Jólin eiga ítök í öllum.

Jólahátíðin er svo sterkur þáttur í lífi Íslendinga, einkum þeirra sem fæddir eru hér og uppaldir, að enginn kemst hjá því að verða fyrir áhrifum af þeim.

Komið hefur í ljós að Matthías Máni Erlingsson gat nokkurn veginn gert það sem hann vildi í undanfara stroks síns, strokinu sjálfu og tímanum eftir það.

Ekki er að sjá, miðað við þann búnað sem hann kom sér léttilega upp eins og ekkert væri auðveldara, annað en að hann hefði þess vegna getað verið á ferli að eigin geðþótta lengi enn.

Er það sannarlega umhugsunarefni fyrir yfirvöld þessara mála og minnir á sögunar, sem ég greindi frá hér um daginn sem dæmi um það hvernig útsmognir og bíræfnir fangar geta rassskellt eftirlitsaðilana og afhjúpað máttleysi þeirra.

En jólin og tilhugsunin ein um þau og nánustu ættingja frekar en viðbúnaður lögreglu og eftirleit virðast hafa ráðið úrslitum um það að hann gaf sig fram og ákvað að láta staðar numið í þetta sinn.  

Það var athyglisvert að húfan hans fannst ekki steinsnarf frá fangelsinu fyrr en á öðrum degi eftir flóttann og að játað var fyrst nokkrum dögum eftir strokið að eini staðurinn, sem öruggt væri að strokfanginn væri ekki á, væri Litla-Hraun.

Þó ekki fyrr en eftir dauðaleit með sporhundi!


mbl.is Aðstandendur Matthíasar fegnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furða mig, að vísu úr mikilli fjarlægð, á fréttaflutningi um strokufangann Matthías Mána. Mér finnst margt benda til þess að téður Matthías gæti orðið maður ársins á skerinu. Í strangri samkeppni að vísu við innrásarvíkingana Björgólf Thors, Jón Ásgeir og Hannes Smárason, .....”og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó. Af ánægju út að eyrum.....”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband