Grundvallarmunur á tilfærslum á milli flokka.

Lítil fræðsla hefur verið höfð í frammi varðandi mat á tilfærslum virkjanakosta á milli flokka, en eðli tilfærslna getur verið mjög mismunandi. Þetta er mjög bagalegt og stuðlar að ójafnræði í umræðunni, því að fáfræði um þetta hentar sérlega vel þeim, sem vilja virkja.  

Ástæðan er eðlismunur á verndun og virkjun. Ef verndað er, getur síðar verið hægt að virkja, ef einhver síðari kynslóða kýs að gera það. Svo lengi sem svæðið er verndað tekur engin kynslóð óafturkræfa ákvörðun fyrir kynslóðirnar á eftir og jafnrétti kynslóðanna er tryggt, svo og að engin rányrkja sé höfð í frammi.

Svipað gildir ef virkjun er færð í biðflokk.

Í flestum tilfellum er þetta öfugt, hvað varðar virkjanir, því ef virkjanir valda óafturkræfum áhrifum getur engin komandi kynslóð breytt því. Ein kynslóð tekur ákvörðun fyrir allar hinar og unnið er gegn jafnrétti kynslóðanna.

Svo dæmi sé tekið um Eldvarpavirkjun, veldur bygging hennar því að svæðinu verður breytt á óafturkræfan hátt til allrar framtíðar, því að rask á nýrunnu hrauni er ekki hægt að snúa til baka.

Þar að auki verður orkuhólfið tæmt fyrr en ella, og líða mun langur tími, hugsanlega aldir, þangað til það fyllist af sjóðheitu vatni á ný.

Ef virkjunin er sett í bið, hafa engin ráð verið tekin af síðari kynslóðum.


mbl.is Umræðu um rammaáætlun frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf kemur upp það sama í minn huga varðandi orkuvinnslukosti. Verði farið fram með því offorsi, sem hægri öflin vilja og allir virkjunarkostir fullnýttir á næstu 20 árum eða svo, og orkan ýmist flutt úr landi um sæstreng eða seld á hrakvirði til langs tíma í stóriðju, hvaða orku ætlum við að nýta í framtíðinni til að knýja jafn mikilvæga hluti eins og samgöngukerfi okkar?

E (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband