Kemur að skuldadögunum.

Tilhneigingin til að eyða meira en aflað er á kostnað framtíðarinnar og komandi kynslóða er stærsta vandamál mannkynsins.

Efnahagskreppan í Evrópu er rökrétt afleiðing af þessu sem og "fjárlagaþverhnípið" sem Bandaríkjamenn eru komnir fram á.

Kínverjar horfa fram á óhjákvæmilegan enda firrts hagvaxtar sem getur ekki haldið áfram endalaust.

Skuldir okkar Íslendinga eru hræðilega háar og enn og aftur sýna tölur tilhneigingu til að eyða meira en aflað er.

Verst af öllu er þó það, að sókn í auðlindir jarðar og sóun þeirra getur ekki endað nema á einn veg og á kostnað komandi kynslóða.

Og það hrun verður slíkt að hrunið vegna skuldadaganna verður hjóm eitt miðað við það.  


mbl.is Bandaríkjamenn svartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Omar vandamalið er bankaklíkan sem mergsigur almenning

 http://www.youtube.com/watch?v=aqdY4HAXUQA&playnext=1&list=PL6E9D020372ACA9CE&feature=results_video

her er goð grein a vald.org

http://vald.org/greinar/111029/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 10:31

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Líttu á þessa bók Ómar eftir Scott Ridley, RATIONAL OPTIMIST. Hún fyllir þig bjartsýni. Og hún er ágætlega raunsæ.

http://www.amazon.com/Rational-Optimist-Prosperity-Evolves-P-S/dp/0061452068/ref=sr_1_1?s=books&ie=UTF8&qid=1356696280&sr=1-1&keywords=ridley

Guðmundur Pálsson, 28.12.2012 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband