16 mánuðir ekki nóg?

Frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár hefur nú verið opinbert í 16 og hálfan mánuð, eða tæpt eitt og hálft á. Þar á undan fóru fjórir mánuðir þar sem í gangi var opið ferli við gerð þess og samband íslenskra sveitarfélga gat nýtt sér það og gerði það.

Í nýju stjórnarskránni er nokkurra greina kafli um sveitarstjórnir, sem er mikil framför frá núgildandi stjórnarskrá þar sem slíkar greinar vantar. Núverandi stjórnarskrá var að okkar mati ófullnægjandi og sveitarstjónargreinarnar nýju mikið framfaraspor.

En nú er svo að sjá að næstum eins og hálfs árs tími, sem samband íslenskra sveitarstjórna hefur haft til að fara yfir þessar greinar teljist ekki nóg á þeim bæ. Ekki hefur heyrst orð frá þessum aðilum varðandi það, að breyta þurfi þessum greinum þótt tíminn hafi verið nægur til að fara yfir þær.

Ef óánægja ríkir með sveitarstjórnarkaflann, hvers vegna kom hún ekki fram fyrr? Og af hverju þurfti allan þennan tíma til þess að kveða upp úr með það að nú þyrfti að fara að kafa ofan í málið?

Og hvaða fjölmörgu umdeilanlegu atriði koma nú skyndilega upp varðandi þetta?


mbl.is Mun ekki skila umsögn fyrir 13. desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með hreinum ólíkindum að þessi samkunda, sem kölluð er Alþingi, skuli voga sér að hrófla við frumvarpi stjórnlagaráðsins. Stjórnlagaráðið var eins þjóðkjörið og nokkur samfélagsstofnun getur verið og endurspeglaða samsetningu þjóðarinnar, búsetu og meirihlutavilja.

E (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband