Kókflöskusteppdans á bílþaki.

Rúsínudans í flösku er dæmi um skemmtileg eðlisfræðileg fyrirbæri. Hann minnir mig á það að eitt sinn fyrir um áratug setti ég tóma kókflösku upp á bílþak á meðan ég væri að taka út aðra lausa hluti úr bílnum.

Brá þá svo við, að flaskan fór að dansa steppdans á þakinu, og af því að næsti hlutur sem ég tók út úr bílnum var myndatökuvél, setti ég hana í gang og lét hana ganga samfellt í næstum mínútu á meðan kókflaskan dansaði á þakinu en færði sig smám saman út á jaðar þess þar sem hún endaði með því að detta af þakinu.

Hvers vegna flaskan gerði þetta svo að þeir, sem horfðu á sjónvarpsfréttir daginn eftir, gátu orðið vitni að því ásamt mér, er mér ekki alveg ljóst.

Svo virðist að þunnt bílþakið hafi ásamt örlítilli golu komið flöskunni til að "steppa" í takt við sveiflutíðni hins þunna þaks.


mbl.is Rúsínudans í flösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband