Taumleysis- og skammsýnisvandamálið stærst.

Taumleysi og skammsýni eru stærsta vandamál mannkynsins og að offitan skuli vera orðið stærra heilsufarsvandamál í heimnum en hungur er aðeins hluti af vandamálinu.

Taumleysishugsunin skóp Hrunið,  og vegna þess að hugsunin er enn óbreytt í raun, stefnir í annað hrun.

Leitun er að dæmi um annað eins taumleysi og það sem skóp "The Roaring Twenties" í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar.

Eftir bandaríska efnahagshrunið í árslok 1929, sem breiddist um efnahagslíf heimsins og fæddi af sér einhverjar verstu og skaðlegustu öfgar og harðstjórn, sem sagan þekkir, köfuðu margir ofan í orsakirnar og við blasti meginorsökin, taumleysi og skammsýni.

Uppblástur sápukúlu græðginnar í byrjun 21. aldarinnar var með öll helstu einkenni sams konar fyrirbæris 80 árum áður. En það var eins og enginn hefði lært neitt af því og því fór sem fór.

Ekkert bendir því miður til þess að menn vilji læra neitt nú. Stjórnum ríkja heims er fyrirmunað að koma böndum á ábyrgðarlausa sóun auðlinda jarðar og hina miskunnarlausu kröfu um sífellt meiri neyslu á öllum sviðum með afleiðingum á loftslag og hag mannkynsins, sem verða þeinm mun svakalegri sem lengur er haldið áfram á sömu braut.


mbl.is Fleiri deyja vegna offitu en hungurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, Ómar, þú og ég eru orðin gömul og munu ekki súpa seyðið af taumleysinu og græðgi og afleiðingar sem komandi kynslóðir þurfa að glíma við. En við eigum börn og barnabörn sem okkur þykir vænt um. Hvernig geta menn lokað augun fyrir því að við erum að ganga frá jörðinni okkar  með neyslu-  og efnahagshyggju sem tröllríður okkar samfálag? 

Úrsúla Jünemann, 15.12.2012 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband