Yndi jólanna í friðarins landi þegar byssurnar tala því miður annars staðar.

Gott er að eiga heima á Íslandi og njóta yndis jólanna í faðmi ættingja og vina.

Gott að vera fjarri þeim vettvangi þar sem dapurlegar fréttir eru fluttar um að byssurnar haldi áfram að tala vestan hafs og að milljón byssur, einkum öflugar hríðskiotabyssur, hafi selst í jólakauptíðinni í Floridafylki einu, þar sem búa 19 milljón manns.

Samsvarar því að 15000 byssur hefðu selst hér á landi fyrir jólin og eintakafjöldinn svipaður og hjá efstu metsölubókum hér á landi.

Og hart er víðar í heimi. Hluti herskyldu Harrys Bretaprins er samkvæmt fréttum að taka þátt í því með hersveit sinni að drepa Afgana þegar landar hans halda hátíð ljóss og friðar.


mbl.is Skaut fjóra slökkviliðsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Hvað hefur komið fyrir þessa blessuðu þjóð, Bandaríkjamenn, sem líta á sig sem lögreglu heimsins ? Þeir hjálpuðu Evrópubúum tvisvar á liðinni öld við aðgreiða úr þeim pólitísku hnútum, sem evrópskir stjórnmálamenn höfðu hnýtt. Andrúmsloftið hefur síðan kólnað milli vinaþjóða. En sú staðreynd skýrir ekki byssuvandamál vina okkar í vestri. Vopnaiðnaðurinn er stór og mikill í USA, og vopnaframleiðendur eru voldugur þrýstihópur, sem ræður alltof miklu þar vestra. Svo gætu margir Bandaríkjamenn verið orðnir geðveikir af of mikilli dýrkun ofbeldis þar í landi. Ómar, ég held að hér sé verkefni bæði fyrir geðlækna og sálfræðinga.

Ég þakka þér fyrir áhugavert og gott blogg. Gleðileg Jól og farsælt komandi ár!

Kv.;KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 25.12.2012 kl. 07:20

2 identicon

"Daten machen dumm", er grein eftir Philipp Löpfe í BAZ. Mjög athyglisverð fyrir þá sem geta lesið þýskan texta. Gleðileg jól.  

http://bazonline.ch/wirtschaft/konjunktur/Daten-machen-dumm/story/27106596

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.12.2012 kl. 12:11

3 identicon

BNA er að verða mesta vandamál heimsins !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 25.12.2012 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband