Getur merk forystuþjóð sætt sig við þetta?

Bandaríkin eru öflugasta lýðræðisríki heims og það ætti að vera metnaðaratriði fyrir þessa merku forystuþjóð að komast fyrir orsakir þess að tíðni morða með skotvopnum miðað við fólksfjölda er þar miklu meiri og jafnvel margfalt meiri en í sambærilegum þjóðfélögum.

Og þar með fylgir að fjöldamorð eins og þau, sem gerast nú orðið með næsta reglulegu millibili í landinu, ekki hvað síst í skólum þess, eru líka svo miklu fleiri en eðlilegt er, að það er von að Obama forseti geti ekki orða bundist um það atriði.

Skotvopnaeign er þar líka miklu meiri en í öðrum löndum rétt eins og morðtíðnin enda er ekki í neinu landi að finna jafn öflug samtök byssueigenda og í Bandaríkjunum, sem hafa af harðfylgi beitt sér í þrýstingi á þingmenn við að koma í veg fyrir eftirlit með skotvopnum og draga úr fjölda þeirra.   

Því hefur verið haldið fram af þeim, sem ekki vilja breyta neinu, að Bandaríkjamenn séu "frontier"þjóð, landnemaþjóð, og að í samræmi við þann  uppruna sinn og landshætti sé hin gríðarlega skotvopnaeign réttlætanleg.

Þetta er í besta falli úrelt röksemd því að landnámsástandið er löngu liðið auk þess sem þetta stenst ekki samanburð við svipaðar þjóðir.  Kanadamenn og Ástralir eru líka landnemaþjóðir og þar eru skotvopnaeign og morðtíðni af þeirra völdum miklu, miklu minni en í Bandaríkjunum, en það bendir til þess að fylgni sé á milli þessara atriða.

Er ástæðuna að finna í menntakerfi og uppeldi í Bandaríkjunum?

Erfitt er að sjá að það geti verið ástæðan. Gagnstætt því sem halda mætti við áhorf á bandarískar glæpamyndir, eru agi, siðprýði, kurteisi og tillitssemi hátt skrifuð víðast hvar á heimilum og í skólum og má sem dæmi nefna, að íslenskir foreldrar, sem bjuggu í Bandaríkjunum og fluttu með börnin til Íslands, íhuguðu að flytja til baka vegna þess hve mikil lausung virtist ríkja hér í almennum mannasiðum og tillitssemi.

Það hlýtur að koma að því að vestra sýni menn einhverja bitastæða viðleitni til þess að reka óorð glæpatíðni, fangafjölda og morða af forystuþjóð Vesturlanda.

Beinast hlýtur að liggja við að koma böndum á byssueign og minnka hana verulega, þó ekki væri nema til þess að komast að því hvort beint samband sé á milli hinnar gríðarlegu byssueignar og morða með skotvopnum.   


mbl.is 20 börn létust í árásinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ætlarðu að kenna verkfærinu um þetta? Vopnið veldur engu um þetta, ég get lofað þér því.

Þetta er eitthvað menningarlegt. Fjöldamorð af þessu tagi eru byrjuð að eiga sér stað í Kína líka. Verkfærið er annað hjá þeim, enda enginn aðgangur að skotvopnum.

Svo, veltið frekar fyrir ykkur hvað Kínverjar og Ameríkanar eiga sameiginlegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.12.2012 kl. 22:24

2 identicon

Verkfærið veldur engu!  En verkfærið gerir kleift. Án verkfæra liggur alveg ljóst fyrir að ekkert illvirki er framið.  Og undan manni með hníf eða sleggju er mun auðveldara að komast.  Það er engin tilviljun að í þeim löndum sem vopnaeign er almennust og aðgengilegust eru mannvíg algengust.  Hvort sem það er vopnunum að kenna eða ekki verður það að grípa til þess sem hendi er næst nærtækast renni manni í skap.  Og með byssu er auðveldast að valda óafturkallanlegum skaða og þegar einn hefur verið slasaður eða drepinn eru allar brýr  brotnar að baki og því engu tapað þótt menn haldi áfram; refsingin verður ekkert strangari. 

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 11:09

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru tugir hundriðir barana og kvenna sem eru drepnir mánaðarlega í heiminum og þá sérstaklega í ausurlöndum nær og í Pakistan og Afghanistan.

Eru líf í Evrópu og Ameríku eitthvað meira virði en annara barna og kvenna í heiminum?

Í Pakistan og Afghanistan til dæmis, notar forseti USA ekki smávopn heldur sprengjur. En sennilega af því að hann er dökkur á hörund þá er það í lagi og lítið talað um það, svo er hann líka vinstri maður auðvitað. Vinstrimenn gera ekkert illt....

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 15.12.2012 kl. 11:35

4 identicon

Verkfærið sjálft, er ekki fært um að gera slíkan óhroða.

Að meina mönnum aðgang að verkfærinu, er fasismi og gengur ekki út á vernda fólk, heldur út á að hafa einkarétt á morðum.

Bandaríki Norður Ameríku, Kína, Rússland og Evrópu Bandalagið eru fjöldamorða þjóðir.  Bandaríkin lifðu það að 4000 manns dóg, þeir gengu út og myrtu miljóns fyrir.  Þetta er þjóðin, þar sem Schwarzkopf fékk í gegn að þýskir nazistahjálmar væru þjóðlegir hjálmar bandaríkjanna.  Þessi sami Schwarzkopf eða svart-skalli, fékk íraska herinn að fara frá Kuwait, og þegar þeir gengust að skilmálum og fóru.  Þá réðist hann úr lofti á Íraska herinn, þar sem han var að keyra eftir veginum í Íraq, á leið heim, og myrti þar yfir hundrað þúsund manns í einni árás.

Þetta eru Bandarík Norður Ameríku ... þetta er þjóðin sem hefur fleiri efnavopn, kjarnavopn, lífræn vopn en nokkurt annað ríki heims.  Þetta er þjóðin sem er að "frelsa" mið-austurlönd og skapa frið í heiminum, með því að myrða alla andstæðinga sína.

Ég endurtek, ÞETTA ER ÞJÓÐIN SEM GENGUR UM HEIM ALLAN OG HEFUR ÞAÐ MARKMIÐ AÐ MYRÐA ALLA ANDSTÆÐINGA SÍNA TIL AÐ SKAPA FRIÐ.

Þetta er þjóðin sem var byggð á blóðpolli indíána norður ameríku.  Þetta er þjóðin, sem svo seint sem 1967 myrti indíána til þess að komast að landi þeirra fyrir gólf völl.  Þetta er þjóðinn sem fann upp Gatling Gun, til að geta myrt índíána í tugþúsundatali.  Þetta er þjóðin sem gerði Buffala útdauða, til að drepa Indíána úr hugri.

BANDARÍKI NORÐUR AMERÍKU, ER ÞJÓÐ MORÐINGJA OG ÓMENNA.

Og Obama bin Ladin, er höfðingi þeirra.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 11:52

5 identicon

Og ekki skal maður gleima hugmyndunum um að Bandaríki Norður-Ameríku séu lýðræðis ríki.

Þetta lýðræðisríki, hefur gert það skyllt að mynda alla einstaklinga.  Hefur haft njósnir á hverjum einstaklingi, síðan 1945.  Þegar þeir hlustuðu á öll samtöl í Berlín, og sem síðar færðist yfir um alla evrópu.  Og í dag, er um allan heim.  Þetta ríki, gerir það að almennum sið sínum að þukkla á smábörnum á flugvöllum.  Hefur gert Múrinn kringum lönd heimsins, stærri en nokkrum sinnum fyrr ...

Lýðræðsiríki ... Ómar Ragnarsson, þú ættir að hafa meira vit en svo að komma með svona bull, eins og kalla þetta ríki fyrir Lýðræðisríki. 

Kína og Bandaríkin, eru álíka mikil "Lýðræðisríki".  Og hafa jafn mikin áhuga á að hlúa að einstaklingnum.  Enda eru þessi ríki tvö, fræg fyrir að þar eru ríkir menn ríkir, og fátækir svelta til dauða.  Í hvorugu þessarra ríkja, áttu von á ellilífeyri, eða almennri kennslu eða hjúkrun.

Ef þú telur Bandaríki Norður Ameríku, vera lýðræðisríki ertu jafn mikil kommúnisti og svartasti Kínverski maóisti.  Því þessi tvö ríki, eru spegilmynd af hvoru öðru.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 12:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þá vitum við það!

Forseti Bandaríkjanna er svartur vinstri maður en Jóhann Kristinsson hvítur hægri maður.

Og málið er dautt!

Til þess eru spilavítin að varast þau. Einnig í Las Vegas.

Þorsteinn Briem, 15.12.2012 kl. 12:13

7 identicon

Það er vitaskuld ekkert annað en fasismi að setja mönnum einhverjar umgengnisreglur yfirhöfuð.  Ekkert annað!!! Hvaða helvítis ofstjórn er það til dæmis að ég má ekki ráða því hvoru megin á veginum ég ek? 

 Einu sinni var prófað að komast af án slíkra reglna á voru landi, Íslandi.  Það tímabil er kallað Sturlungaöld.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 12:24

8 identicon

Bandaríkjahatur verður sífellt meira áberandi meðal Íslendinga. 

Heimskulegir frasar sem menn smjatta á sín á milli eru orðnar að einhverskonar staðreyndum í rotþrónni.

imbrim (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 12:30

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég skrifa þennann pistil vegna þess að mér er umhugað um að Bandaríkjamenn geti staðið undir því sem þeir vilja vera. Þess vegna óska ég forystuþjóð lýðræðisríkja betra hlutskiptis hvað varðar mannréttindi og velferð og get engan veginn fallist á að jafna þessu hlutskipti Bandaríkjamanna saman við Pakistana. 

Það er furðulegt að sjá menn segja að í Bandaríkjunum ríki sama alræði og skoðanakúgun og í Kína. Með slíku óráðstali komast menn niður á það stig að verða sama um allt af því að allir séu svo óskaplega vondir.

Bandaríkjamenn komu vestrænum lýðræðisríkjum og þjóðum heims til hjálpar 1941 til þess að komast undan oki öxulveldanna og mesta grimmdaræði, sem nútíma sagan kann frá að greina.

Skiptir litlu í því sambandi hvort þetta hentaði kannski í leiðinni þjóðarhagsmunum Bandaríkjamanna og að þeir hefðu í raun þvingað fram uppgjör við Japani og þar með Þjóðverja.   

Ómar Ragnarsson, 15.12.2012 kl. 13:44

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Það er engin tilviljun að í þeim löndum sem vopnaeign er almennust og aðgengilegust eru mannvíg algengust."

Í Honduras?

Á Jamaica?

Venezuela?

Hafa þeir einhver efni á vopnum þar einusinni?

Ásgrímur Hartmannsson, 15.12.2012 kl. 13:49

11 identicon

Það er nefnilega svo merkilegt að í framangreindum löndum eru menn ekki drepnir með berum höndum nema í undantekningartilvikum.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 15:39

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki má gleyma að hergagnaiðnaður er í miklum blóma í Bandaríkjunum. Þeir eru stærstir í sölu hergagna til ýmissa landa þar sem ráðandi ríkisstjórnir vilja auka vígbúnað. Þá eru þeir framarlega í mörgu öðru: fjárlagahalla, mismunun ríkra og fátækari m.a. hvað aðgengni að menntun og heilbrigðisþjonustu áheyrir. Umhverfissóðaskapur hefur verið landlægur í BNA og þeir eru ekki meðvitaðir um nauðsyn að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um takmörkun á mengngun. En þeir eru smám saman að vakna „við vondan draum“ að allt er í stútfyllast af rusli. Í nokkrum ríkjum er byrjað að tína einnota drykkjarumbúðir eins og áldósir úr venjulegu sorpi og beina í endurvinnslu. Smám saman má reikna með betri umhverfisvitund meðal Bandaríkjamanna en spurning er hvernig hraða megi þeirri þróun.

Gríðarleg byssueign í Bandaríkjunum er með öllu óskiljanleg venjulegu fólki. Þeir vísa gjarnan á mannréttindi og frelsi að hafa sem greiðustu leið að eignast byssur sem er auðvitað glórulaust. En þar erum við komin aftur að upphafi þessara vangaveltna: Eru það ekki hagsmunir framleiðenda og seljanda vopna sem stjórnað hafa umræðunni að miklu leyti fremur en þeirra sem vilja setja skynsamlegar reglur um þessi mál?

Góðar stundir! 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2012 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband