það líklega gert..... en ég veit ekki til þess að það er gert.
Sleggjan og Hvellurinn, 7.12.2012 kl. 21:09
Þessi endalausa leit að betra flugvallarstæði en nú er á Reykjavíkursvæðinu er stundum brosleg.
Brautin í Mosó stendur skammt frá einhverju sviptivindasamasta óveðurssvæði landsins samanber trén, sem brotnuðu í óveðrinu um daginn og tíðar auglýsingar um fárviðri á hringveginum rétt norðan við völlinn.
Ómar Ragnarsson, 8.12.2012 kl. 01:48
Því má bæta við að bannað er að lenda eða hefja til flugs flugvélar á Tungubökkum sem hafa sterkari hreyfil en 200 hestöfl!
Ómar Ragnarsson, 8.12.2012 kl. 01:51
Ekki hafa gjöldin og pappírsfarganið minnkað hvað flugið snertir. En það hefur verið í gangi ákveðin "útrýmingarherferð" gagnvart mörgum brautum á landsbyggðinni. Sem betur fer eru þó til einstaklingar sem spyrna gegn þessu.
Og Óskar, - hvað áttu við með "flutninga"? Bakki var á sínum besta tíma með erilsamari flugvöllum landsins.
Og talandi um Dornier, - hún myndi líklega leika sér að Helluvelli, og jafnvel Hvolsvelli, góðan hluta úr árinu. Yrði ekki meira en 10 mín. í Eyjar ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 07:51
15.4.2012:
"Flugfélagið Ernir hefur beint áætlunarflug til Húsavíkur í dag kl. 15:00 og er áætluð lending á Húsavík 15:45.
Er þetta fyrsta áætlunarflug frá Reykjavík til Húsavíkur í 12 ár."
Fyrsta áætlunarflug frá Reykjavík til Húsavíkur í tólf ár
30.7.2012:
"Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að halda flugi til Húsavíkur áfram allt árið um kring en upphaflega var áætlunarflugið, sem hófst í vor, tilraunaverkefni og átti að standa út september."
Flogið til Húsavíkur allt árið
Þorsteinn Briem, 8.12.2012 kl. 10:16
7.12.2012 (í gær):
"Eyjaflug ætlar að hefja áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja 12. desember næstkomandi og fljúga alla daga vikunnar nema laugardaga."
"Flugfélagið Ernir flýgur einnig áætlunarflug á þessari leið."
"Þá ætlar Eyjaflug að halda uppi flugi á milli Eyja og Bakkaflugvallar eftir þörfum."
Eyjaflug með áætlunarflug á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 8.12.2012 kl. 10:37
Einn af "einstaklingunum" væru Ernir. Það var synd þegar áætlunarflug lagðist af á Aðaldalsflugvöll. Þar var aðstaða og ljómandi braut.
Galli er þó oft á, að of langt er í almennar samgöngur eða þéttbýli. Það er svo í Aðaldal og á Bakka. (Kynntist fólki sem gekk frá Bakka í Hvolsvöll, - ca 25 km.)
Hvolsvöllur er skemmtilegur punktur, en bara grasbrautir. Ca 200 m. frá "taxiway" í rútuna.
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.