24.12.2012 | 13:55
Gleðilega hátíð !
Nú er jólahátíðin að skella á og hjá okkur hjónunum byrjar hún strax núna um þrjúleytið, vegna þess að reynslan hefur kennt þessari stórfjölskyldu upp á fjórða tug meðlima að til þess að hafa stjórn á málum, þarf að vera ein "skiptistöð" jólapakkanna, þ. e. hjá okkur Helgu.
Því fer fólkið að tínast hér inn von bráðar og nýta sér "skiptistöðina" og þar með er hittingur jólanna byrjaður.
Hann heldur svo áfram seint í kvöld þegar aftur er komið hingað til að hittast og knúsa hvert annað.
Héðan sendum við heitar jólakveðjur til allra ættingja vina og velunnara. Gleðilega hátíð!
Jólin í gegnum linsu Óla K. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sendi þér og þinni stórfjölskyldu hugheilar jólakveðjur og megi komandi ár vera ykkur heillaríkt...
Þið eruð rík fjölsk...
Kærleikskveðjur.
Hallór..
Halldór Jóhannsson, 24.12.2012 kl. 14:26
Takk, sömuleiðis!
Þorsteinn Briem, 24.12.2012 kl. 17:48
Gleðileg Jól allir hér ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 23:44
Sammála yður Halldór.
Ómar og Frú eru moldrík. Raunverulega mold rík.
Skuggi (IP-tala skráð) 25.12.2012 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.