Óveðrið verður hluti af ógleymanlegri upplifun.

Enn eimir eftir að þeirri hugsun okkar að ekki sé hægt að fjölga ferðamönnum til landsins yfir vetrartímans vegna þess hve hér koma oft slæm veður.

Er engu líkara en að margir haldi að útlendingar geti ekki hugsað sér annað en stillu og blíðviðri og að annars konar skilyrði, svo sem myrkur, kuldi, vindur og snjókoma, sem nú er spáð muni fæla útlendinga frá og þeir telja sig illa svikna.

Þetta rímar ekki við það þegar hér var hópur útlendinga yfir hátíðirnar fyrir 20 árum og áttu margir þeirra ekki orð til að lýsa yfir ánægju sinni með þá upplifun í þetta eina skipti á ævi þeirra að kynnast íslensku "skítaveðri" með hvassviðri, snjókomu og skafrenningi, en skafrenningurinn var það sem heillaði þetta fólk mest.

Blaðamaður frá Sunday Times átti vart nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni yfir því að upplifa bara þeitta eina fyrirbæri, skafrenninginn.  

Þvert ofan í það sem nú gæti verið hald manna, að veðrið sem spáð er næstu daga verði rothögg fyrir erlenda ferðamenn, held ég að einmitt þetta fjölbreytta veður, fyrst stórhríð og síðan stilltara veður, muni verða erlenda ferðafólkinu ógleymanleg lífsreynsla sem það muni segja frá eftir ferðina og lokka þannig fleiri til landsins í svipaðar ferðir.

Eins og ég hef sagt áður hér á blogginu selja Lapplendingar myrkur, kulda, þögn og ósnortna náttúru fleira ferðafólki yfir veturinn en kemur allt árið til Íslands.

En við höldum mörg hver enn að þetta ásamt skafrenningnum og stórhríð í bland sé eitthvað sem fæli svo mikið frá að ferðaþjónusta á þessum árstíma sé dauðadæmd.


mbl.is Sjö þúsund ferðamenn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mikið flug hjá þér í áramótapistlum þínum. Veðurhorfur eru góðar fyrir áramótin og landið í mjöll og ískristölum. Næturhimininn verður ef að líkum lætur fagur án flugelda. Held að Japanir og Kínverjar brosi út um annað þegar þeir sjá flugeldagleði okkar.

Næturhimininn er stórkostlegur í tunglskini með Jupiter, Saturnusi og Sírusi. Ósnortin fegurð. Framtíðartækifæri sem þarf að matreiða. Til þess þarf kjark, þolinmæði og ómælda vinnu. Betra að hlutirnir komi hægt en með einhverjum hvelli.

Efnahagsundrið í Japan, Kóreu og Þýskalandi kom eftir ár niðurlægingar og þrenginga. Eftirstríðsárin í USA með Preston Tucker bílaframleiðanda var í lok blómatíma í Bandaríkjunum. Hvar skyldum við vera í hringekjunni?

Sigurður Antonsson, 28.12.2012 kl. 22:42

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

kveðja frá Patró!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2012 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband